Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 6
7.,Fundurinn skorar á land- 'Isekni að beita sér fyrir því, að leitt verði í lög, að fram -kvæmd verði Phenylk°tonuría f Iþvagrannsókn fyrir öll börn fædd á íslandi. Slík þvagrann sókn er nú framkvæmd á heilsuverndarhjúkrunarkonum Reykjavíkurborgar fyrir skjól stæðinga þeirra, til greiningar á Föllingasjúkdómi. 8. Fundurinn skorar á land- íækni að tolutast til um, að gerð ár verði ráðstafanir til þess, kð börn, sem haldin eru Föll- ingssjúkdómi geti notið þess kðbúnaðar, sem nauðsynlegur ér fil þess að firra þau hinum geigvænlegu afleiðingum sjúk dómsins. - \ C. JFíevrnarhjálp 9. Fundurinn vill benda á nauð- Syn þoss, að heyrnarrannsókn- ir þær, sem hafnar eru í Heilsu verndarstöð Reykjavíkur fyrir forgöngu Zontaklúbbsins, verði efldar, og einfaldir heyrnar- mælar keyptir og staðsettir í (Jllum barnaskólum borgarinn- ar. Ef öll börn eru prófuð af skólahjúkrunarkonum með þessum mælum, væri örugg- lega hægt að ganga úr skugga um, hver þeirra þörfnuðust sér stakra aðgerða vegna heyrnar- deyfu. Sérstaklega ber að þakka þær framfarir, sem nýlegá eru orðnar á vegum Heyrnarrann- sóknardeildarinnar. D Glaukoma-leitarstöð 10. Fundurinn skorar á heilbrigð- isyfirvöldin að gangast fyrir því að komið verði á stofn augnrannsóknarstöð til leitar glaukoma sjúklinga. Æskilegt mætti telja að slík stöð yrði staðsett í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. E. Fæffingarstofnanir 11. Fundurinn skorar á borgar- stjórn Reykjavíkur og iheil- brigðisyfirvöld landsins að flýta byggingu fæðingarstofn- unar í borginni. Nú þegar er skortur lá sjúkrarými fyrir fæð andi konur og því fyrirsjáan- legt, að með auknum íbúafjölda mun skapast mikill vandi inn- an skamms, ef bygging fæð- ingarstofnunar dregst á lang- inn. 12. Fundurinn skorar á heilbrigð- isyfirvöldin að gera ráðstáf- anir til þess, að stækkuð verði Kvensjúkdómadeild Lands- spítalans sem allra fyrst. F. Hjúkrnn í heimahúsum 13. Fundurinn vill vekja athygli á þörf aldraðs fólks til hjúkr- unar í heimáhúsum og að langt um fleiri hafa raunverulega þörf fyrir aðstoð en þeir, sem leita til Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Greinargerff: Æskilegt er, að giftar hjúkrunarkonur taki að sér hjúkrun í heimahúsum (að beiðni læknis og fyrir tíma- kaup), þar sem því verður við komið og borgarhjúkrunarkon- urnar komast ekki yfir að sinna. III. Tryggingarmál 1. Fundurinn fagnar því, að við síðustu endurskoðun trygging- arlaganna voru tekin upp ýms atriði, sem Bandalag kvenna hefir bent á í ályktunum sín- um undanfarin ár. Fundurinn telur það mikils virði, að nú hefir verið viðurkenndur rétt- ur húsmæðra til sjúkradagpen- inga, þótt sú upphæð, sem mið- að er við, sé of lág. Jafnframt leyfir fundurinn sér að vekja eftirtekt á eftirfarandi atrið- um, sem hann telur að þurfi breytinga við: a) 16 gr. 4. málsgr. orðist þann ig: Greiða skal ekkli allt að fullum bamalífeyri. Skal það einnig ná til annarra feðra, sem einir hafa börn á fram- færi sínii. b) Barnalífeyrir vegna munað- arlausra barna sé greiddur tvöfaldur. 1 stað heimildar komi fullur réttur. c) Heimilt sé að 'greiða lífeyri með ófeðruðum börnum, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, sem tryggingarráð viðurkennir. d) Stefnt sé að því, að elli- tryggingum sé breytt í það kerfi, að komið sé íá lífeyr- issjóðstryggingum fyrir alla þegna þjóðfélagsins. e) Heimilt sé að láta rétt til ellilífeyris haldast við sjúkra vist allt að 26 vikum á ári. f) Fundurinn telur, að upphæð sú, sem sjúkiradagpeningar húsmæðra er miðuð við, sem sé lífeyrisupphæð elli- og ör- orkulífeyrisþega, sé of iág. g) Fundurinn telur sjiálfsagt og eðlilegt, að bótagreiðslur trygginganna verði verð- tryggðar í samræmi við samn inga, sem ríkisstjórnin hef- ir gert við Alþýðusamband íslands. h) Hjónum sé greiddur elli- og örorkulífeyrir sem tveim ein- staklingum. i ) Fæðingarstyrkur isé reikn- aður tvöfaldur ef um tvíbura fæðingu er að ræða. j ) Fundurinn leggur áherzlu á, að fram fari athugun á því, hvort unnt sé að taka tann- viðgerðir inn í hinar al- mennu sjúkratryggingar. IV. Skólanefnd 1. Fundurinn leyfir sér að mæl- ast til þess, að barnaverndar- ráð hraði eftir megni samningu reglugerðar þeirrar, sem bama verndarlögin frá 30. apríl 1966 gera ráð fyrir, svo að unnt verði að starfa að fullu eftir þeim. Greinargerff; Nefndin hefur haft samband við mennta- málaráðuneytið og sannifrétt, að búið sé að fela Barnavernd- arráði íslands að semja reglu- gerð við ofangreind lög. 2. Fundurinn vill lýsa ánægju sinni yfir því, að barnavernd- arnefnd Reykjavíkur hefur beitt sér fyrir auknu eftirliti með útivist barna til 12 ára aldurs og vonar jafnframt, að Framhald á bls. 10. SEINNI HLUTI ' "i Jfíé'-' .. , ■. W 6 3. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.