Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 7
Hin nýja björgunar- og sjúkrabifreið við komuna Frá komu björgunar- og sjúkrabifreiðarinnar. Bj Björgunar- og sjúkra- bifreið til Akraness Akranesi 9 nóv. — Hdan S.l. mánudag kom til Akraness ný björgunar- og sjúkrabifreið, en eigandi hennar er Slysavarna deildin HJÁLPIN á Akranesi. Hin nýja bffreið, sem er af rússneskri gerð kostaði 190 þús. kr. smíðuð sem sjúkra- og björg unarbifrei'ð og er með drifi á öll um hjólum. í bifreiðinni er hægt að shafa 4 sjúkrakörfur, eða 14 menn með öllum útbúnaði til leit ar auk annars útbúnaðar, sem þar er ætlað að vera eins og t.d. súr efnistækja o.fl. Eins og áður er sagt kom hin nýja bifreið til Akraness sl. mánu dagskvöld, og af því tilefni voru nokkrir meðlimir úr björgunar sveit deildarinnar samankomnir við Berjadalsá þar sem þeir veittu •oifreiðinni móttökuj jFdrmaður Hjálpar, Björn Pétursson af- henti Gunnari Bjarnasyni for- manni björgunarsveitarinnar hina nýju bifreið til afnota og auk þess talaði sóknarpresturinn á Akra- nesi, séra Jón M. Guðjónsson í slysavarnadeildinni Hjálp eru tæplega 500 félagar og fyrir þrem árum var starf deildarinnar end urskipulagt og komið á stofn sér stakri björgunarsveít. í þeirrij sveit eru 30 menn, sem síðan skipt ast í 4 hópa: í sjóbjörgun arsveit eru 8 menn, sveit sjúkra liða skipa 6 menn, þá er 8 manna hópur fjalla- og klifurmanna og að lokum fjarskipta- og tækja flokkur er 6 menn skipa. Fyrir hverjum hóp er sérstakur flokksforingi, en formaður sveit arinnar er eíns og áður er sagt, Gunnar Bjarnason bifvélavirki. Björgunarsveitin hefur starfað mjög vel og hefur lagt á það meg ináherzlu, að koma, sér upp tækj um og útbúnaði, er að sem beztu gagni mætti koma, og er hin nýja bifreið einn áfangi í þeirri við leitni deildarinnar, jafnframt því sem meðlimir björgunarsveitarinn ar hafa haldið uppi öflugu fé lagsstarfi. Á árinu hafa þejr hald ið 14 æfingar við mismunandi veð urskilyrði m.a. í óbyggðum, auk þess sem þeir hafa lagt mikla áherzlu á það, að þjálfa hvern meðlim sérstaklega til sins starfa. Er svo komið áð í dag er hægt að kalla út þjálfaða og vel út- búna björgunarsveit á Akranesi á c.a. 15 mín. ef slys eða annað ber að höndum. SMURSTðÐlN Sætúni 4 — Sími 18-2-27 BOtbm er smurður fljðft ug Td. 8tíjmn allar tcEuaair af stnuralíu' örn Pétursson form. Hjálpar afhendir bifreiðina. Samið við lan Smith STJÓRN Wiisons hefur ekki tekizt að eiða þeim ótta Afríku ríkja, að hún hyggist komast að samkomulagi við stjprn Ian Smitljs í Rhodesíu. Nú hefur þessi ótti einnig gripið um sig í Verkamannaflokknum. Óttazt er að hvíta minnihlutanum í Rhodes, íu verði gert kleift að stjórna landinu um ófyrirsjáanlega fram tíð, ef friðmælzt verður við hana Nýlega setti brezka stjórnin „endanleg” skilyrði fyrir lausn Rhodesíudeilunnar, og svar hef ur borizt frá Smith. Wilson og ellefu ráðherrar hans hafa fjallað um svarið á þriggja tíma fundi Einhvern næstu daga mun Wils on síðan gefa yfirlýsingu í Neðri málstofunni um stefnu Breta í dell unni, en enn virðist útilokað, að hervaldi verði beitt eins og Afr íkuríkin hafa krafizt. í Neðri málstofunni hefur hinn nýi samveldisr^ðherra, Herbert Bowden, enn vísað á bug ítrekuð um kröfum um, að hervaldi verði beitt til að víkja Smith-stjórn inni frá völdum. Þótt málið hafi sennilega aldrei verið vandmeð famara, þar sem aðejns eru þrjár vikur þangað til úrslitakost ir brezku stjórnarinnar renna út, þá hafa hinar margendurteknu yfirlýsingar stjórnarinnar um, að hervaldi verði ekki beitt gegn stjórn Smiths, aukið grunsemdirn ar um að verið sé að makka að tjaldabaki og að álit almennings í Afríku og öllum heiminum sé að engu haft. ★ SEGIR CARADON AF SÉR? Um 70 þingmenn Verkamanna flokksins hafa sent stjórn Wil sons tvær áskoranir þess efnis að Rhodesíu verði ekki veitt sjálf stæði fyrr en meirihlutastjórn hef ur verið komið á laggirnar, og að slíkri meirihlutastjórn verði kom ið á laggirnar á tíu ára timabili. Hingað til hefur Wilson notið trausts langflestra þingmanna verkamannaflokksins í Rhodesíu málinu. En sú staðreynd, að Wil son hefur verið varaður við að slá af þeim grundvallarskilyröum sem Bretar hafa sett til lausnar Rhodesíudeilunnar, sýnir, að þetta traust hefur beðið hnekki. Kvíði sá, sem nú gerir vart við sig r Verkamannaflokknum, á sum part rót sína að rekja til kvitts um að sendiherra Breta hjá SÞ Caradon lávarður (sem áður hét Sir Hugh Foot og var um skeið landsstjóri á Kýpur) hafi hótað að segja af sér ef gerður verði Múnchensamningur” við Smith- stjórnina. Caradon lávarður hefur varið stefnu stjórnar sinnar á vettvangi i SÞ með oddi og egg, enda þótt vitað sé að hann hafi aðrar skoð anir á málinu. Hann lítur svo á, að IAKI SMITM of langt hafi verið komið til mótp við Smith-stjórnina. Ef Wilson gerir róttækari ráðstafanir til að binda enda á deiluna við hvíta; minnihlutann í Rhodesíu er talið að Caradon lávarður segi af sér. Á Allsherjarþinginu er enp fjallað um þá ályktunartillögu Afr íkuríkja og Asíuríkja að Allsherj arþingið skori á brezku stjórnink að beita hervaldi gegn , Smitii- stjórninni. En þessi tillaga hef ur mætt töluverðri mótspyrnu vestrænna ríkja. Sendiherra Danmerkur hjá Sþ Hans Tabor, hefur látið svo um mælt, að ekki skuli beita valdi meðan einhver von sé til þess að leysa megi vandamálið með öðr um hætti. í umræðum eftirlits nefndar Allsherjarþingsins um málið skoraði hann á aðra full trúa í nefndinni að láta ekki til finningarnar stjórna sér og hann mælti með því að Öryggisráðið fyrirskipaði bindandi efnahagsleg ar refsiaðgerðir gegn Rhodesíu. Fulltriiar margra annarra vest- rænna ríkja hafa tekið í samá streng. En ef Wilson víkur frá þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið til þessa í Rhodesíudeilunni og slak ar á þeim grundvallarskilyrðum sem Bretar hafa sett til að komast að samkomulagi við Smith-stjórn ina ,hlýtur stjórnmálaferill Wil sons að komast í hættu. En ó- líkicgt er að Wilson taki upp ger samlega nýja stefnu hversu á- kaft sem brezka stjórnin óskar að binda enda á Rhodesíudeiluna. Aðalfundur í Vestmannaeyjum Aðalfundur Alþýðuflokksfélag^ Vestmannaeyja verður haldinn að Hótel H.B. í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag kl. 5 síð degis. Venjuleg aðalfundarstörf Kosning fulltrúa á flokksþing Alþýðnflokksins. T 12. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.