Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 16
ORÐUR OG BJÖR Nú ætla þeir að fara að forugga í stórum stíl á Akureyri Og á sterkt öl að korrfa þaðan á mark- tað fyrir jól. Segja framleiðendur iað Akureyrarölið vei'ði ekki verra en beztu fegundir erlendar, -itil dæmis Carsberg Guldhals. AILt er nú þetta €°tt og blessað • mema að sá meinbugur er á að ruerkaðurinn er ekki hér á iandi aiema að litlu leyti, þaðer að tsegja til sendiráða og þeirra ís- ienzku aðila sem selja ölið utan R xndhelgi. Hins vegar kemur á innlendan rxarkað öl frá sömu verksmiðju, fcem ekkert er meira púður í en lí því svokallaði öli sem við höf- itm haft til þessa. Bót er þó í nnáli að þessi ölverksmiðja á Ak- vreyri mun framleiða margar og jgóðar tegundir af gosdrykkjum dg igetum við nú þambað brennivín- ið okkar í fjölbreyttari blöndu en til þessa. Þetta er hættuleg þró- «n í ófengismálum og ætti hátt- virt áfengisvarnanefnd Alþingis að athuga hvort ekki ætti að banna að blanda áfengi í Iiina eða þessa gosdrykki, eða helzt 'að lbanna alla blöndun brennivíns. Mundi það eftir þeirra kokka- bókum draga stórkostlega úr margþvældu áfengisböli, sem einná helzt virðist þjá bindindis- menn. En samhljóða álit þessara manna er að því sterkara láfengi | sem selt er því betra og með þess- j um hugsanagangi á að draga úr áfengisneyzlu. Það er eins með á-t fengismálin og margt annað, þeir sem minnzt hafa af því að segja hafa mest á því vitið. Frumvarp hefur komið fram á A'lþingi þess efnis að leggja nið- ur fálkaorðuna ög þar með hætta að krossa hreppstjóra og áhuga- menn um félagsmál. Þetta er eitt athyglisverðasta frumvarp sem upp hefur komið og leggur Bak- síðan til að framsögumanninum verði veittur stórriddarakrossinn fyrir tiltækið. Verður orðunefnd að hafa hraðann á, því svo illa gæti farið að frumvatrpið yrði samþykkt, þótt ekki séu miklar líkur til þess. Annars eru þessar orðuveitingar ósköp meinlausar enda taka þeir sem mæla gegn þeim ávallt fram að enginn taki svosum mark á þessu og þá ætti svosum ekki að skipta neinu máli hvort karlamir eni krossaðir eða ekki. En hafi einhver gaman af að fá þetta skraut og láta það dingla framan á sér á mannamót- um, er ekkert á móti að láta þetta lítilræði eftir öldruðu fólki sem vasazt hefur í túnasléttum og nefndastörfum fyrir (hreppinn sinn. Pétur Sigurðsson Pétur með sveinum sat í salnum inni, ei bundizt orða gat öllaus að sinni. Sárlega um bjórkrús bað. Bólginn af trega gekk út í greindum stað og grét beisklega. JL Vertu ekki svona reiður, góði. Mér fannst frammistaða hans mjög góð með tilliti til þess, að hann er ekki nema 3ja ára gamall. Sagt er, að þeir sem koma fram í sjónvarpi eigi það til að missa tennur og aðra líkamsprýði með sviplegum hætti, ef illa tekst til með stillingnna . . . Morgunblaðið. Ég sá auglýsingu í Vísi í gær, þar sem auglýst var land til leigu og þess getið, að tilvalið væri að nota það til þess að geyma verkfæri og vélar. — Það er von að svona sé auglýst. íslenzkir bændur hafa hingað til látið vélarnar sínar ryðga við túngarðinn . . . Þegar ég afliendi kallinum einkunnabókina mína næst, ætla ég að hafa yfir þennan formála: Minnztu þess, að ég er bara venjulegur sonur venju legra foreldra og þetta er bara venjuleg einkunnabók . . . Mér fannst það gott hjá lion- um dr. Matthíasi í sjónvarp- inu, þegar hann sagði að þess- ar kvikmyndastjörnur gætu ekki einu sinni liaIdið kall- marini í bólinu hjá sér — nema eitt ár í senn . . . /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.