Alþýðublaðið - 03.12.1966, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Qupperneq 11
Annað kvöld heldur Meistara- i mót Reykjavíkur í körfuknattleik áfram í íþróttahöllinni í Laugar- dal kl. 8. Þá fara fram tveir leik- ir í meistaraflokki karla. Fyrst leika KFR og stúdentar, en hvorugt þessara liða hefur unnið leik til þessa. Viðureignir ætti því að geta orðið mjög skemmti- leg og spennandi. Síðari leikur kvöldsins verður milli Ármanns og ÍR. Ármenning- i ins, en ÍR-ingar hafa engum leik tapað til þessa. Mikið er í húfi fyrir bæði liðin, leikurinn verður vafalaust jafn og harður. Hér er staðan í meistaraílokki karla: Féiag L U T St. St. KR 3 3 0 255:167 6 ÍR 2 2 0 138: 64 4 Ármann 2 1 1 106:135 0 KFR 2 0 2 94:172 0 Efnilegur hástökkvari Þessi efnilegi hástökkvari, sem svífur yfir rána heitir Jan Dahlgren og er sænsk- ur. Svíar hafa átt marga góða hástökkvara undanfar- in ár og Dahlgren er einn af þeim efnilegustu. Hann er affeins 19 ára gamall og varð þó sænskur meistari 1966. Dahlgren sigraði auk þess í landskeppni Svía og Finna í sumar og varð nr. 7—8 á Evrópumeistaramót- inu í sumar. Á móti í sept- ember í haust beiff hann þó ilægri hlut fyrir Jóni Þ. Ólafssyni. Jón stökk 2,03 m., en Dahlgren 2,00 m. ÍR ogÁrmann leika í körfu- knaííleiksmótinu á morgun HAB - ÞRÍR BÍLAR Í BOÐI- HAB Jón Þ. Ölafsson beztur í kringlukasti í sumar Nú verður haldið áfram að birta beztu frjálsíþróttaafrek reyk- vískra frjálsíþróttamanna, en nokkurt hlé hefur verið gert á birtingu afrekanna undanfarið. í kúluvarpi er Guðmundur Her- mannsson, KR beztur samkvæmt venju og afrek hans, 16,22 m. er ágætt þegar tillit er tekið til þess, að Guðmundur er maður á fimmt- ugsaldri. Erlendur Valdimarsson, ÍR er næstur, hann sýndi tölverð- ar framfarir á árinu og ætti að ráða við 15 metrana á næsta ári. Erlendur er aðeins 19 ára gamall og því í unglingaflokki næsta ár. .Tón Þ. Ólafsson, ÍR náði bezta kringlukastsafreki ársins, 48,34 m. Jón er mjög fjölhæfur og góður íþróttamaður en hann varpaði einnig kúlu yfir 13 metra. Erlend- ur er næstur og náði svipuðu af- reki og árið áður. Hér koma afrekin í kúluvarpi og kringlukasti: Kringlukast: Meffaltal: 10 beztu 42, 884 20 beztu 38,8725 m. 1. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 48,34 2. Erlendur Valdimarss., ÍR 48,20 3. Þorsteinn Löve. ÍR 47,53 4. Björgvin Hólm, ÍR 44,48 5. Guðm. Hermannss. KR 43,51 6. Valbjörn Þorlákss., KR 41,93 7. Friðrik Guðmundss., KR 41,86 8. Jón Pétursson, KR 41,74 9. Kjartan Guðjónss., ÍR 40,03 10. Arnar Guðmundss., KR 38,66 11. Þórarinn Arnórss., ÍR 37,57 12. Einar Frímannss., KR 36,13 13. Guðjón Guðmundss., KR 36.07 14. Bogi Sigurðsson, KR 35,96 15. Páll Eiríksson, KR 35,63 16. Þórður Sigurðss., KR 35,15 17. Jón Magnúss., ÍR 33,84 18. Óskar Sigurpálss., Á 33,76 19. Lýður Sörlason, Á 33,64 20. Björn Lárusson. KR 31,70 Kúluvarp: Meðaltal beztu 13.747 20 beztu 12,747 m. 1. Guðm. Hermannss., KR 16,22 2. Erlendur Valdimarss., ÍR 14,58 3: Jón Pétursson, KR 14,48 4. Kjartan Guðjónsson, ÍR 14,37 5. Arnar Guðmundss., KR 13,32 6. Valbjörn Þorlákss., KR 13,08 7. Jón Þ. Ólafsson, ÍR 13,07 8. Guðjón Guðmundss., KR 13,02 9. Friðrik Guðmundss., KR 12,70 Framhald á bls. 14. Guðmundur Hermannsson, KR bezti kúluvarparinn. 3. desember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.