Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 6
/ iaaaES2S3B^5aasaa Næstg dráttur í Happdrætti Al^ýðubiaðsins verSur 23. des- ember. Þá eru hvorki meira né minna en þfár bsfreiðir í boði, liver annarri glæsiiegrs: Hilmann Bmp. Vauxhall Viva og volks wagen. IVðiðinn kostar aðeins 1$© kr. og er hér þvi um ein- stætt tækifærs að ræéa. Skrifstofan er að Hverfisgötu 4 og síminn er 22710. Volvo-verksmiðjurnar 40 ára Þær voru stofnaðar 1926, og þeg ar á árinu 1927 voru framleiddar 297 bifreiðir, en nú er framleiðsl an að nálgast 200 þúsund bifreiðir á ári, bæði af fólksbifreiðum, Stat ionbifreiðurn, vörubifreiðum, lang ferðabifreitum og strætisvögn- um ,en allar þessar gerðir eru framleiddar hjá Volvo verksmiðj unum. Volvo bif reiðir hafa unnið fjölda keppna víðsvegar í heiminum, og fengu þann heiður á því ári 1965 að fá heimsmeistaratitilinn fyrir flestar keppnir unnar. Þær keppn ir sem aðallega réðu þar úrslitum og Volvo bifreiðir höfðu verið fyrstar i, voru sænska keppnin, er Volvo vann bæði 1964 og 1965, Safari-keppnin, Kanada-keppnin og Lies-keppnin ,en verðlaunun um var úthlutað í sambandi við RAC brezku keppnina. Ennfremur hefur Volvo unnið Akropolis-keppn ina, Miðnætursólarkeppnina o.fl. Aðalstöðvar og stærsta verk- smiðjan eru staðsettar á Hissingen eyju í Gauta’borg, en samsetning- arverksmiðjur eru í Kanada, Belg íú, Peru, íran, Casablanca, og nú bætist ein við í Malasíu, og hef ur þetta aukið mikið á fram- leiðslu og sölu Volvo bifreiðanna í heiminum. Til marks um það hve mikil gæði, öryggi, viðbragðs flýti og annað er Volvo bifreiðir hafa er að Volvo bifreiðir eru nú mjög viða seldar sem lögreglu bifreiðir og á árinu 1965 keypti sænska ríkislögreglan 600 Volvo bifreiðir af mismunandi gerðum en önnur lönd þar sem Volvo bifreiðir eru mikið notaðar sem lög reglubifreiðir eru: Þýzkaland, Grikkland, Perú, Chile, Nígería, Sviss, Holland, Belgía og öll Norð urlöndin, svo og England og jafn- vel hér á landi eru 7 Volvo bif reiðir í notkun hjá lögreglunni. í ár eru 10 ár liðin frá því að framleiðsla hófst á Amazon, fólks og Stationbifreiðum og á þessu ári höfðu verið framleiddar hálf milj ón Amazon bifreiða. Þrátt fyrir minnkandi sölu bif reiða í Svíþjóð á þessu ári, eða um 30% samanlagt, hefur sala Volvo bifreiða aukizt og skrásetn ingar Volvo á þessu ári eru 23% af öllum skrásettum fólksbifreið um þar. í Danmörku hefur salan á Vol vo í tvö ár tvöfaldast, eða á fyrstu nju mánuðum þessa árs höfðu 7400 Volvo Amazon bif- reiðir verið skrásettar á móti 3700 á sama tíma árið 1965. í Norelgi er Volvo í þriðja sæti með 4,300 Amazon bifreiðir, skrásett ar á fyrstu níu mánuðum þessa árs, það er aukning úr 4,6% af skrásettum bifreiðum fyrir árið 1965 í 9,2% í ár. í Bandaríkjun- um hefur aukning á sölu Volvo bifreiða orðið um 40% frá árinu 1965. Á íslandi er st.öðug aukning á sölu á Volvo bifi'eiðum og skrá- settar Volvo bifreiðir hór nú munu vera um 1500 talsins, enda má segja að það sé sjaldgæft að sá sem einu sinni hefur keypt Volvo kaupi ekki Volvo aftur, enda margir Volvo eigendur í dag sem keyra nú á sinni þriðju, fjórðu ,eða fimmtu bifreið síðan árið 1955, en þá var allríflegur innflutningur til landsins. Wt! jjyv

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.