Alþýðublaðið - 11.12.1966, Síða 5
Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. desember 19G6
5
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnar- fulltrúi: Eiður Guð'nason. Ritstjóri Sunnudagsblaffs: Kristján Bersi Ólafsson. — Símar: 14900-14903 — Auglýsingasúni: 14906. Affsetur Alþýðuhúsiff viff Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiffja Alþýffu-
ÆceEGöi
ímm® blaðsins. — Áskrlitartgj. kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakiff,
ROTHOGGIÐ
ERKI ER að efa, að almenningur hef-
ur fengið meiri upplýsingar um verð-
stöðvunarstefnu ríkisstjórnarinnar og
afstöðu stjórnarandstöðunnar til henn-
ar af sjónvarpsþættinum „Á öndverð-
um meiði“ en af löngum umræðum í
þingsölum. Sérstaklega þótti tíðindum
sæta sú yfirlýsing Ólafs Jóhannesson-
ar, varaformanns Framsóknarflokksins,
að. hann mundi greiða frumvarpinu at-
kvæði.
Ekki getur neinum dulizt, að sérstök
þörf er á almennri verðstöðvun nú, þeg
ar útflutningsatvinnuvegirnir búa við
lægra verð en áður á erlendum mörkuð
um. Þá á almenn stefna um verðstöðv-
un ekki síður að ná til landbúnaðar-
vöru og annara veigamikilla greina en
til þess varnings, sem venjulegt verð-
lagsyfirlit hefur fjallað um. Kom það
fram hjá Gylfa Þ. Gíslasyni, viðskipta-
málaráðherra, að rúmlega helmingur
þeirra vísitöluhækkana, sem orðið hafa
undanfarin misseri, eigi rót sína að
rekja til landbúnaðarvöru.
Framsóknarmenn hafa valið sér þá
furðulegu afstöðu að telja verðstöðvun
ríkisstjórnarinnar 'aðeins áróður eða
kosningabrellu. Ef Hermann Jónasson
hefði getað komið á slíkri verðstöðvun
haustið 1958, er ekkert líklegra en að
hann hefði bjargað tilveru vinstri
stjórnarinnar og haldið völdum enn um
sinn. Þá hefðu fr'amsóknarmenn vænt-
anlega ekki talað um áróðursbragð.
Það er ekki sama hver 1 hlut á.
Sú verðstöðvun, sem ríkisstjórnin hef
ur tekið upp og er að lögfesta, er í raun
inni miklu meira en gamlar heimildir
til verðlagseftirlits, sem þó ná ekki til
landbúnaðarvöru. Kjarni hirmar stefn-
unnar eru miklar niðurgreiðslur, sem
byggj'ast á hagstæðum fjárhag ríkis-
sjóðs. Stefnan í heild getur varla náð
tilgangi sínum, nema öll þjóðin samein
ist um hana og skilji hana.
í lok sjónvarpsþáttarins má segja, að
Gylfi liafi rekið prófessor Ólafi rothögg
ið, er hann benti á, að framsóknarmenn
mundu ekki greiða frumvarpinu um
stöðvun atkvæði á Alþingi, ef þeir
tryðu því, sem þeir sjálfir segja þjóð-
inni, að frumvarpið sé aðeins kosninga
brella. Það er nýtt, ef Framsóknarmenn
telja sér nauðsynlegt að greiða atkvæði
með „kosningabrellum“ ríkisstjómar-
innar.
-----------!--!-------------------------*
Bótagreiðslur
al amannatrygginganna
í Reykjavík ;
Greiðsía fjiilskyldubóta í desember hefst sem hér segir:
Þriojudaginu 13. september hefjast greiffslur með 3 börnum
og fleiri í fjölskyldu.
Föstudagrinn 16. desember hefjast greiðslur með 1-2 börn-
um í fjölskyldu.
i.
Athygli skal vakin á því, að á mánudögum er afgreiðslan
opin til kl. 4 síðdegis og auk þess verða greiddar allar
tegundir bóta til kl. 5 síðdegis föstudaginn 16. desember
og laugardaginn 17. desember.
Bætur greiðast gegn framvísun nafnskírteinis bótaþega.
Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi á aðfangadag og
hefjast eggi aftur fyrr en á venjulegum greiðslutímum bótai
í janúar.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.
Heimsþekkt (
svissnesk gæða-
úr vandið valið
veljð NIVADA
— Kaupið úrin
hjá úrsmið.
Magnús Ea Baldvinsson,
_ úrsmiður, — Laugavegi 12, sími 22804.
Hafnargötu 49, Keflavík.
að örva og styrkja ný tök í kirkju
legri starfsemi svo og til þess að
launa menn til nauðsynlegra
starfa í þágu þjóðkirkjunnar, án
þess að eiga það undir löggjaf-
arvaldið að sækja hverju sinni.
Þetta mundi styrkja aðstöðu
kirkjuþings og veita því allmiklu
traustari fótfestu“. Þetta segja
biskup og kirkjuþing urn sjóð-
inn.
í 62. grein stjórnarskrár lýð-
veldisins íslands segir, að hin
evangeliska lúterska kirkja skuli
vera þjóðkirkja á íslandi, o:g
skuli ríkisvaldið að því leyti
styðja hana og vernda. Trúar-
bragðafrelsi er svo staðfest í 63.
og 64. grein stjórnarskrár-
innar. Hinsvegar er að sjálf-
sögðu hæpið að segja, að toér á
landi ríki algjört trúfrelsi, þeg-
ar ein tegund trúarbragða er tek
in fram yfir aðra, boðun hennar
'haldið uppi með ærnum kostn-
aði og undirstöðuatriði hennar
skyldunám í skólurn.
Meðan það ástand helzt hér á
landi, að ríki og kirkja eru ekki
aðskilin, sem auðvitað ætti þó
að vera, þá hlýtur það að vera í
senn sjálfsagt og eðlilegt að rík-
ið hafi með fjárreiður kirkjunn-
ar að gera og kjörnir fulltrúar
fólksins, sem jafnframt hafa fjár
veitingarvaldið í sínum höndum
ráði einnig yfir fjármálum ríkis-
kirkjunnar. Þetta er í rauninni
bæði einfalt og sjálfsagt, þótt
frumvarpið, sem hér var getið
að framan geri ráð fyrir því, að
svipta þingmenn hluta af fjár-
veitingarvaldinu og fá það bisk-
upi og kirkjuþingi. Yfirieitt heyr
ast 'þingmenn ekki barma sér yf-
ir því, að þeir hafi of mikil völd,
heldur hinu igagnstæða, að stöð-
ugt sé verið að rýra valdsvið Al-
þingis.
Sú stefna hlýtur að vera hæp-
in, að ekki sé meira sagt, að ef
mönnum tekst að spara eitthvað
í ríkisrekstrinum þá megi þeir
hirða þann sparnað, eða ráðstafa
honum sjálfir. Það hefði verið
fróðlegt að heyra til dæmis Magn
ús Jónsson fjármálaráðherra
láta-í l.iós álit sitt á þessari reglu
sem nú virðist eiga að lögleiða.
Ivfagnús hefur mikið talað um
sparnað í ríkisrekstrinum og tek
ið þar hispurslausar til orða en
fyrirrennarar hans. Yarla getur
liann verið samþykkur þessari
reglu, því ef henni yrði fylgt al-
mennt er hætt við að ríkisbú-
skapurinn yrði undarlegur eftir
þó ekki væri nema nokkur ár.
Ýmislegt annað er í þessu frum-
varpi, sem skrifa mætti langt
Eiður Guðnason ritstjórn-
arfulltrúi ritar kjallara-
greinina að þessu sinni, og
fjallar hún um frumvarp
það, er nú liggur fyrir Al-
þingi, um prestakallaskip-
un og kristnisjóð og fleira.
mál um. Biskupi eru þar til dæm-
is veittar ærnar heimildir, eins
og til dæmis: Biskupi er heimilt
með samþykki ráðherra að ráða
prestvígðan mann til sérstakra
starfa í Skálholti (6. grein). Bisk-
upi er heimlit að ráða 2 prest-
vígða menn til að gegna prests-
þjónustu um stundarsakir í for-
föllum (7. grein). Biskupi er
heimilt að ráða prestvígðan
mann sem æskulýðsfulltrúa
þjóðkirkjunnar og tvo menn hon-
um til aðstoðar (8. grein). Bisk-
upi er heimilt að ráða prestvígð-
an mann til sérstakrar sjúkra-
húsþjónustu í Reykjavík (9. gr.)
Kirkjustjórn er heimilt að ráða
prestvígðan mann til kirkju-
legra starfa meðal íslendinga í
Kaupmannahöfn (10. gr.) Þá
heimilar 11. igrein biskupi að
ráða prestvígðan mann til að
starfa meðal íslenzkra sjómanna.
Meðan kirkjusókn og áhugi á
trúmálum er ekki meiri í land-
inu, en raun. ber vitni, er lítil á-
stæða til að auka á veldi og em-
bættisbákn kirkjunnar, sem þeg-
ar er ærið fyrir, og þjóðinni
dýrt.
Ég tel mig tovorki heiðnari né
kristnari en hvern annan íslenzk
an þjóðkirkjumann, en get samt
ekki varizt því, að nokkurn ugg
hefur sett að mér nú síðustu ár-
in. Ég sé nefnilega ekki betur en
verið sé að reyna að umbreyta
hinni evangelísku lútersku ríkis-
kirkju íslands í einskonar bast-
arð af kaþólsku og lútersku. Ap
minnsta kosti virðist þróunin öll,
vera í þá átt; kórdrengir við,
Iguðsþjónustur, grallarasöngur,
messuklæði gullslegin og fleira.
Þetta er því furðulegri þróun,
þegar þess er gætt, að kaþólska
kirkjan er nú sem óðast að
hverfa frá allskyns skrautleg-
heitum og tilburðum í helgihaldi.
Það er áreiðanlega kominn
tími til fyrir okkur íslendiriga,
að staldra við og skoða hug okk-
ar og athuga, hvað það er sbm
raunverulega er verið að Igéra
innan íslenzku þjóðkirkjunriai'.
Hver er afstaða fólks almenntdil
kirkjunnar og presta? Vill fólk
aðskilnað ríkis og kirkju? Hvters
vegna er unga fólkið frábitið
kirkjusókn. Svo mætti áfram
telja. Það er ekki hægt að halda
mikið lengur áfram á sömu bráut
og nú er farin; til þess er 1 of
mörgum spurningum ósvarnð.
Að lokum mætti taka undir það,
sem Einar Olgeirsson sagði á AI-
þingi á fimmtudaginn var, þótt
annars sé yfirleitt ekki ástæða
til að hampa ummælum hans, ien
Einar sagði um breytingarnat' t
íslenzku kirkjunni: Hvað muridi
Lúther segja, e£ hann sæi það
sem er að ske?