Alþýðublaðið - 16.11.1966, Side 7

Alþýðublaðið - 16.11.1966, Side 7
mm n og það sem eftir stendur Úlfar Þcrmóð’sson: SÓDÓMA— GÓMORRA Lygasaga með tilbrigðum Helga fell, Reykjavík 1966. 163 bls. Rébt ein ,,Reykjavíkursaga“. Söguhetjan nefnist Sigmar og fæst að nafninu til við guðfræði- nám; af því segir fátt annað, en þeim mun meir í upphafi bókar af kvennamálum. Einlhverjum þótti víst kvennafar með ólíkind- um í ,,ádeilusögum“ fyrra árs, en það er mála sannast að þeir Logi Morgunblaðsmaður o.g Murt- ur Hríseyingaskáld blikna báðir og blána i samanburði við Sig- mar guðfræðing í ár: hann hefur í upphafi sögu sinnar sofið hjá 47 stúlkum, þar af II breinum meyjum. Hefur hann sett sér það takmark í lífinu að koma þessari tölu upp í 50 og nuddar nokkuð í áttina áður en saga hans er úti. Beinist þó áhugi hans að ýmsum fleiri efnum meðan á frásögunni stendur. En Sigrnar stundar ekkj iðju sína með glöðu geði. Fjarri því: ,,Hann fylltist viðbjóði á sjálfum sér, ógleðitilfinning greip um sig, djúp fyrjrlitning steig úr iðrum vitundarlnnar; fyrirlitning á öllu hans lífi . . Það lá ekkert á bak við þetta; það skildi aldrei neitt eftir. Fullkomnunin lá ekki í yfirferðinni heldur því sem eftjr stóð. Og hvað 'rar nú eftir? Ekk- ert. Ekkert nema viðbjóðurinn á honum sjálfum.“ Sigmar þráir nýtt og betra iíf; hann er sí og æ að leita að hreinni ást. „Hann varð að komast út. Út, í burtu frá ó- sómanum. Út, frá úrkynjuðum heimi. Út, á vit einhvers betra. Út!“ Og ástina sína finnur hann þegar hann hittir Védísi: „Þetta var hún. Þetta gat engin önnur verið. Konuefnið - hans. Konan sem hann mundi eignast. Loksins, loksins. Nú gat hann hætt hinni löngu leit. Þarna var hún Hún var fundin. Há, grönn — með sítt, jarpt hár, oig stór dimmbrún augu. Hún var yndisleg". Ástir takast með þeim Védísi og Sig- mar tekur að þokast upp á leið, í átt til hins betra lífs; hann fyllist nú pólitískum móði og kveður brátt mikið að honum; ' virðast áður en lýkur allar likur á því að honum takist að sætta og sameina sundurleit og stríð- andi öfl svokallaðrar vinstrihreyf ingar á íslandi. Hann les að dæmi fyrri manna svarta messu yfir þjóðskipulaginu á íslandi og ikann ráð við hverjum vanda: „Þá er í raun og veru ekki eftir nema ein leið fær. Algjör þjóðnýting og kommúnískt þjóðskipulag. . . 1 slíku þjóðfélaigi þekkist ekki lygi skattsvikarans, fláræði at- vinnurekandans, eigingirni auð- mannsins, tvískinnungur kirkjunn ar, sýndarmennska loddarans, auragræðgj kaupmannsins, nirfils háttur smáborgarans, meðal mennska skólamannsins, óheilindi dómsvaldsins. Slíkt þjóðfélag Ulfar Þormóðsson. mundi byggja á þeim grunni kær- tveggja andstæðra afla, efnis- hyggjimnar og andans. Og aftur og aftur skal hver sál fæðast, aft- ur og aftur endurborin unz and- inn fær sigrað efnið, og þá fyrst fær sálin að hjóta andlegrar full- komnunar og unaðar sigurvegar- ans“. En þegar hér er komið á fram- farabraut: nni bregzt Védís hon- um; hún reynist hafa haft hann að leiksoppi alla tíð: „í uppliafi okkar kynna setti ég mér það mark að sigra þig og fá þig til að elska mig, gera þiig háðan mér. Eftir að þú baðst mín vissi ég að sigurinn var minn. Og þar með var því lokið og tími til kominn að byrja á nýju verkefni; ég tel ekki ástæðu til að fylgja sigrin- um frekar eftir“. Þar með er all- ur botn úr Sigmari; við tekur svartasta örvænting, hroðalegt jveðurfar, niðdimm nótt: „Dauð- inn er drcAinn uæturinnar". Og I lýkur þar að segja frá Sigmari guðfræðimg. Slæmur er Sigmar á kvennafar leika sem fram kemur með hvarfi inu; sýnu lakari eftir að hann eignarréttarins. Slíkt þjóðfélag leiðist út í pólitíkina; verstur þó yrði griðastaður og gróðrarstía ó- hefts anda og 'lyftistöng hinum einu sönnu verðmætum mannlegs lífs: þroska og sigri andans. Því lífið er ekkert annað en barátta þegar hana yrkir: Ó drottinn, hví hrellir þú sál mína svo, Framhald á bls. 10. Rætt við mm Hverniig stendur á því, spyrja menn, að margir fá áhuga fyrir trú, guðrækni og bænrækni, ef þeir veikjast, en þegar þeim er batnað, er eins og trúartilfinning in rjúki út í veður og vind. Er þetta eðlilegt? Og ef svo er, eig um við þá að líta á það sem sönn un þess, að kristindómurinn sé aðeins til handa þeim veiku og vanmáttugu, en heilbrigðir og hraustir menn þurfi engrar trú ar við? Svarið virðist við fyrstu sýn vera mjög einfalt. Settu þig í spor Umbo5smenn HAB utan Reykjavikur Akranes: Helgi Daníelsson, Brekkubraut 7. Akureyri: Stefán Snæbjörnsson, Stórholti 6. Bolungavík: Ósk Guðmundsdóttir. Borgarnes: Grétar Ingimundarson. Dalvílc: Jóhann G. Sigurðsson. Egilsstaðir: Gunnar Egilsson. Eskifjörður: Bragi Haraldsson. Eyrarbakki: Vigfús Jónsson, oddviti. Flateyri: Emil Hjartarson. Garður Gerðahrepp: Guðlaugur Tómasson. Grindavík: Svavar Árnason. Hafnarfjörður: Ingvar Viktorsson. c. o. Brunabótafél. ísl. Hellissandur: Ingi Einarsson. Hnífsdalur: Jens Hjörleifsson. Hofsós: Þorsteinn Hjálmarsson. Húsavík: Gunnar P. Jóhannesson, Skólagerði 10. Hveragerði: Ragnar Guðjónsson, Breiðmörk 19. ísafjörður: Bókaverzl. Jónasar Tómassonar. Keflavík: Hannes Einarsson, Miðtúni 5. Kópavogur: Hörður Ingólfsson, Auðbrekku 25. Neskaupsstaður: Sigurjón Kristjánsson, Þórhólsgötu 3. Ytri-Njarðvík: Helgi Sigvaldsson, Ilólagötu 27. Ólafsfjörður: Sigurður Ringsted. Ólafsvík: Ottó Árnason. Patreksfjörður: Ágúst H. Pétursson. Raufarhöfn: Guðni Árnason. Revðarfjörður: Guðlaugur Sigfússon, Brú. Sandgerði: Kristinn Lárusson, Suðurgötu 30. Sauðárkrókur: Brandur Frímannsson. Hólav. 17. Selfoss: Jóhann Alfreðsson. Austurveg 55. Siglufjörður: Jóhann Möller, Laugaveg 25. Stykkishólmur: Ásgeir Ágústsson. Súgandafjörður: Eyjólfur Bjarnason. Vestmannaeýjar: Hjörleifur Ilallgríms. co. Verzl. Bláfell, Faxastíg 35. Þingeyri: Steinþór Benjamínsson. Þórshöfn: Jón Árnason. Önundarfjörður: Sr. Lárus Þ. Guðmundsson. manns, sem „tekinn er úr um- Xerð”, kipþt út úr athafnalífinu og dvelur um skeið á sjúkrahúsi. Lífsafstaðan er orðin allt önnur. Umhugsunarefnin, sem daglega kalla að á skrifstofunni, bújörð inni, skólanum, eldhúsinu eða bátnum, verða annað hvort að bíða eða aðrir taka þau að sér. Hugðarefni hins venjulega borg ara eru pólitík, skemmtanir, stéttabarátta, kjaramál, ferðalög, íþróttir o.s. frv. á sjúkrahúsinu er það allt annað, sem kallar að. Þar er að vísu stór hópur fólks, sem er önnum kafinn við sjúk- linginn, og baráttan, sem háð er við sjúkdóminn, er stríð um heilsu og heilsuleysi, líf og dauða. Vúndamál lífsins eru liér miklu djúptækari en mað- urinn á að venjast í venjulegu lífsstarfi. Spurningar trúarbragð anna taka að leita á. Er ég til- búinn að fara héðan? Hvernig hefir mér tekizt að tefla mjtt- æfitafl? Hverju er lokið og hverju er ólokið? Hvers vegna er ég allt í einu „tekinn úr um- ferð“ einmitt núna? Er þetta allt saman tilviljun? Hefir líf mitt haft tilgang? Og hvaða öfl ráða eða hafa ráðið lífi mínu? Éig sjálfur? Hagkerfi þjóðfélags ins? Örlögin? Guð? Og hvert stefnir nú? Batnar mér aftur? Á ég fyrir höndum langa og erf- iða þolraim? Er dauðinn á næstu grösum? Hvað er þá dauðinn? Er nokkuð hinummegin?, Hvern- ig fer um þá, sem ég skil eftir? Hverjum get ég falið til um- sjár þá, sem mér hefir verið trúað fyrir? Hverju eða hverj- um er að treysta? í einu orði sagt: Spurningar þær, sem knýja á hug veiks manns, eru þær hinar sömu, sem trúarbrögðin hafa verið að fást við á öllum öldum? Áhuginn á trúnni staf- ar með öðrum orðum af þvi, að veikindin knýja mann til að hugsa um annað en hin svo- nefndu dægurmál. En - það kemur einnig fleira til greina. í gamla daga lifði fólkið í tengslum við náttúr- una, árstíðir, dægraskipti, veð urfar. Mannlífið var háð lögmálum viðtækari 'tilveru. Sjálft atvinnu lífið, vinnan og lífsbaráttan, krafðist einmitt sömu spurning anna um tilveruna, tilgang, stefnu, öryggi o@ annað því um líku sem sjúkravistin hefur í för með sér nú á dögum. Hætt ir lieilbrigðs fólks í dag beina hugum ákaflega oft burt frá þessum vandamálum. Menn byrja ekki daginn með því að setja sig í bænarsamband við höfund til verunnar, heldur með því að æða til starfa sinna og hamast við hin og þessi störf, sem að kalla frá degi til dags. Á sjúkra húsinu fá menn kyrrð og næði sem annirnar hafa ekki leyft. Þess vegna iðka margir daglega bænagjörð í veikindum, þá að þeir annars hafi það ekki fyrir venju. Hugurinn sveigist inn á við, og til samfélags við guð hið' innra með sjálfum sér. Þannig eru ýmsar ástæður til þess, að veikt fólk verður trú- ræknara, - en með því er ekki sagt, að heilbrigt fólk hafi ekki þörf fyrir trú og trúarlíf. Stund um eiga veikindin öðrum þræði rót sína að rekja til þess, að heil brigt fólk hefir vanrækt þennan þátt úr sínu eigin eðli. Sá, sem borinn er uppi af trú sinni, þegar hann er heilbrigður, verður að öðru jöfnu hæfari til að taka áföllum, ef yeikindi ber að hönd um. Heilbriigðir menn ættu að muna það, að það eru ekki pen- ingar, pólitísk stjórnvöld né skemmtanir, sem fela í sér hin dýpstu og hinztu rök mannlegs eðlis. En stundum er eins og veikindi þurfi til að kenna mönnum það, sem þeir ættu að vita lieilbrigðir. Jakob Jónsson, 16. nóvember 1966 - AIÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.