Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 11
psRitstióri Örn Eidsson V-, á ' Él A- 31MS á t * *.* 'j' f >; ‘ ■ f Landsneind norrænu sundkeppninnar bakkar LANDSNEFND Norrænu Suncl keppninnar. þakkar alla þá sam- vinnu v yið stjórnir héraðssam- banda, ungmenn- og íþróttafélaga, sem á sl. sumri náðist um að fá sem flesta til þess að í'ðka sund og synda 200 metrana. Þá varðar þakklæti nefndarinn- ar eigi síður starfsfólk sund- staðanna, sem veitti framkvæmd keppninnar ómetanlega aðstoð. Starfsmönnum blaða og ríkisút varps vill nefndin einnig þakka mikilvægan stuðning. Öllum almenningi sem stuðl- Körfubolti annað kvöld aði að framgangi keppninnar og þeim sem voru þátttakendur, send um við kveðju okkar og fullvissu um að með stuðningi við keppn- ina og þátttöku, hefur sundmennt þjóðarinnar verið efld. HANDBOLTI UM HELGINA MEISTARAMÓT Reykjavíkur í handknattleik heldur áfram um helgina. X kvöld kl. 20,15 verður keppt í yngri flokkunum og 1. fl. karla, þá leika Þróttur og KR, Víkingur—Valur og Ármann og Frábærir leikmenn eru í Simmentbal EINS OG SKÝRT hefur verið frá leika KR og ítölsku Evrópu- meistararnir í körfuknattleik fyrri leik sinn i Evrópukeppninni í íþróttahöllinni í Laugardál 18. nóvember. KR hafa nú borizt upplýsingar um hið ítalska lið og fara þsi hér á eftir. ítalska liðið Simmenthal, Evrópumeistarar i körfu- knattleik 1966 No. 5. G. Jellini. 19 ára. Bak- vörður. Hefur 15 unglingalands- leiki að baki. Hæð: 188 em og þyngd 78 kg. No. 6. G. Vanello. 28 ára gam- all. Framherji. 192 cm. á hæð og 85 kg. Hefur 95 sinnum leikið með landsliði ítala. No. 7. G. Pieri. Fyrirliði Sim enthal á leikvelli. iBakvörður. 29 óra, 192 cm iá hæð og er 87 kg. Hefur 70 landsleiki að baki. No. 8. M. Masini. 22 ára gam- all. 2 metrar og 6cm á hæð og 102 kg. á þyngd. Hann leikui- miðherja og hefur 58 landsleiki að baki. No 9. Austin „Red” Robbins. Ársbing KKÍ ÁRSÞING Körfuknattleikssam- bands íslands fer fram laugarda inn 19. nóvember næstkomandi. Þingið hefst kl. 14 í Valsheiijv ilinu. Hann lék síðasta ár með Tenness ee-háskóla og var valinn í „All- star”-lið Tennesse.. Hann er 22 ára, 204 cm. á hæð og leikur miðherja. No 10. A. Riminucci. Aldursfor- seti liðsins, 31 árá. Hann leikur bakvörð. Hann er 186 cm á hæð og 76 kg. á þyngd. Hefur 60 landsleiki að baki. No. 11. L. Gnocchi. 24 ár gaam all. Framherji. Hæð: 185 cm og þyngd: 75 kg. Ilefur leikið 4 unglingalandsleiki. j7o. 11. L. Gnocchi. 24 ára gam- aldri. Miðherji. 2 metrar sléttir á hæð og er 83 kg. á þygnd. Hann hefur 15 unglingalandsleiki að baki, No 13. G. Ongaro. Framherji. 25 ára gamall. 193 cm. á hæð og 82 kg. Hann toefur 8 sinn- um leikið með landsliði ítala. No 14. M. Binda. Bakvörður. 185 cm. á hæð og 80 kg. Hann er 24 ára að aldri og hefur leik- ið 4 unglingalandsleiki. No 15. Steve Chubin. Banda- ríkjamaður. 22 ára gamall. Hæð 192 cm. og þyngd 88 kg. Hann leikur framherja. í Bandaríkjun- um lék hann m.a. með úrvalsliði Rhode Island-fylkis síðasta ár. Þjálfari liðsins er Agnelo Catt- aneo. Meðalhæð leikmann Simmenthal 'er 1 meter og 93 cm, og meðal- aldur er 24 ár. Til samanburðar má geta þess að meðalhæð KR-inga er rétt i rúmir 188 cm ,og’ ímcðalalduit 20,5 ár. Meistaramót Reykjavíkur í körfuknattleik heldur áfram ann- að kvöld og verður nú keppt í Laugardalshöllinni. Keppnin hefst kl. 8, en þá leika KR og KFR og síðan ÍR og ÍS. Á meistaramóti Reykjavíkur í fyrra sigraði KFR K Rog búast má við mjög skemmti legum leik í þetta sinn. Leikur ÍR og ÍS ætti einnig að geta orð ið jafn og spennandi. Fram. Síðastnefndi leikurinn ætti að geta orðið mjög skemmtileg- ur. Ársþing FRÍ Ársþing Frjálsíþróttasambands íslands fer fram um helgina í samkomuhúsi SÍS við Sölvhóls- götu og hefst kl. 4 í dag. t- BM—M———P—pi^M HAB - ÞRIR B'ILAR í BOÐI - HAB 12. nóvember 1966 --- ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.