Alþýðublaðið - 11.12.1966, Page 2
2
''AVAViAAM
’.wav.wM
W&MUT;
■A».wily
AV
SáM
i^ér hvilist! Sparið tíma, erfiði
og öðlist óteljandi gleðistundir \
með því að.nota símann
Það er mikil ánægja fólgin í
því, að geta hvenær sem er'grip-
ið símann, rabbað við vini og
skyldmenni hvort heldur það er
nær eða fjær, handan götunnar
eða á yztu nesjum um áhuga-
og dægurmál. Það veitir yður
hvíld og tilbreytingu í önnum'
dagsins. Síminn er eitt mesta
menningartæki nútímans. Verk-.
svið hans eru óteljandi. Siminn
er ómissandi!
Jólin nálgast með öllu sínu amstri og erfiði
jafnframt gleði og hamingjustundum. —
JólainnkaUpin fara í hönd, þá er síminn hinn
rétti tengiliður MILU YÐAR OG OKKAR
C£á££ st IXcttcUL
j
Skriffinnska
og enn meiri
skriffinnska
Havana 10. 12. (NTB-Reuter)
Barátla sú, sem Castro íorsæt
isráðherra hóf gegn skrif-
finnsku hefur kostað alltof
mikla skriffinnsku.
í ræðu sem Castro hélt
i gærkvöldi sagði hann, að af
nema yrði skriffinnskuna í bar
áttunni gegn skriffinnsku, þar
sem baráttan einkenndist af
skriffinnsku. Hann benti á í
þessu sambandi á allar nefndir
þæ.r, sem allar ríkisstofnanir
hefðu skipað til að koma á
vinnuliagræðingu í baráttunni.
Hann sagði að afnema yrði skrif
finnskuna í þessum nefndum.
■
„Ognarstjórnar"
krafizt í Kína
MOSKVU og HONGKONG, 10.
des. (NTB-Rcuter).
Rauðu varðliðarnir i kínverska
fylkinu Szechwan hafa kraflzt
þess að innleitt verði „tímabii
rauðrar ógnarstjórnar" til þess að
hreinsa andstæðinga Mao Tse-
tungs í fylkinu, að sögn sovézku
fréttastofunnar Tass Fréttaritari
Tass segir, að Rauðu varðliðarnir
mæti harðri mótspyrnu í Szech-
wan og annars staðar í Suðvest-
ur-Kína.
Japanska fréttastofan Kyodo
hermir að Rauðir varðliðar úr
leikskóianum í Peking hafi hand
tekið fv. borgarstjóra Peking,
Peng Chen, aðfaranótt 4. des-
ember og komið á fót dómstól,
sem dæmdi í máli hans. Varðlið
arnir óku í almenningsvögnum
til heimilis Peng Chens um há
nótt, klifruðu yfir girðingu um-
hverfis húsið og fengu samþykki
varðanna við húsið til að nema
Peng Chen á brott.
Nokkrir aðrir kunnir Kínverjar
voru handteknir samtímís, en
varðliðarair létu til skarar skríða
þegar kona Mao Tse-tungs hafði
fordæmt Peng Chen. Réttarliöld
in tóku tvo klukkutíma, en ekki
er vitað hvort dómur hafi verið
Framhald á 15. aíðu.
11. desember 1966 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐ10
Þórshöfn Færeyjum, 10. des,
Einkaskeyti tii Alþýðublaðsins.
Fimmtudaginn 8. desember
kom lögþing Færeyja saman til
fundar, sem jafnframt var fyrsti
fur.dur þingsins eftir lögþings-
kosningarnar 8. nóvember sl.
A þessurn fundi var kosinn þing
forseti, sem hér í Færeyjum er
raunar kallaður þingformaður. Þá
voru kjörbréf einnig rannsökuð
og kjörbréf hinna nýju þing-
manna, sem kosningu hlutu og
voru samþykkt.
Næstu daga fara svo fram um
ræður milli flokkanna um mögu
lega stjórnarmyndun og stjórn-
arsamvinnu. Frá því að úrslit
kosninganna urðu kunn hafa
flokksleiðtogar lítið eða ekkert
ræðst við um stjórnarmyndun, og
heyrist sagt að mikið beri á
milli og fremur sé ólíklegt að
samkomulag náist. Fjárlög ársins
1966-1967 falla úr gildi 1. april
næstkomandi og verður st.iórnar-
myndun að vera lokið innan þess
tíma Ef stjórnarmyndun hefur
þá ekki tekizt verður að efna til
nýrra kosninga fyrir 1. apríl og
telja menn líklegast að sú munl
verða raunin.
Franskur drengjakór
kemur hingað um jólin
Víðförull og frægur franskur
drengjakór kemur til Reykjavíkur
um hátíðirnar og kemur hingað
gagngert frá Frakklandi tii þess
að lialda tónleika. Kórinn synigur
hér í Landakotskirkju og Háskóla
bíói og annas Pétur Pétursson
fyrirgreiðslu.
Þetta er drengjakórinn ,,Les
Rossignolets de Saint- Martin“,
eða Hinir Litlu Næturgalar heil
ags Marteins, frá Roubaix. Það
er franskur iðnaðarbær með um
111.000 íbúa, skammt frá belgísku
landamærunum. Kórinn var stofn
aður árið 1952 af ábótanum Paul
Assemaine. Stjórnandi Litiu Næt
urgalanna nú er J.M. Braure ábóti
og hefur verið tvö undanfarin ár
og kennari hans og leiðbeinandi.
í kórnum eru 35 drengir og ungir
menn á aldrinum 9 til 21 árs en að
jafnaði eru yngstu drengirnir ekki
með á löngum ferðalögum kórsins.
Litlu Næturgalarnir syngja jöfn
um höndum sígilda franska söngva
þjóðlög frá ýmsum löndum, póli
fónískar mótettur, negrasálma og
verk eftir gömlu meistarana eins
og Bach, Scarlatti, Rameau, Mozart
og Palestrina. Einnig verk eftir
tónskáld, sem standa nær okkar
tíma, eins og Grieg og Ravel.