Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 3
Reykjavík, — Eg'.
Önnur umræða um f járlaga!
frumvarpið fer fram á morgun
föstudag á fundi sameinaðs þings
sem hefst klukkan tvö eftir há-
degi. Mun þá Jón Árnason for-
maður nefndarinnar hafa fram-
Hryöjuverk
og mistök
í Vietnam
rædd á
morgun
sögu fyrir áliti meirihlutans, en
eins og undar.farin ár er nefndin
þríklofin, og mynda Framsóknar-
menn og kommúnistar þar tvo
minnihluta.
Breytingartillögur og nefndará-
lit meiri og minnihluta voru lögð
fram í dag, en meirihlutinn legg
ur meðal annars til að áætlun um
tekju og eignaskatt verði hækkuð
um 7 milljónir króna, í 603 millj
ónir. Áætlun um aukatekiur rík
issjóðs verði lækkuð úr 65 millj-
ónum í 60 milljónir, áættun um
söluskattstekjur verði hækkuð um
47,5 milljónir og um tekiur af
gjöldum bifreiða og bifhjóla verði
ætluð hækkun um 4,5 milljónir.
Framhald á 15. síðu.
l oiocii isiands, herra Ásgeir Ásgeirsson, Páll Ásgeir Tryggvason, deildarstjóri og Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra virð'a fyrir sér gjafabréfið. (Mynd: Bjarnl.)
SAIGON, 30. nóv. (NTB-Reuter)
— Báðir stríðsaðilar í Vietnam
lialda áfram að baka óbreyttum
borgurum í Suður-Vietnam þján-
ingar, samkvæmt heimildum í
Saigon.
Undanfarna átta daga hafa átta
óbreyttir borgarar beðið bana og
16 særzt vegna pyntinga Vietcong
manna og mistaka Bandaríkja-
manna.
Þrír borgarar biðu bana og 14
særðust í dag þegar bandarískt
stórskotalið gerði árás á vinveitt
þorp í misgripum. Fjórir óbreyttir
borgarar, þar af tvær konur, fund
ust látnir og tveir særðir í fanga
búðum Vietcong, en Vietcong-
menn höfðu tekið nokkra gísla af
lífi áður en búðirnar fundust.
30. september sl. tilkynnti
bandaríska landvarnaráðuneytið
að 166 óbrfeyttir borgarar íliefðu
beðið bana síðan 1. júlí í 11 á-
rásum, sem Bandaríkjamenn
toefðu gert í misgripum.
Handritastofnunin fær
eina milljón króna
FYRIR fjórtán árum fór fram
fjársöfnun til byggingar liúss yfir
hin fornu handrit, sem þjóðin von
aðist til að kæmu lieim áður en
langt um liði. Ilafði Stúdentafé-
lag Reykjavíkur forgöngu um söfn
unina en flest félagasamtök í
landinu lögðu söfnuninni lið og
áttu fulltrúa í landsnefnd fjár-
söfnunarinnar.
í gær afhenti formaður iands-
nefndarinnar, Páll Ásgeir Tryggva
son. Gylfa Þ. Gíslasyni, mennta-
málaráðherra, söfnunarféð sem
nemur 1. milljón króna. Afhend
ingin fór fram við hátíðlega at-
höfn í Ráðherrabústaðnum For-
seti íslands herra Ásgeir Ásgeirs
son var viðstaddur. Einnig voru
viðstaddir fulltrúar frá þeim fé-
lagasamtökum sem þátt tóku í
söfnuninni.
Gylfi Þ. Gíslason þakkaði gjöf-
ina og sagði hann að svo hefði
um samizt að fé þetta verði ekki
notað til beinna byggingafram-
kvæmda, heldur verði því varið
til skreytinga á væntanlegu húsi
Ríkisstyrkur til stjórn-
málaflokka i Bandaríkjunum
BANDARÍKIN hafa nú bætzt
í hóp þeirra ríkja, sem veita
opinbera aðstoð til starfsemi
stjórnmálaflokka. Þegar John
son forseti staðfesti lög um
þetta efni, sagði hann ,að til
gangur þeirra værj að draga
úr þeim hættulegu og óeðlilegu
áhrifum, sem peningamenn hafi
á stjórnmál með því að gefa
ríkulega í kosningasjóði.
Bandarísku lögin ,sem kennd
eru við Russell Long öldungar
deildarþingmann ,eru á þá lund
að setja skuli á skattaframtöl
spurningu þess efnis, hvort við
komandi skattgreiðandi sam-
þykki að 1 dollar af sköttum
hans renni til styrktar aðalflokk
um landsins í forsetakosning
um. Þessu fé er síðan skípt milli
flokkanna eftir atkvæðamagni
þeirra í næstu kosningum á und
an. Aðrir flokkar en Demókrat
ar og Repúblikanar koma vart
til greina því þeir þurfa að fá
minnst 5 milljónir atkvæ'ða til
að fó styrk. en það er talið mjög
ólíklegt um minni flokkana í
Bandaríkjunum.
Talið er líklegt, að hvor
hinna stóru flokka geti gert sér
vonir um 30 milljónir dollara
fyrir næstu forsetakosningar,
sem verða 1968. Síðustu kosning
ar munu hafa kostað Johnson
forseta og keppinaut hans Gold
water, um 40 milljónir dollara
hvorn. Þegar aðrar kosningar
sem fram fóru um leið og for
setakjör 1964, eru taldar me'ð er
heildarkostnaður talinn hafa
numið 200 milljónum dollara.
Hugmyndin um ríkisstyrk til
stjórnmálaflokka er meira en
hálfrar aldar gömul í Bandaríkj
unum. Theodore Roosevelt for
seti lagði liana fyrst fram 1907
en hann kvaðst eiga erfitt með
að skilja muninn á stórframlagi
í kosningasjóð og hreinum mút
um. Ekki er talið ólíklegt, að
þetta kerfi muni nú þróast og
vaxa í Bandaríkjunum eftir það <*
hefur verið lögfest . ^
Handritastofnunarinnar, og verða
íslenzkir listamenn ráðnir til
þeirra staría. Geta má þess að
Guðmundur frá Miðdal, mynd-
höggvari gaf á sínum tíma mynd-
ina ,,Sögumanninn“ til landssöfn-
unarinnar, og er hún nú í vörzlu
ríkisins.
Formaður landssöfnunarnefndar
Páll Ásgeir Tryggvason, hélt eft
irfarandi ræðu er hann afhenti
gjafabréfið:
,,í ræðum um handritamálið
heyrðist því stundum fleygt að
íslendingar hefðu hvorki öruggt
húsnæði né aðrar aðstæður til
geymslu eða vísindastarfa í sam-
bandi við hin íslenzku handrit.
Á útmánuðum 1952 gerðist sá
atburður, að íslendingur sem
ekki hafði látið nafns síns getið,
sendi þjóðminjaverði 100 krónur
með þeim ummælum að sú fjár-
Afgreiðslutími
íiðd fyrir jól
Stjórn Kaupmannasamtaka ís-
lands hefur ákveðið í samráði við
hin einstöku aðildarfélög og aðra
aðila, að verzlanir skuli vera opn-
ar 1 desembermánuði eins og ver-
ið hefur þ.e. lau'gardaginn 3. des.
til kl. 16.00, laugardaginn 10. des.
til kl. 18.00, laugardaginn 17. des.
til kl. 23.00 og á Þorláksmessu,
föstudaginn 23. des. til kl. 24.00.
Undanþegnar þessari ákvörðun
eru þó matvöru- og' kjötverzlanir
í Reykjavík, Kópavo^i, Hafnar-
firði, Suðurnesjum og Akranesi,
en þær loka kl. 12.00 á hádegi alla
fyrrtalda daga, en hafa opið á Þor-
láksmessu föstudaginn 23. des. til
kl. 21.00.
hæð væri framlag sitt til hand-
ritasafnsbyggingar. Síðan gerðist
ekkert í málinu og enginn, hvorki
kunnur maður né ókunnur, sendi
Árnasafni gjöf, Þö er Ijóst að
Árnasafn á íslandi verður jafnan
minnisvarði hins ókunna íslend-
ings, — íslendings þáttur hins
sögufróða, — minnismerkið um
hina ónafngreinduhöfunda ís-
lenzkra snilldarverka.
Nokkru eftir sumarmál sama ár
hélt Stúdentafélag Reykjavíkur
kvöldvöku í ríkisútvarpinti þar
sem félagið hvatti alla þjójlina
til þess að leggja þessu máli lið.
Það væri hinn almenni og >ein-
dregni þjóðarvilji, sem öllu, öðru
framar ætti að sanna heiminum
hinn siðferðislega rétt okkaif til
hinna fornu og einstæðu menning
arverðmæta. Þess vegna varðaði
það miklu, að þjóðin öll vottaði
hug sinn til þessa máls með því
að hver og einn legði fram ^inn
skerf.
Framhald á 15. síðtl.
BAZAR:
I Kvenfélag Alþýðuflokksins í
; Reykjavík heldur bazar sunnu-
; daginn 4. desember í Iðnó uppi
I Húsið opnað kl. 14,30. Kvenfé
; lagið heitir á allar félagskonur
■ og aðra velunnara félagsins að
I styðja þessa nauðsynlegu f jár
■
; öflun. Munum sé skilað til ftaz
■ arnefndar í síðasta lagi í Iðnó
fyrir hádegi á sunnudag. Baz
: arnefndin.
1. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3