Alþýðublaðið - 03.12.1966, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Qupperneq 4
• jAtítjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — RlUtjómarfuU- ■ 'tfúl: EiOur GuOnason. — Simar: 14900-14903 — Auglýslngasíml: 14905. ASsetur AlþýOuhúsiB vlB EverfUgötu, Keykjavík. — Pr*ntsmlOja AlþýOtt ifi.arfnn — Aakriftargjald kr. 95.00 — I lausásölu kft 7,00 elntakiS. Utgefandl AlþýBuflokkurlnn. Vandamál aldraða KNAR ævintýralegu framfarir síðustu áratuga í læknavísindum hafa stöðugt lengt meðalævi manns- ins. Af þessu leiðir, að eldri árgangar verða sífellt fjöl|rennari í þeim þjóðfélögum, sem bezt hafa getað ! hágfiýtt -sér framfarirnar. Aldraða fólkinu fjölgar í sífe^lu. Nú hafa læknavísindin ekki að sama skapi snúið sér að þeim vandkvæðum, sem aldurinn hefur í för með sér fyrir hvern og einn. Þess vegna fjölgar hin- um öldruðu, sem eiga við meiri eða minni erfiðleika að etja' hvað heilsu snertir hjá sumum, félagslega eða fjárhagslega hjá öðrum. Hér er á ferð hraðvaxandi vandamál, sem verður að gefa meiri gaum en gert hefur verið hingað til. Kom þetta mál til urnræðu á flokksþingi jafnaðar- manna, og var gerð um það samþykkt. Erlendur Vil- hjálmsson sagði í ræðu, að hingað til hefðu lækna- vísindin leitazt við að bæta árum við lífið. Nú væri vandinn hins vegar að bæta lífi við árin. Alþýðuflokkurinn hefur haft forgöngu um setningvx almánnatrygginga hér á landi, en ellilaunin eru einn af veigamestu þáttum þeirra. Fullyrða má, að núver- andi ellilaun geri gæfumun fyrir þúsundir hinna öldr uðu, en samt verður ekki sagt, að þau séu viðunandi. Þess vegna eru uppi áform um stórfellt lífeyrissjóðs kerfi, er tryggi öllu landsfólki svipuð kjör í ellinni og það hafði á beztu starfsárum. En það þarf að gera margt fleira en tryggja fjárhag gamla fólksins. , Alþýðuflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leggja áherzlu á vandamál hinna öldruðu og telja þau ineðal mikilvægustu verkefna íslenzks þjóðfélags. Friðargæzla SÞ SÚÐUR-Vietnam er mjög til umræðu, sem von er, pg pr nú fjallað um hugsanlegt vopnahlé um jólin. Væri vonandi, að það yrði varanlegt, að bæði hersveit |r Norður-Vietnam og Bandaríkjanna geti farið frá landinu og að alþjóðlegt samkomulag með styrk Sam einuðu þjóðanna tryggi frið í þessu gæfusnauða landi. í sámþykktum Alþýðuflokksins um utanríkismál er lögðjáherzla á, að Sameinuðu þjóðirnar þurfi að hafa á aðj skipa alþjóðlegu lögregluliðþer sé ávallt til taks ög geti gengið á milli ófriðaraðila, eins og nú á sér $tað í ísrael og á Kýpur. Þetta hlýtur að vera ósk vopnlausrar þjóðar. En sum stórveldin kæra sig ekki Um þessa þróun mála. Þó væri ekkert eðlilegra en að lögreglulið Sþ. væri látið tryggja friðinn í Viet- nam; ef tekst að binda endi á ófriðinn. 4 3. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ vörur standast allar kröfur hinna vandlátu vegria vandaðs frá- gangs og góðra sniða. Það munuð þér sannfærast um, með því að kaupa BELLAVITA. Flestar sérverzlanir um land allt, hafa nú á boðstólunum. margar gerðir af brjóstahöldurum magabeltum korselettum og buxnabeltum. Nýjar gerðir væntan- legar á næstunni. á krossgötum ★ NEITAÐ UM ÁRITUN. Sá fáránlegri atburður skeði fyr- ir skömmu að íslenzkri blaðakonu var neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna af póiitískum ástæðum. Blaðakonan sém á i hlut vinnur á Þjóð- viljanum og er að eigin sögn meðlimur í Sósíal- istafélagi Reykjavíkur. Jafnframt er hún meðlim- ur í Blaðamannafélagi íslands eins og aðrir blaða- menn dagblaðanna hér á Iandi. Óþarfi mun að geta þess að í stéttarfélagi blaða- manna er starfsfólk allra ritstjórna blaðanna, og er það líklega ópólitískasta stéttarfélag í land- inu. Enda mótmælti stjórn Blaðamannafélags ís- lands því tiltæki bandariska sendiráðsins í Reykja- vík að neita blaðakonunni um fararleyfi. Eins og komið hefur fram í öllum blöðunum átti fyrrgreind biaðakona að fara 'með hópi ann- arra blaðamanna í boði Loftleiða til Bandaríkj- anna. Ekkert var til fyrirstöðu að aðrir blaðamenn fengju vegabréfsáritun, og áður hafa starfsmenn Þjóðviljans fengið fararleyfi til Bandaríkjanna þegar sams konar hópum hefur verið boðið vest- ur. Þegar starfsmenn sendiráðsins hér eru krafð- ir sagna um ástæðu fyrir neituninni svara þeir aðeins að þeir þurfi leyfi frá Washington til að skrífa upp á vegabréf tiltekinna blaðakonu, en sjálfir hafi þeir ekki vald til þess. ★ NORÐMANNI NEITAÐ. Öll dagblöðin á íslandi hafa sagt frá atburði þessum og jafnframt lýst furðu sinni á að Bandaríkjamenn skuli enn vera þrúgaðir af Mac Carran-lögunum illræmdu. Eru öll blöðin sammála um þetta. Þjóðviljinn gengur þó fetl framar en aðrir eins og hans er von og vísa þegar tækifæri gefst til að niða lýðræðið í Bandarikjunum. Austri skrifar í gær grein í blaðið undir fyrir- sögninni Járntjaldið. Eðlilega ræðst hann að bandarískum stjórnvöldum fyrir að neita blaða- konunni um vegabréfsáritun og hér skal sízt reynt að bera á bætifláka fyrir bandarísk yfirvöld fyrir það, söm er þeirra gerðin. En hins vegar dáist Austri að lýðræði og frelsisást austrænna ríkja og telur 'að sams konar atburðir geti ekki skeð þar. Nefnir hann að erlendum blaðamönnum sé ekkert til fyrirstöðu að heimsækja þessi lönd og tiltekur dæmi um heimsóknir íslenzkra blaða- manna bæði til Sovétríkjanna og Kína. Geta má þess að í þeim tilfellum var blaðamönnum boðið af opinberum aðilum í þessum löndum og bent skal á að erlendir blaðamenn hafa oft átt í erf- iðleikum að heimsækja fyrrgreind lönd og í seinni tið sérstaklega Kína, fari þeir þangað á vegum blaða sinna en ekki kínversku stjórnarinnar. Á þessu er mikill munur. Frambald á 15. siSu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.