Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 11
Schmidt skoraði átta mörk fyrir Þýzkaland i leiknum VESTUR-ÞÝZKALAND látti ekki í neinum vandræðum með landslið íslands í Laugardalshöllinni í gær kvöld. Þjóðverjar tóku forystu í leiknum strax á fyrstu mínútu, ihéldu henni til leiksloka og sigr- uðu með nokkrum yfirburðum, 26 mörkum gegn 19. Staðan í hléi var 12:9. Fyrri liálíleikur ' Það var aðeins tæp mínúta lið- in af leiknum, þegar Þjóðverjar skora sitt fyrsta mark og þeir toæta öðru við á þriðju mínútu. Mun- urinn í fyrri hálfleik var aldrei nema eitt til þrjú mörk og ís- lenzka liðið sýndi þá sæmilega kafla, en þó virtist vanta neist- ann. Nokkrum mínútum fyrir hlé var staðan 9:8, en Þjóðverjarnir sem voru mun snarpari en land- inn, lagfærðu stöðuna í 12:9. Öm- urlegt var að sjá ihve oft íslend- ingarnir misstu boltann fyrir hreinan klaufaskap og kæruleysi og þannig fengu Þjóðverjarnir oft ódýr mörk. Síffari hálflcikur Síðari hálfleikur hdfst á ís- lenzku marki, Auðunn skoraði með laglegu skoti af línu, og mun- urinn var ekki nema tvö til þrjú mörk fyrstu tíu mínúturnar. En þá var eins og íslendingarnir misstu algerlega mcíðinn. Þjóðvð.rjarnír skoruðu níu mörk meðan íslend- ingar skora aðeins tvö. Það er raunar lítið um þetta að segja annað en það, að vörn og sókn ís- lendinga var hvort tveggja í mol- um. Að vísu má. segja, að sænski dómarinn Janerstam hafi verið ó- hagstæður íslendingum, en það er ekki endalaust hægt að kenna hon um um hvernig fór. Trúlega hef- ur þreyta sagt til sín, það er crfitt fyrir menn sem ekki hafa fullt úthald í einn leik, að leika tvo landsleiki á tveim dögum. Á sið- ustu mínútunum lagfærðu íslend- ingar stöðuna aðeins og þeir mega vera ánægðir með úikomuna, því Þjðverjarnir voru mun sterkari. Liðin Það var mest áberandi hvað Þjóðverjarnir voru fljótari. Þó að hin hröðu upphlaup þeirra mis- tækjust oft, fengu þeir mörg mörk á þann hátt. Schmidt (nr. 10) skoraði langflest mörk Þjóð- verja, enda gerðu íslendingar lítið til að koma í veg fyrir það. Mark- menn þýzka liðsins voru 'góðir. Hjá íslendingum voru Her- mann og Gunnlaugur beztir og Frá leik íslendingaog Vestur-Þjóffverja í fyrrakvöld. Kristófer var allgóður í markinu. Þorsteinn varði all vel til að byrja með. Auðunn lék nú með liðinu og slapp vel frá leiknum. Þessir landsleikir hafa verið handknatt- leiksforustunni nokkur skóli og vonandi er, að hún læri af reynsl- unni. Það vantar sem er fyrst og Thorild Janerstam, Svíþjóð, fremst meira úthald og þrek. dæmdi leikinn. Hann hefur gott Þetta Ihefur oft verið sagt áður, vald á leiknum, en margir dóm- enn gengur illa að ráðandi menn ar hans orka tvímælis. Segja má fáist til að haga sér í samræmi að hann hafi sloppið sæmilega frá við það. | starfi sínu. -:.:v Herm. .. -jurinarsson skorar glæsilega í leiknum í . .Kvóld, Haustmót TBR Haustmót TBR í badminton fór fram í Valsheimilinu sl. laugardag og voru þátttakendur alls 38, allir frá TBR. Að venju var aðeins keppt í þrem greinum badminton í þessu fyrsta móti félagsins, þ.e. í tvíliðaleik karla og kvenna, svo og í tviliðaleik karla í nýliðaflokki. Vcru margir leikjanna jafnir og spennandi og þurfti oft að leika aukalotur til að útkljá leiki, Úr- slit urðu sem hér segir.: Tvíliðaleik ur karla: Garðar Alfonsson og Við ar Guðjónsson unnu Finnbjörn Þor valdsson og Matthías Guðmunds son 15:8, 15:14. I Tvíliðaleikur kvenna: Jónína Níel jóhníusdóttir og Rannveig Magn úsdóttir unnu Huldu Guðmunds- dóttur og Lovísu Sigurðardóttur 15:11, 15:7. Nýliðaflokkur: Haraldur Jónssoi og Jafet Ólafsson unnu Helga Bene diklsson og Jón Gíslason 15:11, 15:6. Körfubolti í kvöld I kvöld heldur Meistaramót Rcykjavíkur í körfuknattleik á- fram að Hálogalandi, en keppni r hefst kl. 8,15. Háðir verða fimm leikir, fyrst leika ÍR og Ármann í 4. flokki karla síðan ÍR og KR í 3. flokki, ÍR og Ármann í 2. flokki, KR og KFR og ÍR og Ármann í 1. flokl^i. 1. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.