Alþýðublaðið - 12.11.1966, Page 9

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Page 9
SJONVARP FYRIR ALLA LANDSMENN Þegar ríkisstjórnin ákvað fyr- ir tveim árum að beita sér fyrir því, að komið yrði á fót íslenzku sjónvarpi, var sú ákvörðun byggð á því, að aðflutningsgjöld af innfluttum sjónvarpstækjum skyldu ganga til greiðslu á stofn- kostnaði sjónvarpsins, en tekjur af árlegum afnotagjöldum og auglýsingum skyldu standa und- ir kostnaði við rekstur. Ríkis- stjórnin fór því fram á það við Alþingi, að hún fengi heimild til þess að nota aðflutningsgjöld af innfluttum sjónvarpstækjum til greiðslu á stofnkostnaði íá- lenzks sjónvarps. Samþykkti Al- þingi þetta. Síðar samþykkti rík- isstjórnin að nota þessa heimild frá 1. júlí 1964. í framhaldi af þessu samþykkti ríkisstjórnin tillögur mínar um, hvernig fyrstu framkvæmdum skyldi hagað. Hef ég áður gert grein fyrir því hér á hinu háa Alþingi. Ákveðið var, að fyrstu framkvæmdir væru við það mið- aðar að reisa 500 watta sendistöð í Reykjavík. Síðan yrði næsta sporið að reisa 5.000 watta sendi- stöð á Skálafelli, en hún myndi ná um Suðurnes, mestallt Suður- landsundirlendið, Borgarfjörð og sunnanvert Snæfellsnes eða til um það bil 60% þjóðarinnar, auk þess sem hún næði til endurvarps stöðva, er síðar yrðu byggðar í Stykkishólmi, Húnaþingi, Skaga- firði, og Eyjafirði. Yrði það lát- ið fara eftir fjárhagsgetu sjón- varpsins sjálfs, hvenær Skála- fellsstöðin yrði byggð, og sömu- leiðis, hvenær byggðar væru endurvarpsstöðvar, er endurvörp- uðu sjónvarps^fninu um landið. Gylfi Þ, Gíslason. í skýrslu Sjónvarpsnefndarinnar svokölluðu, sem skilaði áliti i marz 1964, var gert ráð fyrir því, að höfuðstöðvar þess kerfis, sem dreifði sjónvarpsefninu um land- ið, yrðu á Skálafelli, í Stykkis- hólmi, á Vaðlaheiði, Fjarðarheiði og Hjörleifshöfða, og yrðu þær 5.000 wött að styrk. Gerði nefndin ráð fyrir því, að þær myndu kosta um 9 millj. hver eða 45 millj. kr. samtals. Auk þeirra yrðu síðan margar minni stöðvar, ýmist 500 wött, 100 wött e'ða örsmáar stöðv- ar 1—10 wött. Áætlaði nefndin, að heildarkostnaður dreifikerfisins um landið yrði 180 millj. kr. Þessar frumáætlanir Sjónvarps nefndarinnar hafa ekki enn verið endurskoðaðar. En með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fengizt hef ur og byggingu Reykjavíkurstöð varinnar má gera ráð fyrir því að endurskoðun þessara áætlana leiði til mjög verulegrar hækkunar. Hinn 1. október síðastliðinn var hreinn stofnkostnaður Reykjavík- urstöðvarjnnar orðin 38.4 millj. kr. Hin er ekki fullgerð enn. Er áætlað að hún geti orðið fullgerð um næstu áramót og muni þá kosta 57.4 millj kr. Þótt hún megi megi þá teljast fullgerð, verð- ur þó sjálfsagt einhver aukn ing nauðsynleg síðar meir. Hér er u.m að ræða beinan stofn kostnað, þ.e. kostnað við tæki og húsnæði. En áður en sjónvarpssend ingar gætu hafist, varð að sjálf sögðu að leggja í margs konar und irbúningskostnað, fyrst og fremst launagreiðslur, en auk þess efnis kostnað. Þegar tilraunasendingar sjónvarpsins hófust 30. september síðastliðinn, hafði slíkur undirbún ingskostnaður numið 9,9 milljón um króna. Ef allur reksturskostn aður ársins 1966 er talinn undir búningskostnaður nemur hann alls 21,7 millj. kr. Sé allur þessi und irbúningskostnaður talinn til stofn kostnaðar, verður stofnkostnaður Reykjavíkurstöðvarinnar ' 79,1 millj. kr. Hér er þess þó að geta, að ekki þarf að greiða allan þenn an stofnkostnað þegar í stað eða á þessu ári. Er um gjaldfrest að ræða í sambandi við húsakaup og tækjakaup. Það, sem greiða þarf £ stofnkostnað og undirbúnings- kostnað til ársloka þessa árs nem ur 70,2 millj. kr. Til 1. október síðastliðins námu tekjur af aðflutningsgjöldum vegna innfluttra sjónvarpstækja 57,5 millj. kr. Til ársloka eru þess ar tekjur áætlaðar 15,0 millj. kr. Framhald á bls. 10 í Islenzka sjónvarpið hefur hlotið góða döma, en reyn ist dýrara en ráð var fyrir gert. TILKYNNING Óskað er eftir tilboðum í svonefnd „eld- spýtnabréf“ til afgreiðslu á árinu 1967. Um gerð og magn eru veittar nánari upplýsing- ar í innkaupadeild vorri. Tilboð ásamt sýnishornum berist skrifstofu vorri í lokuðu umslagi eða pakka fyrir 31. des. 1966. Tilboð, er þegar hafa 'borizt óskast endurnýj- uð fyrir sama tíma. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Tilboðin verða opn- uð á skrifstofu vorri, fimmtudaginn 5. jan- úar 1967 kl. 10.30 f. h. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Ódýr reiðhjól Seljum næstu daga nokkur lítið gölluð drengja- og telpna reiðhjól (fyrir 7-11 ára). Reiðhjólaverzlunin Ö R N I N N Spítalastíg 8. / SMÍÐUM 2 glæsilegar 5-6 herbergja íbúðir á góðum stað í Garðahreppi til sölu. Seljast fokheldar ásamt bílskúrum. Fallegt útsýni. Upplýsingar í síma 51787, eftir kl. 7 á kvöldin. Námskeib í vinnurannsóknum fyrir trúnaðarmenn verkalýðs- og vinnuveit- enda í vinnurannsóknarmálum verður haldið í IMSÍ dagana 28. nóv. — 10. n. k. Þetta verða heilsdagsnámskeið, sem miðast við að gera þátttakendum kleift að skilja og meta vinnu- rannsóknagögn og gera samanburðarathug- anir. Umsóknarfrestur er til 21. nóv, nk. Umsóknáreyðublöð og nánari upplýsingar eru látnar í té í Iðnaðarmálastofnun ísland Skipholti 37 — Rvík — Símar 19833/34. Áskriftarsími er 14900 12. nóvember 1966'-- ALÞÝÐUBLAÐIÐ £

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.