Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 16
ALDREI þessu vant er enn þá
snjór, þótt liðnir séu tveir dagar
síðan hann féll úr loftinu. Það
er flest breytingum undirorpið á
þessum allra nýjustu tímum. en
það hlýtur óneitanlega að teljast
til tíðinda, ef veður helzt eitt-
hvað að ráði á íslandi, að minnsta
kosti sunnanlands. Einn ágætur
leiðsögumaður erlendra ferða-
manna (hvort hann er útskrifað-
ur af námskeiði hjá Feraðskrif-
stofu ríkisins eða hinum ferða-
skrifstofunum vitum við ekki, en
okkur er ljóst, að það skiptir auð
vitað meginmáli) sagðist hafa að
íenginni reynslu búið sér til fyr
'rtaks teoríu í sambandi við veðr-
:.ð hér á landi.
— Ef útlendingarnir kvarta yf
ir veðrinu, sagði hann, þá segi
-ég þeim bara að biða og vera
þolinmóðir. Það hljóti að koma
gott veður einhvern tíma meðan
þeir dveljist hérlendis.
Og leiðsögumaðurinn kvaðst
sjaldan verða ósannindamaður
vegna þessara ummæla sinna.
Veðrabrigðin séu svo skjót hér á
landi, að á einni viku geti ferða
maður séð flest afbrigði íslenzkr
ar veðráttu.
Veðrið og jólasnjórinn, sem við
ræddum um í gær, gerir það að
verkum, að maður getur ekki
hugsað um annað en jólin bessa
dagana. Það er líka búið að setja
upp myndarlegt jólatré á Austur
völl og maður kemst í hundrað
prósent jólaskap, þegar maður sér
það og heyrir að auki marra í
snjó undir fótunum.
Þessir dagar eru sannkallaður
biðtími. Mánaðarfólkið bíður eftir
WWMWWWMWMWiMMIMMMWWMMMMMMWMmMltWMM
Birgir Finnsson
Birgir fór suður til ísrael
og ísrael vitni ber hann:
að Gyðingum honum geðjaðist vel.
En guðhræddur maður er hann.
Vestra snemma hann trúna tók
og trautt mun hann henni glata,
rýnir hann gjarnan í guðsorðabók
gamalla demókrata.
B
mánaðarmótunum og laununum
sínum og veit um leið, að kaupið
muni endast skemur í þetta sinn
en áður. Og veltir um leið vöng-
um yfir því, hvar helzt skuii bera
niður í von um lán til þess að
fínansera blessuð jólin Og kaup
mennirnir bíða í ofvæni eftir að
jólahátíðin hefjist. Þeir ganga um
gólf í búðum sínum, nugga sam
an höndunum og þykir jólasalan
heldur en betur láta bíða eftir
sér. Öðru hverju skýtur ógn-
þrunginn draugur upp kollinum í
liugskoti þeirra: — Skyldi nú sal-
an bregðast í ár?
En ótti þeirra er ástæðulaus.
Það verður meira keypt í ár en
nokkru sinni fyrr — og almenn
ingur verður blankari um ára-
mótin en hann hefur nokkurn
tíma áður verið ....
— Þarna var það aftur. Heyrð
ir þá ástrgaulið í broddgeltin
um?
Eins og þið sjálfsagt vitið, var
frændi ykkar mjög gamansam-
ur rnaður
Og mitt í vetrinum og snjón-
um er hlýja, því að það eru
börn að Ieika sér á gangstétt-
inni....
Mbl.
Velmegunin eykst stöðugt. Ég
er viss um að það líðnr eklti
á löngu þar til hver f jölskylda
á íslandi skuldar tvær íbúöix*
og tvo bíla.
Ég sagði kallinum um daginn
að ég ætlaði að verða blaða-
maður, því að það væri alltaf
svo mikill hasar hjá þeim. KaU
inn sagðist ekki hafa trú á
að ég yrði nokkurn tíma blaöa
maður. Hins vegar taldi hann
líklegt að ég yrði blaða-
MATUR.......
Ef svo fer sem horfir, þá verð
ur þessi ekki langt að bíða,
að helmingi fleiri kvenrithöfi
undar verði til í landinu en
karlrithöfundur. Guði sé lof.
Karlrithöfundarnir eru hvcrt
sem eru svo klúrir og leiöin-
íegir....