Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 15
Jciafundur FramtHid af 2. síðu. Þá mun Sláturfélag Suðurlands halda sýningu á jólamat; svína- steik og tilbúnum réttum úr af- göngum. Verða konum afhentar ókeypis uppskriftir af öllum mat vörunum, sem þarna eru til sýn- is, svo og handhægur bæklingur er nefnist „Kjöt og nýting þess“. Einnig munu verzlunarstjórar leið beina konum um hagkvæm kaup á jólamat og svara fyrirspurnum, ef þess er óskað. Þá verður og glæsilegt jóla- happdrætti og er meðal vinninga margt fallegra jólagjafa. Verður þar vonandi eitthvað fyrir alla. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir að N?j!áisgötu 3, laugardaginn 3. desember frá kl. 2—6. Félagskonur eru beðnar að vitja aðgöngumiða sinna sem fyrst vegna mikillar eftirspurnar und- anfarin ár. Mhygasemd IVialarvegir Framhild af bls. 1. 'yfir 35 milljónir króna til vega í kaupstöðum og kauptúnum. Þar af fóru 3,5 milljónir til sérstakra vega á Selfossi og í Kópavogi, en annars hlaut Reykjavík 15,6 milljónir, Akureyri 1,9, Kópavog ur 1,8, Hafnarfjörður 1,6 Kefla- víkj 1,0 og aðrir staðir minna, reiknað eftir íbúafjölda. í skýrslunni eru taldar upp all ar framkvæmdir á vegum, brúm og öðrum mannvirkjum, er vega kerfinu hevra til veitingahús ið Framhald af 7. síðu. vpplýsingatilkynningu Ferðaskrif- stofu ríkisins, skal þess hér getið að lokum, eð enda þótt Ferða- skrifstofa ríkisins hafi starfaö í 24 ár, þá kom ákvæöið um nám- skeiðahald fyrir leiðsögur^ínn ferðamanna ekki í lög og varð ekki beinlínis í verkahrin? Ferða- skrifstofu ríkisins fyrr en á ár- inu 1964, sbr. 20. gr. laga íir. 29 frá 1964 um ferðamál. Ferðaskrif stofa ríkisins hefur haldið 3 nám- skeið fyrir leiðsögumenn ferða- manna, aðrar ferðaskrifstofur ekkert. Ferðaskrifstofa ríkisins 23. nóvember 1966. *a Srsi'th t^Vamhald af 2. sfðu. andi refsiaðgerðir gegn Rhodesíu. Öllum aðildarríkjum SÞ verður gert skylt að taka þátt í refsiað- gerðunum. ¥iníia samúð ’-amhald af 1. síðn í Noregi. Hann er að kanna allar hliðar þessa máls, þær líffræði- ’egu, efnahagslegu og lagalegu og mun síðan leggja niðurstöður sínar fyrir ríkisstjórnina, og verð- ur þá væntanlega haft samráð við aðra flokka um, ihvernig skuli að málinu staðið. Þá kvaddi sér hljóðs Ólafur Jó- hannesson (F) og kvaðst hann harma daufar undirtektir ráð- ASKUR k BÝÐUR f YÐUR ' GRILLAÐA KJÚKLINGA f GLÓÐAR STEIKUR HEITAR& ' KALDAR SAMLOKUR ( SMURT W BRAUÐ & SNITTUR KSKUK suðurlandsbmut 14 sími 38550 Iherra í þessu mikilvæga máli, og væri þetta ekki leiðin til að skapa einhug um málið hér á landi. Hann gagnrýndi, að sá sem væri að kanna þetta skyldi ekkl hafa það að aðalstarfi og ennfremur \á- taldi hann það, að Emil skyldi ekki hafa gert málið opinskátt að um- ræðuefni í "ræðu sinni á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Einnig gagnrýndi Ólafur starfs- aðferðir utanríkismálanefndar, sem væri í rauninni algjörlega ó- starfhæf. Emil minnti á, er hann kvaddi sér hljóðs að nýju, að í fyrra hefði Ólafur Jóhannesson gagn- rýnt að ekki skyldi ungum mönn- um falið að vinna að landgrunns- málinu, hefði jafnvel mátt á hon- um skilja að rétt væri að þeir lærðu fyrst, en störfuðu svo. Hann ítrekaði það, að Hans G. Andersen væri ekki aðeins okkar hæfasti maður í þessum efnum, heldur kunnáttumaður á þessum sviðum á iheimsmælikvarða. Emil sagðist ekki efast um, að allir ís- lendingar hefðu þær skoðanir i bessu máli, að okkur bæri réttur- inn til alls landgfunnsins, en hins ’ægar væri meira áhorfsmál, hvernig við ættum að fara að því "’ð heiea okkur þennan rétt. Kvað 'hann Ólaf hafa l'átið að því liggja að hann hefði staðið sig illa á þingi SÞ. _ Ég hefði auðvitað sagði Emil, getað komið þar og sagt sem svo: Hér er ég kominn og við íslendingar viljum fá okk- ar landgrunn. Slíkt hefði áreið- anlega verið til þess fallið að vekia andúð á málstað okkar, þeg- ar það sem við þurfum að gera er einmitt að vinna málstaðnum •’amúð. Ég gerði þessi mál vissu- ',«»o "fí umtalsefni í ræðu minni, og benti á að hyggilegast mundi ■>ð koma á öflugu samstarfi um nýtingu auðæfa hafsins og varnir gegn ofveiði, og mætti þetta að gagni koma í baráttunni geign ihungri í heiminum. Ég varð var við, að þetta vakti samúð með sjónarmiðum okkar í þessum efn- um og því iheld ég að beri að fagna. - í annarri nefnd allsherjarþings ins var samþykkt tillaga, sem ís- land var aðili að og fjallar um rannsóknir á auðæfum hafsins, og inn í hana var meðal annars fyr- ir okkar tilstilli sérstaklega tek- ið upp ákvæði um verndun fiski- stofna. Tillaga þessi kemur vænt- anlega fyrir allsherjarþingið mjög bráðlega, og verður þar leitað eft- ir að við fáum mann í þessa nefnd ef fært er, sagði Emil; Við verðum að gera okkur grein íyrir þvi, að við erum thiáðir við- brögðum annarra í þessum efn- um, og þess vegna skiptir mikiu að máiið sé all-t rækilega kann- að fyrirfram. Vék Emil síðan að störfum ut- anríkisnefndar og kvað ástæðuna fyrir óstarfhæfni ihennar m.a. hafa verið þá, að fyrirrennari sinn í starfi hefði tálið sig hafa orðið fyrir barðinu á nefndinni, þannig að trúnaðarmál, sem þar voru j rædd, bárust þaðan út og komust í blöð. Ég vildi gjarnan að hægt væri að komast að samkomulagi um, að það ástand skapaðist að hægt væri að trúa utanríkismála- nefnd fyrir öllu, sem þar ætti að ræðast, og lýsti yfir að ég vildi gjarna hafa slíkt samstarf við nefndina, sagði Emil Jónsson ut- anríkisráðherra að lokum. Einar Olgeirsson (K) kvaðst ekki muna eftir neinu slíku trún- aðarbroti eins og Emil hefði rætt um, og kvaðst vilja fá nánari upp- lýsingar um málið. Hann lagði á- herzlu á, að það fýriíkomulag þyrfti að komast lá, sem Emil hefði rætt um, — að öll mál væru rædd í utanríkismálanefnd, sem þar ættu heima. Þórarinn Þórarinsson (F) talaði síðastur á fundinum í gær en að ræðu hans lokinni var umræðum um málið frestað. Þórarinn vildi láta setja rannsóknarnefnd til að athuga hvort þetta væri rétt, að einhver eða einhverjir meðlimir utanríkismálanefndar hefðu fram- ið trúnaðarbrot. Spurði Þórarinn jafnframt hvort ríkisstjórnin væri horfin frá stefnu sinni í land- grunnsmálinu. Millión Framhald af 3. síðu. Stúdentafélagið leitaði síðan samvinnu við helztu félagssamtök landsins um söfnun þessa Til- nefndu þau hvert sinn fulltrúa í landsnefnd, en Stúdentafélagið 3 fulltrúa, sem að því búnu hófst handa um almenna fjársöfnun. Kqsin var sérstök framkvæmda- nofnd og áttu þar sæti: Páll Ás- geý- Tryggvason, Ólafur Pálsson, Sæinundur Friðriksson, frú Guð- rún Pétursdóttir og Barði Frið- riksson Einnig var skipuð 3ja manna nefnd til þess að sjá um lokadag söfnunarinnar m. a. með merkjasölu. í nefndina voru kosn ir Arngrímur Kristiánsson. Stefán ólnfur Jónsson og Helgi Rergsson. Málið var kynnt í blöflum og útvarpi með kvöldvöktim og ýms um öðrum tiltækum ráðum Aðal HÚSBYGGJENDUR Kaupið miðstöðvarofnana þar sem úrvalið er mest og bezt. Hjá okkur getið þér valið um 4 tegundir: HelEuofninn- 30 ára reynsla hérlendis. Esraicfninn úr áli og eir sérstaklega hen tugur fyrir hitaveitur. Panelofninn Nýjasta gerð, mjög hagstæð hitagjöf. JA-ofninn Norsk framleiðsla — fáanlegur með fyrirfram innstilltum krana. Stuttur afgreiðslufrestur — Leitið tilboða. %OFNASMIÐ)AN EINHOLTI 10 - SÍM! 21220 fjársöfnunin fór fram innan fé- lagssamtakanna með bréfum og fjársöfnunarlistum. Þátttaka varð mjög almenn og skipta gefendur mörgum þúsundum. Algengustu framlögin voru 5, 10, og 15 og 20 krónur. Fátt stórgjafa barst en hins vegar bárust gjafir úr hverjum einasta hreppi landsins. Á lokasöfnunardegi 1. desember 1952 fór fram merkjasala mvð betri árangri en áður voru dæmi til. Framkvæmdastjóri söfnunarinn- ar var fyrst Magnús Guðjónsson, síðar Emil Als og síðast Magnús Óskarsson. Frá því söfnuninnni lauk formlega og fram til dags ins í dag hefur Pétur Sigurðsson annazt varðveizlu söfnunarfjár- ins og veitt framlögum viðtöku. Nú, þegar síðustu hindruninni hefur verið rutt úr vegi og full- víst er að handritin koma heim hefur landsnefndin orðið sam- mála um að afhenda menntamála ráðherra íslands söfnunarféff meff svofelldu gjafabréfi:------- Um leið og ég f. h. landsnefndar innar afhendi menntamálaráð- herra íslands þessa gjöf levfi ég mér að minna á að söfnun þessi fór fram fyrir 14 árum. Þá var þetta álitlegri fjárhæð en nún er í dag að krónutölu. Jafnframt leyfi ég mér að nota þetta tækifæri til þess að færa öllum þeim, sem lagt hafa málinu lið, alúðarþakkir fyrir drengileg an stuðning. Sérstaklega ber að minnast þeirra úr okkar hópi, sem látnir eru, og hvorki geta verið með okkur í dag né auðn- ast að sjá draum sinn rætast. En söm er þeirra gerð og þaff var bæði ánægja og örvun að fá að starfa með þeim að þessu máli. Til lengdar verðum við jafnan metnir eftir þeim kröfum. sem við gerum til okkar sjálfra. Þess vegna er það ósk okkar og von ’ð framlög haldi áfram að berast til Handritastofnunar íslands. Eins og fram er tekið í gjafa- bréfinu fylgja gjöfinni engin skil yrði. En það er von okkar að með þessari þjóðargjöf sé lagður fram drjúgur skerfur til veglegs minnisvarffa um forna, sígilda bók mennt íslands. Viff erum þess full viss aff með þessari þjóðargjöf hafi íslenzkur almenningur lagt fram enn eina sönnunina fyrir siðferðilegum rétti okkar +11 þess arar merkustu menningararfleifff ar, sem nú er á leiðinni heim eftir langa útivist." Erhard FVtmhald af 2. aflhu efndu um 1200 stúdenar og affr- ir il mómælaaðgerða og einni'g voru haldnir mómælafundir í Heidelberg. Margir leiðogar jafn- affarmanna í hinum ýmsu fylkjum Vesur-Þýzkalands segja, að mik- illar ólgu gætti í flokknum vegna samvinnunnar við kristilega demó- kraa. FJárlögin Framhald af S. síffn. Einnig er gert ráð fyrir nokk- urri tekjuhækkun hjá tóbaksverzl un ríkisins. Gert er og ráð fyrir tekjuhækkun hjá Pósti og síma, en auknar afskriftir vega upp á móti henni. Meirihluti nefndarinnar gerir allmargar tillögur um hækkanir, sem dreifast á ýmsa liði frum- varpsins, stendur nefndin ekki ÖU að þeim. Framlag til hafnarmann- virkja og lendingabóta hækkar um 6,3 milljónir króna, til sjúkra húsa, sjúkraskýla og læknisbú- staða hækkar framlagið um 2,8 I milljónir. Minnihluti framsóknarmanna flytur þá breytingartillögu að 47 milljónum króna framlag ríkis- sjóðs verði aftur tekið inn á fjár- lög og kommúnistar flytja aff mestu sömu tillögur og í fyrra. 1. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.