Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.12.1966, Blaðsíða 3
með leyniviðræður LONDON, 2. des. (NTB-Reuter) — Sunitímis því sem forsætisráð- lierrarnir Harold Wilson og Ian Smith héldu í morgun áfram viff- ræðum sínum um Rhodesíudeiluna „Tiger“ á Mffjarðarhafi, létu margir í ljós efasemdir og andúð vegna þessarar áhrifamiklu loka- tilraunar til að finna lausn á deil- unni. Ráðherrar Rhodesíustjórn- ar og nseðlimir í flokki Salisbury eru óánægðir. En bæði í Salisbury og annars staðar ríkir alger óvissa um það sem leiða mun af leyni- viðræöunum á „Tiger“. Ekkert fréttist frá beitiskipinu, sem fór frá Gíbraltar snemma í mo'rgun. En talið er að forsætis- ráðherrarnir verði um borð í skip inu að minnsta kosti þar til í fyrramálið. Áður en Wilson fór frá Lun- dúnum í gærkvöld, tók hann skýrt Framhald á 15. síðu. Félagsheimili o liótel á Akranesi? Hagalín skrifar ævi- sögu Adams Hoffritz „Danskui-inn í bæ“ nefnist ný bók, þar sem Adam Hoffritz seg- ir frá hvernig liann heillaðist af íslandi og íslendingum. Fæft 'hef- ur í letur Guðmundur Gíslason Hagalin, en hann er löngu orð- innn þjóðkunnur fyrir bækur o:g hefur hann jafnfranvt ritað ævi- sögur nokkurra þekktra persóna og mun „Danskurinn í bæ“ vera 48. bókin, sem Hagalín sendir frá sér. Adam Hoffritz er nú búsettur á Selfossi, en fæddur og uppal- inn í Danmörku og kom hingað rúmlega tvítugur sem ársmaður á búi Dags Brynjúlfssonar í Gaul- verjabæ. í bókinni greinir hann frá fyrstu sjö, átta árunum, sem Framhald á Ms. 1S Akranesi, 1. des. Hdan. Eins og skýrt var frá í Al- þýðublaðinu á sínum tíma, var Hótel Akranes selt ;á nauðung- aruppboði fyrir rúmar 3 millj. kr. Tryggingarmiðstöðin í Rvík, í samvinnu við fyrri eigendur Sjálfstæðishússins hf. á Akra- nesi var hæstbjóðandi. Vonuðu menn að hinir nýju eigendur mundu gera ráðstafanir til að rekstur hússins gæti hafizt að nýju, en nú virðist vera loku fyrir það skotið, þar sem Tryggingarmiðstöðin hefur fallið frá tilboði sínu og er því komið að Ferðamálaisjóði er bauð í hótelið 2,9 millj. kr. en hann mun hafa lánað í það kr. 600 þús. Hótel Akranes hefur verið lokað frá því í apríl sl. og hefur stöðvunin á rekstri þess verið mjög bagaleg fyrir bæj- arfélagið svo ekki isé meira sagt. Því fyrir utan það, að ekki sé hægt að sjá þeim gest- um sem hingað koma fyrir nauðsynlegasta viðurgjörningi, þá hefur það valdið því að ekki er hægt að halda uppi eðlilegu skemmtanahaldi í bænum. Að vísu er hér eitt samkomuhús, Félagsheimilið REIN og leysir það að vísu úr brýnustu neyð- inni hvað skemmtanahald snert ir, en engan veginn er það nein frambúðarlausn. Því hefur það verið þannig, það sem af er vetri, að nokkur félög hafa ráðizt í að halda skemmtanir sínar að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd, en ferða- lög þangað geta brugðizt til beggja vona, eins og fór t.d. fyrir Stúdentafélagnu og skýrt var frá í blaðinu í gær. Það var því í vor að nokkrir áhugamenn tóku að ræða um Guömundur Hagalín Við urðarbrunn" - ný bók eftir Grétar Fells Út er komin hjá Skuggsjá ný bók, er ber heitið „Við urðar- brunn“ eftir Grétar Fells, þar sem hann færir i letur brot úr eigin Grétar Fells ævisögu. Bókin er prentuíi hjá Alþýðuprentsmiðjunni og er 144 bl. í vönduðu broti, auk nokkurra ljósmynda. Á kápusíðu segir svo um efni bókarinnar: Framhald á 15. síðu. Undirbúningsnefndin. Sitjandi frá vinstri: Björn H. Björnsson, Björgvin Sæmundsson, Baldur Ólafsson. Aftari röð frá vinstri: Hallgrímur Árnason, Ormar Þór Guðmundsson arkitekt, Páll 'Gíslason og Karl Sigurðsson. (Mynd: Helgi Dan.). lausn á þessu vandamáli, sem að allra dómi er algjörlega ó- viðunandi og bænum til hins mesta vanza, og var skipuð nefnd til að vinna að viðun- andi lausn þess. Á fundi er nefndin hélt 18. júlí sl. með á- hugamönnum um þetta mál, kom fram sú hugmynd hvort ekki væri grundvöllur til þess Framhald á 15. síðu. U Thant fellst á að halda áfram NEW YORK, 2. desember (NTB- AFPi — U Thant varö í dag við áskorun Öryggisráðsins um að gegna áfram störfum framkvæmda stjóra Sþ annað kjörtímábil, eða fimm ár. Ráðið samþykkti ein- róma áskorun til Allsherjarþings- ins um að endurkjósa U Thant. Allsherjarþingið átti að fjalla urn inálið í kvöld. í áskorun sinni til U Thants sag'ði Öryggisráðiö, að hann mundi þjóna brýnustu hagsmun- um heimssamtakanná, ef hann héldi áfram í embætti. Ráðið seg- ir í tilkynningu, að meðlimir þess virði þá afstöðu, sem U Thant tók, er hann tilkynnti að hann hygðist segja af sér, hverjar svo sem skoðanir þeirra væru á at- hugasemdum þeim, sem liann gerði. Meðlimir ráðsins léti í ljós ónægju sína með frumkvæði það, er U Thant tók, þegar hann vakti athygli ráðsins á þeim grundvall- arvandamálum, sem heimssamtök- in standa andspænis og hinni ugg- vænlegu þróun viða í heimin- um. í svari U Thants til ráðsins kveöst hann vona, að umræður um „þessi mál og hina kvíðvfen- legu þróun á ýmsum stöðiim1' styrki samtökin og treysti heins- friðinn. í þessari von kveðst U Thant verða vi'ð áskorun ráðs ns. Á leynifundi í dag skuldbundu meðlimir ráðsins sig til að t»ka vandamál þau, sem U Thant hef- ur áhyggjur af, til gaumgæfil^gi'- ar athugunar. 3. desember 1966 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.