Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 8
32L. [.tsiíg AlþýðEiflokksins bendír á, að gildi meneitunar eg verkkunnáttu verður æ míikiivægara í nútíma þjéSlfélagi Framfar> og kjarabæfur byggjasf í sivaxairadi iftæll á nýrri tækni en húngrundvallast á hinn feóginn annars vegar á aukmn vásindaþekkingu en hins vegar á bæftri verkkunnáftu. Af þessum sök um verður þýðing góðs skólakerfis og hvers konar menningarstarfs æ mikilvægari. Endurskoðun skólakerfisins Þingið telur nauðsynlegt að auka enn opinberan stuðning við lista- menn, svo sem rithöfunda, myndlistarmenn og tónlistarmenn, ekki fyrst og fremst með beinum fjárframlögum, heldur með því að fá þeim verkefni, sem greitt sé fyrir af opinberu fé. Þingið fagnar því, að fyrir ötula forgöngu núverandi menntamála- ráðherra hefur margt unnizt á og mörg mikilvæg skref verið stigin um uppbyggingu skólakerfisins og ýmsar af samþykktum fyrri þinga Alþýðuflokksins þar með komnar til framkvæmda og væntir þingið þess, að svo verði fram haldið. Þess vegna fagnar þingið því, að menntamálaráðuneytið skuli nú hafa efnt til heildarendurskoðunar skólakerfisins á vísindalegum grundvelli og ráðið til þess sérfróða menn. Væntir þingið þess, að rannsóknin verði sem ýtarlegust, jafn- framt því sem henni verði hraðað, þannig að sem fyrst megi vænta jákvæðra breytinga í kjölfar hennar. Jafnframt leggur þingið áherzlu á, að samin verði allsherjaráætlun um uppbyggingu íslenzka skólakerfisins og framkvæmdaáætlun um skólabyggingar um land allt. Telur þingið að með sameiningu skóla- hvwrfa megi efla skólakerfi dreifbýlisins og búa þvi betri starfs- Skilyrði um fjölbreytni og starfskrafta. Stefnt verði að staðsetningu nýrra framhaldsskóla úti um landið. Iðnfræðslulöggjöfin Þingi telur iðnfræðslulöggjöfina nýju og stofnun Tækniskóla ís- lands stórmerkan áfanga í þróun íslenzkra skólamála og leggur ríka áherzlu á, að nægilegu fé verði veitt til uppbyggingar hins nýja iðirfræðslukerfis og til starfrækslu Tækniskólans. En þingið bendir jafnframt á að reynslan hefir sýnt að óbrúað bil er á milli hins al- menna skólakerfis annars vegar og Tækniskólans hins vegar um und irbúning í undirstöðunámsgreinum tæknináms. Þingið skorar á menntamálaráðherra að hann hlutist til um að innan gagnfræða- skólanna og iðnskólanna verði skipulagðar bekkjardeildir sem sér- staklega verði við það miðaðar að brúa þetta bil. Aukin sálfræðileg þjónusta Þrátt fyrir eflingu Kennaraskólans og aukinn nemendafjölda undan farin ár; telur þingið að þar bíði enn verkefni, sem vinna beri að og bendir í því sambandi á sérhæfingu kennara til kennslu af- brigðilegra barna. Um leið og lögð er sérstök áherzla á nauðsyn þess að ríkið setji á stofn sérstaka skóla fyrir slíka nemendur, í sam- vinnu við bæjar- og sveitarfélög. Jafnframt telur þingið brýna nauð syn bera til að athugað verði með hverjum hætti megi leysa vanda mál þeirra barna og unglinga, sem illa gengur að hlíta reglum og aga hins almenna skólakerfis, m. a. vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Bendir þir.gið í því sambandi á stofnun og starfrækslu skólaheimila og aukna sálfræðilega þjónustu skólakerfisins. Stuðningur við stódenta Þingið skorar á Alþingi að samþykkja stjórnarfrumvarp það, sem nú liggur fyrir, um aukinn stuðning við stúdenta við Háskóla íslands og íslenzka námsmenn erlendis. Jafnframt beinir þingið því til menntamálaráðherra, að hann athugi möguleika á þvi, að ríkið hefji stuðníng við nemendur annarra íslenzkra skóla, .svo sem menntaskóla, kennararskóla, vélskóla, sjómannaskóla og iðnskóla. íslenzkt sjónvarp Þingið fagnar stofnun íslenzks sjónvarps og leggur áherzlu á, að unnið verði ötullega að dreifingu sjónvarpskerfis um landið. Þannig að allir landsmenn geti sem fyrst notið þjónustu þess. Telur þingið rétt að meiri áherzla verða lögð á vöndun sjónvarpsefnis en lengd dagskrár og væntir þess að fyllsta tillit verði tekið til uppeldis áhrifa þessa öfluga fjölmiðlunartækis og að það verði nýtt eftir föngum í þágu fræðslu- og menningarmála. Endurheimt handritanna Þingið fagnar ennfremur af alhug endurheimt íslenzku handritanna úr dönskúm söfnum og skorar á stjórnarvöld að gera sem bezt við Handritastofnun íslands Jafnframt því, sem þingið lætur í ljós þakk læti til danska þjóðþingsins og dönsku ríkisstjórnarinnar fyrir lausn málsins, þakkar þingið menntamálaráðherra íslands, Gylfa Þ. Gísla- syni, fyrir farsæla og árangursríka forystu hans í málinu af hálfu íslendinga á undanförnum árum og öðrum aðiium íslenzkum, sem er- lendum, sem stuðlað hafa að lausn málsins. f 1. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞEGAR heimsblöðin s.iá á- stæðu til að geta um fund í búlgarska kommúnistaflokknum er eitthvað nýtt á seyði. Níunda þing flokksins í Sofia, sem nýlega er lokið, vakti mikla athygli, því að þar var reynt að ganga úr skugga um, hvort tillaga um alþióðaráð- stefnu kommúnistaflokka ætti al- mennt fylgi að fagna. Sá, sem til- löguna bar fram. var Todor Zhiv- kov, eini leiðtoginn í Austur- Evrópu, sem bæði er forsætis- ráðherra og flokksleiðtogi, og J*sfi leiðtogi sovézka kommúnista fl.okk',ins, Leonid Bresjnev, yfir stuðvungi við tillöguna, en með mikilli gát. Ti'gangurinn með slíkri al- híA«qrófSqtefnu yrði sá, að fá kommúnistaflokka heims til að fordæma einum rómi stefnu kín- verska kommúnistaflokksins. En margir kommúnistaflokkar, eink- urn flokknrnir í Rúmeníu. Júgó- sÞvhi, Póllandi, Ítalíu, Norður- Viernnm 0g Norður-Kóreu, eru andvígir bessari hugmynd, og því teUa marvir fréttaritarar ósenni- legt að slík ráðstefna verði hald- in, að minnsta kosti í bráð En hvort sem ráðstefnan verð- nr haldin eða ekki þá er sú stað- revnd, að tillagan var fvrst bor- in fram áf Zhivkov. en ekki Bresj nev, og í Sofia, en ekki Moskvu, dmmi um vaxandi siálfstæði og rt'qmfqivssemi biUsörsku stjórnar- jnm,- cPrrl þingað til hefnr ver- og sauðtryggasta iennntiórn Pússa. í setningarræðu sinni gaf Zhivkov í skyn, að enda þótt Búlgarar væru enn sem fyrr tengdir Rússum traustum bönd- um hyggðust þeir gegna mikil- vægu og sjálfstæðu hlutverki í stjórnmálum Balkanskaga Búlg- arski leiðtoginn lagði mikla á- herzlu á bætta sambúð Biilgaríu við Júgóslavíu, Grikkland og T.yrkland og lét í ljós von um ennþá bet.ri sambúð og aukin við skipti Balkanríkja, sem yrði öll- um aðilum til hagsbóta. Fréttamenn og ferðamenn, sem komið hafa til Búlgaríu á und- anförnum árum, hafa skýrt svo frá, að vaxandi ólgu gæti i land- inu. Mörgum Búlgörum, einkum úngu fó'ki og menntamönnum, re«nur dáðleýsi stjórnarinnar til rifja, þenar þeir bera alhafnir hennar rman við hinar djörfu ráðstafnpi'- sem gerðar hafa ver- ið i öðrum Austur-Evrópulönd- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.