Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 6
Minningarorð: GUNNAR STEINDÓRSSON Fulltrúi í lag er til moldar borinn vin- ur i íiinn og starfsfélagi Gunnar Stei ídórsson. Hann lézt 23. f. m. feðeins 48 ára að aldri. Mig langar að minnast ihans örfáum 'orðum, en leiðir okkar lágu sam- an um árabil, bæði í starfi fyrir samjinnuhreyfinguna og í félags- máliím. Síðustu mánuði átti Gunn ar 4ið mjög erfiðan sjúkdóm að 'stríða, en sýndi allan tímann fá- dænia styrk og þrek í þeirri bar- Gumsar Steindórssom áttu og missti aldrei trú á bata. Sl. sumar dvaldi liann um tíma erlendis í læknisaðgerð sem reyndi mjög á hann, en aldrei var að finna nemn bilbug á honum fram lí síðustu stund. Gunnar Steindórsson var fædd- ur í Reykjavík 24. október 1918, sonur hjónanna Steindórs Björns- sonar efnisvarðar frá Gröjf og konu hans Guðrúnar Guðnadóttur frá Keldum. Hann ólst upp í for- eldrahúsum hér í Reykjavík og var einn níu systkina. Dvald- ist hann þó oft með frændfólki sínu, í Grafarlholti. Móðir Gunn- ars er látin fyrir mörgum árum, en aldraður faðir fylgir nú þriðja toarni sínu til grafar í dag. Gunn- ar stundaði nám við Héraðsskól- ann að Núpi, hóf verzlunarstörf hér í Reykjavík, en hóf síðan nám í Samvinnuskólanum 1940 og lauk þaðan prófi 1942. Starfaði á ár- unum 1942 — 1946 við Pósthúsið í Reykjavik og kom sér þegar vel í starfi með dugnaði sínum og ár- vekni. Á þessum tíma stofnaði hann, ásamt fleirum íslendinga- sagnaútgáfuna h.f. og varð fram- kvæmdastjóri hennar frá 1945. Kom sér vel þekking hans á bók- um og bókaútgáfu, þegar hann nokkrum árum seinna gerðist for- stöðumaður Bókaútgáfunnar Norðra, enda var hann líka víð- lesinn. Þegar bókaútgáfan var lögð niður fluttist hann milli deilda SÍS en síðustu tvö ár var hann fulltrúi í Söludeild Sam- vinnut.rygginga. Gunnar hóf snemma afskipti af ’þróttamálum og var alla tíð mik- ill áhugamaður um þau. Hann var snemma virkur félagi í íþrótta- félagi Reykjavíkur og formaður þess í nokkur ár m.a. á þeim tím- um, þegar ýmis beztu afrek ís- ’endinga voru unnin. Hann var félagslyndur maður og hafði un- un af góðum félagsskap. Hann tók virkan þátt í starfi Frímúr- arareglunnar í Reykjavík og var formaður Starfsmannafélags Sam vinnutrygginga og var alls stað- ar vinsæll og góður félagi. Sem náinn starfsfélagi Gunn- ars um margra ára skeið og af- skipti okkar af sameiginlegum fé- ’agsmálum, tel ég mig hafa þekkt Ounnar all vel. Hann sýndi mikla karlmennsku í veikindum sínum og vildi gera sem minnst úr þeim, bó að hann innst inni vissi að hverju dró. Hann var kvikur í öhum hrevfinsum og gleðskapar- maður í góðum vinahóp, léttur og hvr í viðmóti, góðgiarn og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann var jafnan kátur og kunni góð skil á góðri kímni. Hann var líkafa- og dugnaðarmaður við starf sitt og fram á síðustu stund ræddi Framhald á bls. 10. Tvær barnabækur frá Isafold Hjá ísafoldarprentsmiðjunni eru komnar út 2 nýjar barnabækur. Ber önnur þeirra nafnið „Atli og Una“ og er eftir Ragnheiði Jóns dóttpr, en hin heitir „Strákar eru og verða strákar” eftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Bókin Atli og Una er saga jafnt fyrif börn sem unglinga og hún segir frá því, þegar Atli og Una sem;, fyrir löngu eru orðin afi og amma, rifja upp bernsku sína, þeg ar þau dvöldust sumarlangt á Höfða ,en þar gerist þessi saga. Þau minnast margra bjartra nátta er Una læddist út frá sofandi fólk inu til þess að stytta Atla langar vökunætur yfir túninu. Bókin er um 130 bls. að stærð. Sigrún Guð jónsdóttir gerði kápumynd og teikningar í texta. „Strákar eru og verða alltaf strákar" er öllu viðaminni í snið um ,enda ætluð yngri aldursflokki Hún fjallar um þrjá stráklinga, er nefnast þessum vinsælu nöfnum; Gísli Eiríkur og Helgi. Bókin er 64 síður að stærð og skiptist í 12 kafla. Nefnist sá fyrsti „Mamma gengur berserksgang." 6 1. desember 1966 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sviösmynd úr leikritinu „Á vaidi óttans” A VALDIOTTANSISTAPA N.k. föstudagskvöld 2. des. verð- ur frumsýning í Stapa í Njarðvík- um á ameríska leikritinu Á valdi óttans eftir Joseph Hays. Er þetta fyrsta sýning hér á Iandi á þessu fræga leikriti sem á frummiálinu heitir The Desperate Hours og hefur meðal annars verið kvik- myndað, með Fredrick Marsh og Humphrey Bogart í aðalhlutverk- um, en sú mynd var sýnd hér á landi við mikla aðsókn. Fjallar leikritið um tvo sólarhringa í lífi fjölskyldu í smáborg, sem verður fyrir því að þrír glæpamenn, sem brotizt hafa út úr fangelsi, ráðast inn á heimilið og halda heimafólk- inu i heljargreipum meðan þeir bíða eftir fjárfúlgu, sem er á leið til þeirra. Auk þess greinir frá tilraunum lögreglunnar til að hafa hendur í hári glæpamannanna. Óþarft er að taka fram að þetta er höi kuspennandi leikrit frá upp hafi til enda. Sviðsbúnaður er með nokkuð óvenjulegum hætti hér á landi, þar sem á sviðinu er tveggja hæða hús með mörgum herbergjum og er leikið bæði á neðri og efri hæð hússins, auk lögreglustöðvar sem einnig er á sviðinu, en leiksvið félagsheimil- isins Stapa er eitt af stærstu leik- sviðum þessa lands. Njarðvíkurleikhúsið hefur feng ið nokkra unga og efnilega leik- ara frlá Leikféllagi Reykjavflkur sér til aðstoðar við að koma þessu leikriti á svið, en leikstjóri er Helgi Skúlason. Með stærstu hlutverk fara Sæ- var Helgason, Pétur Einarssoíi), Leifur ívarsson, Helga Hjörvar og Kjartan Ragnarsson en alls taka 14 manns þátt í þessari sýn- ingu. Er þess að vænta að Suðurnesja menn taki þessari sýningu með á- huga og ekki er úr vegi að benda Reykvíkingum á að ekki er nema 45 mínútur verið að aka suður eftir hinum nýja Keflavíkui'vegi, og ætti það að geta orðið ánægju- leg kvöldstund að skoða hið glæsi lega félagsheimili um leið og not- Út er komin bók, er nefnist „í svipmyndum". Þar er um að ræða 55 viðtalsþætti við þekkt fólk, inn lent og erlent um trúarlegt og dul ræn efni, leiklist, dans söng og músik. Viðtöl þessi hefur Stein unn S. Briem tekið og hafa þau áð ur birzt i dagblaðinu Vísi og viku blaðinu Fálkanum. Viðtölin voru tekin frá ársbyrjun 1963 og fram að miðju þessa árs. í formála bók arinnar hefur höfundur m.a. kom izt svo að orði: Steinunn Briem. ið er þessarar leiksýningar. Eins og áður er getið verðui' fyrsta sýning föstudaginn 2. des. kf.J 8.30. „Upphaflega var ráð fyrir því gert, að þessi bók hefði inni að halda 100 viðtöl og bæri nafnið „100 svipmyndir*. En þegar farið var að setja hana í prentsmiðj unni kom í ljós, að hún myndi verða óheppilega löng, svo að ekki var um annað að gera en klippa tæplega helminginn aftan af, og vænlanlega kemur seirini helming urinn út að ári. Af þessum ástæð um er efnisval meira einhliða en til stóð og tarkmarkast við trúarleg og dulræn efni. leiklist, dans og söng og músík. Að síðustu langar mig að taka skýrt fram, að þetta eru aðeins blaðaviðtöl, oft og tíðum skrifuð í óskaplegum flýti ,en alls engar bókmenntir. Ég get þó sagt með sanni, að ég hef alltaf vandað mig eins vel og mér var mögulegt, og betur gat ég ekki gert.“ „í svipmyndum" er geysi viða mikil bók og að öllu leyti hin vand aðasta að gerð. Er hún um 325 bls. og kennir þar margra grasa. Prent smiðjan Leiftur hefur gefið þessa bók út og búið hana til pretn Eyborg Guðmundsdóttir ,listmál ari hefur séð um útlit kápu og tit ilsíðu. Ekki er að efa það að bók þessi sé hin ákjósanlegasti kjör gripur. Bók með viðtölum Steinunnar Briem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.