Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 10
ÍÍÍT BandaEag kvenna. Framhald af 6. síðu. eftirlitið nái mjög fljótlega til barna á aldrinum 12—16 ára. Fundurinn vill mjög eindregið skora lá foreldra og aðra upp- alendur að virða settar reglur og kenna börnum sínum það. 3. Vegna hinna miklu slysa- hættu á börnum í sívaxandi umferð, leyfir fundurinn sér að skora á borgaryfirvöld Reykjavíkur að fjölga enn gæzluvöllum í borginni og búa þá fjölbreyttari leiktækjum. Jafnframt skorar fundurinn eindregið á foreldra og aðra uppalendur að hirða um að koma bömum sínum á igæzlú- vellina, sé þess nokkur kostur, og koma með því í veg fyrir að gatan sé aðalleikvöllur smá- barna. 4. Fundurinn fagnar því, að ráðinn hefur verið fastur starfs maður til þess að 'hafa yfirum- sjón með rannsóknum á skóla- kerfi landsins í heild, en það mun vera undanfari endur- skoðunar á fræðslulögum frá 1946. 5. Fundurinn fagnar þv í, að fram er komið á Alþingi frum- varp til laga um fávitastofn- anir og vonar, að það hljóti farsæla afgreiðslu á þingi og verði sem fyrst að lögum. 6. Fundurinn beinir þeirri áskor- un til borgarráðs, að það hlut- ist til um það, að hraðað verði meir en verið hefur byggingu húsnæðis fyrir sérgreina- kennsiu í mið- og gagnfræða- t skólum borgaripnar. Ennfrem- ur skorar fundurinn lá borgar- ráð að gangast fyrir því, að hraðað verði eins og mögulegt er innréttingu á húsnæði fyr- ir hússtjórnar- og handavinnu- kennslu í hinum nýja Gagn- fræðaskóla verknáms. Greinargerð: Mikill skortur er á húsnæði fyrir hússtjómar- kennslu oig aðra sérgreina- 'kennsiu í mið- og gagnfræða- skólum borgarinnar. Senda verður nemendur langar leiðir í kennslueldhúsin og þrísetja í þau öll. Samt duga þau hvergi nærri til. Þá má geta þess, að útlit er fyrir, að bygg ing á húsnæði fyrir hússtjórn- ar- og handavinnukennslu í 'hinu nýja skólahúsi Gagnfræða skóla verknáms eigi að sitja á Ihakanum. 7. Húsnæðisvandamál Húsmæðra kennaraskóla íslands standa ._ aHri starfsemi skólans mjög fyrir þrifum. Fundurinn skor- ar því á Alþingi og ríkisstjórn að veita þegar á yfirstandandi Alþingi fé til byrjunarfram- kvæmda við nýtt hús fyrir skól- ann. ' 8. Fnndurinn vill eindregið taka undir áskorun þá, sem nýlega kom fram frá Kvenréttindafé- i laigi fslandis fil Alþingis og landbúnaðarráðherra, varðandi liin hryggilegu slys, sem orðið hafa af völdum landbúnaðar- véla undanfarin ár. 9. Fundurinn Ipvfir sér að 4 . skora á fræðsluvfirvöldin að kristindómsfræðsla verði á i námsskrá þar til skyldunáms- f . stigi er lokið. 10. Fundurinn skorar á foreldra og aðra uppalendur að gera allt, sem í þeirra valdi stend- ur til að skapa börnum sínum leikrými í sjálfum íbúðunum og á lóðum íbúðarhúsa. 11. Fundurinn skorar alvarlega á arkitekta og aðra þá, sem í- búðahús teikna, að setja á all- ar teikningar sínar leikrými fyrir börn innanhúss og á lóð- um húsanna. 12. Ennfremur skorar fundurinn lá útihlutunamefnd húsnæðis- mlálastjórnarlána að gera að skilyrði fyrir lánum, að leik- rými barna sé á teikningunum, V. Verðlags- og: verzlunarmál 1. Aðalfundurinn beinir því til húsmæðra í borginni að þær fylgist vel með framkvæmd hreinlætis í matvörubúðum og láti iheilbrigðiseftirlitið vita, ef þeim finnst úrbóta þörf. 2. Aðalfundurinn skorar á land- búnaðarráðherra og forstjóra Grænmetisverzlunalr1 landbún-* aðarins að hlutast til um að vandað sé til vals á innflutt- um kartöflum. Jafnframt bein- ir fundurinn þeirri áskorun til sömu aðila að gangast fyrir því, að kartöflur verði einnig seldar í 2 — 2Vi kg. pokum, þar sem 5 kg. skammtur er alltof stór fyrir lítil heimili. 3. Aðalfundurinn skorar á Sölu- félag igarðyrkjumanna og Græn metisverzlun Landbúnaðarins að koma á grænmetismarkaði í borginni. 4. Aðalfundurinn skorar á borg- arstjórn að veita heimild til þess að selja matvörur úr vöru vögnum í úthverfum borgar- innar, þangað til opnaðar yerða verzlanir þar. 5. Aðalfundurinn skorar á Neyt- endasamtökin og Kaupmanna- samtök íslands, að gangast fyr- ir því, að neytendur fái í hend- ur allar upplýsingar, sem vör- unni fylgja frá framleiðendum. Jafnframt beinir fundurinn þeirri áskorun til húsmæðra, að þær krefjist þessara upp- lýsinga við vörukaup. 6. Aðalfundurinn skorar á við- skiptamálaráðherra að hlutast til um það, að sett verði reglu- gerð um vörumerkingu þegar í stað. 7. Aðalfundurinn skorar á verð- lagsstjóra að herða á eftirliti með verðlagi iá vörum og þjón- ustu, að sjá um að framfylgt sé reglugerðinni um vörumerk- ingar í verzlunum og að láta herða á viðurlögum við brot- um. Jafnframt skorar fundurinn á húsmæður í borginni, að fylgjast vel með verði á vör- um og þjónustu og bindast samtökum um að verzla ekki við kaupmenn, sem uppvisir verða að óhóflegri álagningu. 8. Með sérstöku tilliti til þess, að fjölmargar konur eiga af- komu sína undir starfi sínu við ýmis iðnfyrirtæki,. skorar fundurinn á ríkisstjórnina að tryggja innlendum iðnaði eðli- legan rekstursgrundvöll, svo að hann eigi auðveldara en nú með að keppa við innfluttar iðnaðarvörur. 9. Aðalfundurinn mótmælir af- námi ákvæ'ða um hámarfcsá- lagningu verzlana á nauðsynja vörum og krefst þess, að aftur verði sett ákvæði um hiámarks- álagningu. Skorar fundurinn því á Alþingi að samþykkja framkomið frumvarp nr. 32 til laga 1966 um breytingu á lög- um nr. 54 um verðlagsmál frá 14. júní 1960, sem miðar að því að tryggja að hámarksverð verði sett á allar vörur. 10. Vegna þeirrar dýrtíðar. sem myndazt hefur á undanförnum árum og eðlilega kemur mjög við heimilin í landinu, skorar fundurinn á stjórn og löggjaf- arþing að aflétta að verulegu leyti verðtolli og söluskatti af brýnustu nauðsynjum. 11. Aðalfundurinn leggur áherzlu á, að leitað verði allra tiltækra leiða til þess að lækka hús- næðiskostnað, sem er veruleg- ur hluti af útgjöldum fólks oig fer sífellt hækkandi. Jafnframt skorar fundurinn á borgar- stjórn að hraða eins og mögu- legt er áframhaldandi byggingu leiguhúsnæðis fyrir aldrað fólk, einstæðar mæður og ungt fólk, sem er að byrja búskap. Greinargerð: Óhóflegur gróði er tekinn af sölu húsa og sést það gleggst af því, að rúm- metri í sambýlishúsi koatar samkvæmt útreikningi Hag stofu íslands kr. 2720,37, en algengt er, áð rúmmetri í slík- um húsum sé seldur lá milli 3 og 4 þúsund krónur. Þetta brask veldur síhækkandi húsa- leigu. 12. Aðalfundurinn telur brýna nauðsyn á, að sett verði ný húsaleigulög og skorar á þing- menn Reykjavíkur að beita sér fyrir því. Fundurinn vill endur- taka áskorun sína á borgar- stjórn um að láta fara fram at- hugun á því, hvort hægt sé að setja á fót stofnun, sem hafi -4— milligöngu um sölu og leigu húsnæðis í borginni. Enn- fremur áskorun sína á Alþingi og borgarstjórn um að stuðla að því, að byggingarsamvinnu- félögum verði gert kleift að annast byggingu verulegs hluta þéss húsnæðis, sem byggja þarf, og tryggja, áð íbúðir, sem þannig verða byggðar, lendi ekki í braski, en verði seldar eða leigðar á kostnaðarverði. 13. Aðalfundurinn vill benda á nauðsyn þess, að byggingar- lán verði veitt til langs tíma, þar sem óeðlilegt má teljast, að ein kynslóð verði að greiða að fullu húsnæði, sem ætlað er fyrir margar kynslóðir. 10 3. desember 1966 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Símtöl til útlanda Vegna mikilla anna við afgreiðslu símtala til útlanda um jól og nýár, eru símnotendur beðn ir að panta símtölin sem fyrst og taka fram dag og stund, sem þau óskast helzt afgreidd. Póst- og símamálastjórnin. 7/7 sölu Glæsileg 5-6 herb. fokheld hæð í Garðahreppi. FALLEGT ÚTSÝNI — HAGSTÆÐ KJÖR. Steyptur grunnur undir bílskúr. Upplýsingar í síma 51787. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Guðríðar Nikulásdóttur, Skerseyrarvegi 3, Hafnarfirði. Einnig þökkum við hjartanlega öllum. sem veittu hjálp í lang varandi veikindum hennar. Óskar Guðmundsson Ólöf Óskarsdóttir. Þórunn Óskarsdóttir Jón Gunnarsson. dætrabörn og systur. ss WWWMWMMWWWMWmwWWMMWVtMtWWWMWWWmiWMWWWMiWWWWWtW Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Almennor félagsfundur verður haldinn 5. desember kl. 8.30 s.d. í Iðnó. DAGSKRA: i 1. Umræður um verðstöðvunina. Frummælandi Emil Jónsson, utanrík- isráðherra. . 2. Kosning uppstillingarnefndar vegna stjórnarkjörs. 3. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að fjölmenna stundvíslega. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.