Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 8
31. þing Alþýðuflokksins þendir á, að til Alþýðuflokksins var stofnað af hálfu verkalýðssamtakanna, enda hefur flokkurinn frá fyrstu tíð staðið í fylkingarbrjósti hins vinnandi fólks. Með þessar staðreyndir í huga ber trúnaðarmönnum flokksins að starfa, hér eftir sem hinsað tii. Flokksþingið leggur mikla áherzlu á að viðhalda og tryggja enn betur ítök Alþýðul'Iokksins í verkalýðshreyfingunni til þess að áhrifa jafnaðarstefnunnar megi gæta sem mest í störfum samtaka launtaka tii aukins atvinnuöryggis og bættra lífskjara. I'ingið skorar því á allt alþýðuflokksfólk í verkalýðshreyfingunni að vinna að því, að jafnaðarmenn séu valdir til forystustarfa í verka- lýðssamtökum og beita sér gegn hvers konar pólitískri misnotkun samtakanna. Næg vinna fyrir alla Þíngið telur að nauðsynlegt sé að lög'ð verði höfuðáherzla á að við haida nægri atvinnu svo sérhver virmufær maður geti haft fulla vinmr við þjóðnýr störf, st.öðva verðbólguna, að kaupmáttur Iauna vei-ði aukinn þar eð sú aukning sem orðið hefur á síðustu árum á kaupmætti ráðstöfunartekna verkafólks byggist að miklu leyti á lengdum vinnutíma og ósamningsbundnum greiðslum. Sú'hætta vofir því yfir, að samdráttur í atvinnulífi geti leitt til mjög stórfelldrar tckjuskeröingar og snöggrar lækkunar á lífskjörum vinnustéttanna. Telur þingið því höfuðnauðsyn ,að verkalýðshreyfingin reyni eft- ir megni að tryggja núverandi raungildj heildartekna, þótt um minnk aða'yfirvinnu yrði að ræða. Til þess að ná þessu marki bendir þingið á eftirfarandi atriði: 1. Efld verði hin skipulega starfsemi sem stefnir að því að auka hagkvæmni í íslenzku atvinnulífi i þeim tilgangi að örva framleiðslu starfsemina, auka og bæta framleiðsluna, nýta betur vinnuafl, hráefni og fjármagn, enda verði tryggt, að framleiðsluaukning in leiði ti) raunverulegra kjarabóta fyrir launtaka. 2. Að raunhæfar vannsóknir fari fram nú þegar á öllum möguleikum til aukningar hagkvæmni í atvinnumálum þjóðarinnar og breyttra kaupgreiðsluaöferða með aukinni ákvæðisvinnu í samvinnu við Launtakasamtökin, þar, sem eigi er unnt að koma við ákvæðisvinnu verði verkamönnum tryggt fast vikukaup, eftir því sem því verð ur við komið. 8 3. desember 1966 - ALIpÝÐUBLAÐIÐ Jafnframt vill þingið leggja áherzlu á nauðsyn þess, að þeir menn, hem fylgja Alþýðuflokknum að málum og jafnframt eru meðlimir launþegasamtakanna, gerist virkir þátttakendur í starfi verkalýðs- samtakanna. Þessum mönnum verði m.a. veittur sá trúnaður og flokks legi stuðningur, sem þeim er oft nauðsynlegur til uppörvunar, halds og trausts. Stuðla verði að því, að verkalýðs- og launtakasamtökin eigi eðli leg ítök innan flokksins í nefndum hans og ráðum, og þess jafnframt gætt við kosningar í sveitarstjórnir og til Alþingis, að fulltrúar frá umræddum íjöldasamtökum skipi þýðingarmikil sæti á framboðs listum flokksins. 3. Þingið fagnar þeim áfanga sem einstök aðildarfélög innan ASI hafa náð, meö viðurkenningu 40 stunda vinnuviku, og væntir þess að ekki dragist á langinn að allir launtakar búi við 40 stunda vinnuviku. 4. Athugað verði, hvort, ekki komi til greina, að nauðsynleg nætur- og helgidagavinna launtaka, unnin í þágu útflutningsframleiðsl unnar, verði að einhverju eða öllu leyti skattfrjáls. ö.Þingið fagnar því að komið hefur verið upp vísi að tæknistofn un, sem starfi að vinnuhagræðingu og aðstoði launtakasamtök- in í kaupsamningum um ákvæðisvinnu. Þingið telur nauðsynlegt, að verkalýðssamtökin komi á fót hagstofnun, sem fylgist með þró- un efnahagsmála og fylgist með á hverjum tíma hver er raun- veruleg afkoma atvinnuveganna. Jafníramt þvi, sem þingið fagnar þeirri ákvörðun einstakra verka lýðsféalga að ráða sérmenntaða menn til starfa við kjararannsóknir,- hvetur það verkalýðshreyfinguna • til enn fekari átaka í þeim rannsóknum. Skipuleg uppbygging atvinnuveganna Þingið skorar á alþingismenn og ráðherra flokksins að beita sér fyrir framgangi eftirtalinna atriða: 1. Að ríkið hafi íorystu fyrir skipulegri uppbyggingu og endurskipu lagningu atvinnulífsins um iand allt og tryggi atvinnulegt byggð- arjafnvægi. 2. Að fiskiskipafloti og íiskiðjuver landsmanna verði nýtt til þess ýtrasta, til þess að sem samfelldust atvinna verði allt árið, og að ekki verði byggðar nýjar fiskvinnslustöðvar að lítt breyttum skipakosti landsmanna, nema að þa’ð sé talið nauðsynlegt að und angenginni rannsókn sérfróðra manna. 3. Að vextir verði ’ækkaðir af íbúðarlánum og lánum til framleiðslu atvinnuvegannn, strax og ástæðu leyfa. 4. Að ákvæðunum um aukið eftirlit með skattaframtölum verði fylgt fast eftir af hinu opinbera og staðgreiðslukerfi skatta verði komið á hið bráðasta. Þingið telur að skattabyrðin hvíli óeðlilega á launtökum, en fyrirtæki og hvers konar milliliðastarfsemi beri óeðlilega lítinn hluta skattabyrðarinnar. Er það skoðun þingsins að réttlát niðurjöfnun opinberra gjalda muni leiða til þess, að afkoma hins almenna launtaka muni batna mjög mikið frá því sem nú er og jafngilda þó nokkurri beinni kauphækkun. 31. þing Alþýðuflokksins fagnar því, að skammt er undan að síð- munur á kjörum opinberra starfsmanna, og telur þingið nauðsyn legt, að kjör Jægstu launaflokka verði bætt. Launajafnrétti karla og kvenna 5. 31. þing Alþýðuflokksins telur að skapast hafi of mikill launamis asta áfanga á launajafnréttislögum kvenna og karla sé lokið, en minnir jafnfrámt á að nauðs.vnlegt sé að verkalýðshreyíingin fylgi því fast eítir að þeim lögum sé framfylgt. Framliald á bls. 14. Þorsteinn Arnalds ritar mikla grein í Morgunblaðið um togara- útgerð og verður þar m.a. tíð- rætt um samþykkt, er hrepps- nefnd Flateyrarhrepps hefur gert um málið. Telur ihann samþykkt 'ú þessa glöggt dæmi um sérhags- munastreytu og atkvæðaveiðar. Nú er ég ekki í hreppsnefnd Flateyrarhrepps, og mun hún geta svarað fyrir sig. Ég er einnig aðkomumaður á Vestfjörðum, en . ég er orðinn Vestfirðingur, hef kynnzt atorku þeirra og s.jálfs- bjargarhug og virði þá eiginleika, og.ég hygg að þeir hafi sinnt þjóð arhag,,ekki síður en aðrir. Ég~'fmn því hvöt hjá mér að legg.ja orð í belg um þetta mál, jafnvel þó að ég sé kennari og því - sennilega, að dómi greinartoöf- undar, lítt dómbær í þessum efn- um. Um atkvæðaveiSatrnar get ég vérið stuttorður, og hygg ég það frémur óvenjulegt, að atkvæða- veiðar séu mjög stundaðar rétt eftir kosningar, en það hygg ég að greinarhöfundur hafi haft eitt hvert evður af því að sveitarstjórn arkosningar fóru fram á þessu ári og er því hætt við, að farið verði að slá i beituna, er næstu kosningar fara fram. Sérhagsmunastreituna mætti svo ræða nánar. Nú er samþykktin almenn mót- mæli gegn togveiðum í land- helgi, en sérstaklega bent á svæð ið frá Snæfellsnesi að Horni. Er nú nokkur ástæða til að benda á þetta svæði umfram önn- ur? Umhverfis allt land eru fisk- veiðar með net og línu stundaðar á vetrarvertíð. Öðru máli gegnir að sumrinu. Norðan og austan- lands eru síldveiðar uppistaða at- vinnulífsins þann tíma. Við Suð- urland hafa síldveiðar einnig ver- ið all mikill þáttur í sumarat- vinnu fólks, ásartit humarveiðum. Við Vestfirði eru neta-, og línu og færaveiðar undirstaða atvinnu manna allt árið, og víst er, að sumarafli, sem moistmégnis er línu og færafiskur, er ekki lak- ara hráefni en togarafiskur. Mundi nú þessari atvinnu stefnt. í nokkurn voða, þó togarar feng- ju að veiöa þar inn að 4 mílum? Ég skal nefna eitt dæmi. Það gerðist, að færabátar fundu góða fiskislóð utan 12 mílnanna og öfl- I uðu þar vel í 2 daga. Þá komu þar að togarar. og eftir nóttina fékkst þar ekki fiskur að ráði. Togararn ir höfðu hreinsað hann upp á þessum skamma tíma, eða fiskur- inn flúið. Þessi afli mun varla hafa hossað hátt í veiði-togaranna en hefði verið vestfirsku fólki, bæði á sió og landi, góð atvinnu bót, meðan hans naut við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.