Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 16
Sniórinn og réttlætið ÞA ER 1. desember um garð geng- inn rétt einu sinni, og verður víst ekki hægt að lyfta glasi og skála fyrir ættjörðinni og frelsinu næst fyrr en 17. júní. íslendingar hafa sama sem tvo þjóðhátíðardaga. Eini munurinn á þeim er sá, að merxn verða að drekka innanhúss 1. desember vegna vetrarveðurs og skammdegis, en 17. júní geta menn drukkið og drabbað og hoppað og híað og dansað í skjóli ættjarðarástar úti undir berum himni — í hellirigningu. Yonandi hafa allir komizt klakk laust heim af 1. des-dansleikjun- um, þótt hann væri anzi kaldur og bítandi einmitt þessa nótt. Ekki hefur frétzt, að neinn hafi vaknað í skafli um morguninn við illan leik. Hins vegar þurftu Akurnesingar að berjast í blind- hríð og stríða við skafla alla nótt- ina, án þess að komast í gleð- skapinn og án þess að fá deigan dropa á þessum merkisdegi. Ugg- laust hefur mörgum þótt það harð ir kostir og súrt í brotið. ÞINGMANNAVÍSUR f - Ingvar Gíslason Féið er mér falið. Framsóku búið á. Sem ég sauðatalið. Svo er margs að gá. Gaggar grunsöm tóa. Gakktu hjörðin mín örugg út um móa. Eg skal gæta þín. Þó að þægt sé féið, það vill rása frá. Brennimerkti ég B-ið bæði hornin á. Syng ég sauðum þessum sífellt lof og prís. Eyðir illum vessum inngjöfin frá Sís. Fyrst farið er að tala um skafla og snjó, vill Baksíðan ausa svo- lítið úr skálum reiði sinnar fyr- ir hönd vegfarenda í Reykjavík, þótt slíkt sé raunar sjaldan skemmtilegt og eigi frekar heima hjá honum Velvakanda. Það er eins og fyrri daginn: Reykjavík- urborg virðist halda að hver ein- asti borgarbúi eigi sinn prívat bíl og geti ekið á keðjum eftir götunum — með pípuhatt og vindil! Vegheflar borgarstjórnar- meirihlutans, eins og sagt mundi fyrir kosningar, standa vissulega vel í stykkinu sínu og skafa sam- vizkusamlega götur og torg. En hvað gera þeir við snjóinn? Jú, skafa honum yfir á gangstéttirn- ar og þar fær hann að vera, þang- að til veðrinu þóknast að þíða hann. Það er annað en gaman að klofa snjóinn á gangstéttunum, kannski bomsulaust. Látum vera, ef hér væri um að ræða drif- hvíta mjöll, sem félli jafnt á rétt- láta og rangláta. En það er ekki því að heilsa: Þetta er margskaf- inn og drullugur íhaldssnjór. Vegfarendur þurfa endilega a@ hrista snjóinn af löppunum á sér og mótmæla hressilega svona hátt arlagi. Þótt þægilegra sé að ösla einhvern veginn í gegnum skafl- ana og flýta sér heim, setjast við sjónvarpið og þurfa svo ekki að hugsa meira þann daginn, — þá er hér slíkt stórmál á ferðinni, að það þolir enga bið. Sjálfstæði þjóðarinnar er í voða, að minnsta kosti það and- lega, svo að notað sé 1. desem- berlegt orðalag. Getur það staðið í nokkru sambandi við, að maðurinn minn vinnur við færiband í verksmiðjunni, herra læknir? ■ ::'híe%„ \f* „ t'.í . ^•rr^Vvl Biddu hana mömmu þina að vera ekki að skipta sér að þessu... Móðir stúlkunnar gengur á hans fund, til að ávíta kann, skulum við hugsa okkur. „Hvað hefur þú gert við dóttur mína?“ Síðan biður hún um glas af víni. Á meðau hanu hleypur eftir því, afkiæðir hún sig. Er þá skammt í senu- skipti.... Mbl. í virðulegum samkvæmum er ekki nóg að geta vitnað í fora sögurnar og alla spekinga ver aldarsögunnar. Maður verður líka að geta látið vera að gera Það..... | Kallinn varð alveg gaga, þegar kellingin kom í gær af skart gripaútsölu Halldórs og hafði keypt sér armband á þrú þús und kall. — Hvað er þetta maður, sagði kella. — Ég spar aði þér þúsund kall... Þolinmæðin kemur fyrst með gráu hárunum. Ef hún kæmi fyrr, þá yrði maður hannski ekki gráhærður....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.