Bókasafnið - 01.01.1974, Page 3
STEFÁN JÚLÍUSSON
Almenningsbókasöfn og ævilangt nám
Grein þessi er útvarpserindi, sem höf. flutti í júlí 1972.
Vorið 1972 var haldin í Danmörku á veg-
um Evrópuráðsins ráðstefna um alrnenn-
ingsbókasöfn og ævilangt nám. Ráðstefnan
var haldin í skóla dönsku tryggingafélag-
anna í Rungsted á Eyrarsundsströnd Sjá-
lands, en þar er hin besta aðstaða til dvalar
og fundahalda. Þátttakendur voru um 50
frá 20 Evrópulöndum.
Vera má, að lesendur kippist ögn við,
þegar þeir sjá orðasambandið „ævilangt
nám“. Iíannski spyrja þeir ósjálfrátt: Hvað
er maðurinn nú að fara? Eru umræður ekki
nógar um fræðslu og menntun, skóla og
nám, þótt ekki sé farið að nrasa um ævilangt
nám? En leyfið mér að skýra þetta örlítið
nánar, áður en lengra er haldið.
Hvað er œvilangt nám?
Á síðari árum hefur mikið verið rætt og
ritað um fræðslu fullorðinna, alþýðumennt-
un eða almenningsmenntun. Ráðstefna sú,
sem hér unr ræðir, fjallaði um þetta efni
jafnlrliða alnrenningsbókasöfnum. Rétt þýð-
iirg á öðrum lið yfirskriftar ráðstefnunnar
„permanent education“ eða „éducation per-
manente“ væri þó alls ekki fullorðinsfræðsla
eða eitthvað þess háttar, því að inntakið í
erindum og umræðum á ráðstefnunni var
miklu víðfeðmara og almennara en hið til-
tölulega þrönga viðtekna lrugtak fræðsla.
Og áberandi í huga hið gamla, íslenska spak-
mæli „svo lengi lærir sem lifir“, hef ég leyft
mér að kalla viðfangsefnið ævilaxrgt nám.
En hvað er þá ævilangt nám? Með hlið-
sjón af viðfangsefni og umræðum á ráð-
stefnunni er einnig rétt að gera nokkra nán-
ari grein fyrir því atriði.
Ekki jrarf að orðlengja jrað, hversu jrjóð-
félagshættir hafa breyst mjög á síðustu ár-
um og áratugum, svo að viðhorf fólks til
starfa eru öll önnur en áður var. Tækni
kallar á kunnáttu, nýjar vélar heimta end-
urhæfingu, ný efni krefjast nýtTar þekking-
ar. Áður gat sanri nraður unnið sömu störí
með svo að segja sömu verkfærunr og sönru
handtökunr alla ævi. Þetta er liðin saga. Fjöl-
breytileiki starfa, verkfæra, efnis og að-
stæðna eykst með ári hverju. Nýtt og óþekkt
tekur við af gönrlu og jrekktu. Þessu er ekki
síður til að dreifa unr skoðanir, kenningar
3