Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.11.1966, Blaðsíða 10
SJófivarp Framhald af 10. síðu. til ráðstöfunar tek.jur af aðflutn ingsgjöldum a@ upphæð 72,5 millj. kr., en greiðslur vegna stofnkostn aðar og undirbúningskostnaðar nema hinsvegar 70,2 milljónum 'kr. þanniig að tekjurnar verða þá orðnar 2,3 milljónum kr. meiri en nemur öllum stofn- og undirbún ingskostnaði til áramóta. Auk þess má segja að ekki sé eðlilegt, að all ur rekstrarkostnaður sé talinn und irbúningskostnaður, eftir að sjón varpsáendingar eru hafnar, þótt að vísu sé um tilraunasendingar að ræða. Gera má ráð fyrir, að eitt hvert afnotagjald verði ákveðið fyr ir þann tíma sem sjónvarpið starf ar á þessu ári, ekki fullt afnota gjald, eins og það verður miðað við fulla starfrækslu sjónvarpsins, heldur að tiltölu við starfstíma þess. Gætu þá tekjurnar af þeim afnotagjöldum og greiðslurnar fyrir þær auglýsingar, sem birt- ar eru á árinu, bætzt við eða með öðrum orðum gengið til endur- greiðslu á þeim reksturskostnaði sem til féll, eftir að sjónvarps sendingar hófust og talinn var undirbúningskostnaður að framan. Á næsta ári eru tekjur af að- flutningsgjöldum áætlaðar 17.5 millj. kr., Auk þess verður vænt anlega einhver hiuti aðflutnings gjaldatekna á þessu ári til ráðstöf unar til þess að hefja byggingu dreifikerfisins um landið. Hefur þegar verið ákveðið að byggja stóra endurvarpsstöð í Vestmanna eyjum og endurvarpsstöðvar í Grindavík og Borgarriesi. Stöð sú sem komið var upp í Vestmanna eyjum í sumar, nær aðeins til kaup|taðarins sjálfs. Stöð sú, sem ákveðið er að koma upp í Vest mannaeyjum, mun hins vegar einn ig ná til mikils hluta Árnes- og Rangárvallasýslu, þ.e. þar sem fjöll ber ekki á milli. Talið er, að nýi Vestmannaeyjasendirinn muni ná til yfir 12.000 manns. Kostnaðar verð hans er áætlað 2,7 millj. kr. Stöðvarnar í Borgarnesi og Grinda vík eru taldar kosta 0,5 milljónir kr. hvor og ná til um það bil 2.000 manns. Heildarkostnaður þessara þriggja endurvarpsstöðva, sem þeg ar hefur verið tekin ákvörðun um er þannig 3,7 millj. kr. Augljóst er því, að hægt á að vera að hef ja byggingu Skáiafellsstöðvarinnar þegar á næsta ári. Endanlegar á ætlanir liggja ekki fyrir um, hvað hún myndi kosta ,en ekki mvndi það verða minna en 12 milljónir kr. Þessi stöð yrði hornsteinn dreif ingarkerfisins, en þaðan yrði varp að til annarra endurvarpsstöðva. Auk þess mun hún bæta móttöku skilyrði á þeim svæðiun, er þeg ar hafa sjónvarp, og ná til ýmissa svæða í Borgarfirði og á Suður- landi, sem Ro.vkjavíkurstöðin og stöðvarnar þrjár, sem ég nefndi áðan, ná ekki til . Bygging Skálfellsstöðvarinnar er forsenda þess að unnt sé að reisa endurvarpsstöð á Vaðlaheiði. En Vaðlaheiðarstöðin mundi ná til allr ar byggðar í Eyjafirði, en ekki til Siglufjarðar, eða til um það bil 14.000 manns. Fyrir Sigluf jörð yrði hins vegar að reisa litla endur varpsstöð. Auk þess mundi stöðin á Vaðlaheiði ná til endurvarps- stöðva í Þingeyjarsýslu og á Aust urlandi, á Fjarðanhejði. Stofnkostn ,aður Vaðlaheiðarstöðvarinnar yrði jhinn sami og Skálafellsstöðvar- innar, eða ekki minni en 12 millj. kr. Hins vegar er þess að geta að bygging bæði Skálafellsstöðvarinn ar og Vaðlaheiðarstöðvarinnar mundi fjölga sjónvarpsnotendum mjög verulega. Ef gert er ráð fyr ir því, að í kjölfar Skálafellsstöðv arinnar kæmi kaup á 500 nýjum sjónvarpstækjum og í kjölfar Vaðlaheiðarstöðvarinnar á 1000 nýjum tækjum, yrðu aðflutnings gjaidatekjur af þeirri viðbót tækja sem beinlínis sigldi í kjölfar þess ara tveggja endurvarpsstöðva um 11 milljónir kr. eða upp undir helm ingur stofnkostnaðar þeirra. Virðist því svo, að aðflutningsgjaldatekj urnar 1967 af þeirri aukningu, sem gert er ráð fyrir, að verðí á inn flutningi tækja til Suðvesturlands ins ,að frádregnum kostnaði við stöðvarnar í Vestmannaeyjum. Grindavík, og Borgarnesi og við bótartekjurnar vegna nýrra sjón varpstækja á Vesturlandi og Norð urlandi, nægi til þess að greiða allan stofnkostnað stöðvanna á Skálafelli og Vaðlaheiði. En þegar búið væri að byggja þessar sex stöðvar, sem ég hef nefnt hefði þorri landsbúa á Suðurlandj. Vest- urlandi og Norðurlandi fengið þjón ustu íslenzka sjónvarpsins. Auðvitað hljóta allar áætlanir um stofnkostnað mannvirkja, sem ekki hefur þegar fengizt reynsia um byggingu á, að vera mikilli ó- vissu undirorpnar. Sömuleiðis hljóta áætlanir um innflutning sjónvarpstækja í framtíðinni að vera óvissu háðar. Á grundvelli þess, sem ég hef mí skýrt frá, mun þó mega fullyrða ,að, þegar á næsta ári muni sjónvarpið ekki aðeins ná til Reykjavíkur og Suð urnesja, heldur til meginhluta Suð urlandsundirlendisins. Ég tel rétt, að það verði athugað mjög gaum gæfilega nú alveg á næstunni, hvort sú lausn, sem fyrirhuguð hefur verið varðandi flutning sjón varpsefnis frá Skálafelli til Norð urlands, sé trygg frá tækni- sjónarmiði og hver verða muni stofnkostnaður Skálafellsstöðvar- innar og Vaðlaheiðarstöðvarinnar og tel, að hægt verði mjög fljót lega að taka ákvörðun um bygg ingu þeirra beggja. Það hlýtur að taka nokkum tíma að fá afgreidd til þeirra lækj og koma þeim upp. En mér sýnist flest benda til þess að f járskortur þurfi ekki að standa í vegi fyrir byggingu þeirra, nema þá að stofnkostnaður reynist miklu meiri en nú er gert ráð fyrir eða innflutnjngur sjónvarpstækja reyn ist framvegis mun minni en hann hefur verið. Ég gat þess áðan, að í upphafi hafi sá grundvöllur verið lag'ður að fjármálum sjónvarpsins, að að flutningsgjöld skyldu standa undir stofnkostnaði. en afnotagjöld og auglýsingatekjur undir rekstrar- kostnaði. Þegar búið verður að greiða stofnkostnað aðalsjónvarps stöðvarinnar, Reykjavíkurstöðvar innar, og þeirra smástöðva, sem tryggja meginþorra manna á Suð urlandsundjrlendinu sjónvarpsaf- not, en það verður þegar á næsta ári, tel ég koma til greina að end urskoða þessa stefnu. Ég tel eftir sem áður sjálfsagt, að allar tekj ur af aðflutningsgjöldum renni til byggingar dreifikerfisins um landið. En þar eð sjónvarpsnotend um fjölgar auðvitað við aukningu dreifikerfisins, tel ég, að til athug unar komi að hinar nýju afnota 12. nóvember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ gjaldatekjur, sem slgla í kjölfar stækkunar dreifikerfisins, gangi að öllu eða einhverju leyti til þess að greiða stofnkostnað dreifikerf isins. Grundvallarhugsunin gæti þá verið sú, að afnotagjaldið af tækjum á Suðvesturlandi og' auglýs ingatekjur stæðu fyrst um sinn undir rekstrarkostnaðinum. Ef ekki væri hægt að koma sjónvarpinu víðar, yrðu tekjurnar hvort eð er ekki meiri. Aðfiutningsgjaldatekj urnar og tekjur af afnotagjöldum utan Suðvesturlands að öllu eða einhverju leyti gengju þá til þess að standa undir stofnkostnaði dreifikerfisins. Ef veruleg hækk un yrði á rekstrarkostnaðinum, gæti auðvitað farið svo, að þörf yrði á hinum nýju afnotagjalds- tekjum til þess að mæta þeim kostn aði. Úm þetta allt saman er erfitt að segja nema að fenginni reynslu En mér hefur samt þótt rétt að nefna þessa hugmynd, þar eð grund vallarregla sú, sem ákveðin var í upphafi , er að sjálfsögðu ekki ó- umbreytanleg. Megintilganginum með henni er þegar náð eða verð ur náð um næstu áramót. Aðal sjónvarpsstöðin verður þá komin upp og greiðsla stofnkostnaðar hennar og undirbúningskostnaðar tryggð með tekjum af innfluttum sjónvarpstækjum. Jafnframt virð ist mér allt benda til þess, að þess verði ekki nema stutt að bíða, að meginhluti landsmanna á Vest urlandi og Norðurlandi geti not ið sjónvarps. Þess verður lengra að bíða, að það nái til Austurlands og Vestfjarða. En stefnan í þess um málum hlýtur hins vegar að vera sú, að allir landsmenn geti sem fyrst notjð þjónustu íslenzks sjónvarps. ísfirðingar Munið bazar kvenfélags Alþýðuflokksins í Al- þýðuhúsinu, niðri, sunnudaginn 13. nóvember kl. 4. NEFNDIN. Vélsetjari óskast ALÞYÐUBLAÐIÐ Sími 14905. Lækningastofa mín er flutt í Domus-Medica, Egilsgötu 3. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka mánudaga og fimmtudaga kl. 2-5 í síma 12810. Jón Þorsteinsson. Þökkum innilega auðsýnda samúS við andlát og jarðar- för Lúffvíks Jónssonar, Hverfisgöíu 90. Systkini og affrir aðstandendur. Bílar til sölu og leigu BlLAKAUP Bílar við allra hæfi. Kjör viff allra hæfi. Opiff til kl. 9 á hverju kvöldl. BÍLAKAUP Skúlagötu öö viff Rauffará Sími 15812. hiiasala SSSSSBEBasa Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. 4 Daggjald kr. jk^"' 300.00. Kr. 2,50 á ekinn km. RAUDARÁRSTI6 31 • SlMI 22022 Bílasala Matthíasar Vlikiff úrval af öllum tegund- ím og árgerffum blfreiffa. Binnig tökum við eldri ár- ?erffir upp í nýjar. Örugg og góff þjónusta. Bílasala Matthíasar Höfffatúni 3. •iími 24540 o* 24541. Bilaleigan VAKUR Sundlaugarveg 12. Siml 35135. Daggjald: kr. 300.00. 3,00 kr. á ekjnn km. iSenzin innifalið. Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. BES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.