Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 5
aldri, sem jafnan vill fræðast og leita sér
nýrrar þekkingar til að auðga líf sitt og efla
þroska sinn. Þetta eru einstaklingar, sem
vilja afla sér betri þekkingar á tilteknu
áhugasviði eða vegna tómstundaiðju, rnest
til ánægju og hugarhægðar, en stundum
hópar um ákveðið verkefni, annaðhvort til
nytsemdar eða lífsfyllingar.
Það ræður af líkum, að langerfiðast er að
koma til móts við óskir þessara sundurleitu
hópa eða einstaklinga og leggja þeim lið í
viðleitni þeirra, tilraunum og könnunum.
Leshringir, námsflokkar og föndurhópar
aldraðs fólks eru þekktir, en sjálfsnám ein-
staklingsins fer fram á hljóðlátari hátt, oft-
ast í kyrrþey og á eigin spýtur.
Bókasafnið vettvangur leitandi fólks
Það var samdóma álit allra fulltrúa á um-
ræddri ráðstefnu, að nútíma þjóðfélag þyrfti
að koma til móts við og veita sem besta
aðstöðu öllum þeirn hópum fólks í ævi-
löngu námi, sem hér hafa verið nefndir.
Það var einnig skoðun fulltrúa, að almenn-
ingsbókasafnið þyrfti og ætti að leggja fram
mikinn skerf til þessarar starfsemi. Það væri
sá vettvangur, sem best ætti að vera til þess
fallinn að verða við óskurn, þörfum og kröf-
um hins venjulega þegns í ævilöngu námi.
Höfuðviðfangsefni ráðstefnunnar var að
ræða og kryfja til mergjar, hvernig almenn-
ingsbókasafn ætti að vera búið gögnum,
húsrými og mannafla til að geta sinnt því
hlutverki sínu á sem bestan hátt að vera
borgurunum aðfanga- og athafnavettvang-
ur í menningarviðleitni jreirra til þroska,
menntunar og ánægju. Fjögur erindi voru
flutt um búnað og gögn almenningsbóka-
söfn, og tvö fullkomnustu borgai'bókasöfn
á Sjálandi voru skoðuð í þessu augnamiði.
Ég skal fúslega játa það hér, að vafalaust
kann mörgum íslendingum að koma jrað
kynlega fyrir sjónir, að bókasafn skuli vera
álitið svo mikils virði í uppbyggingu þeirr-
ar menningarstarfsemi, sem hér hefur verið
nefnt ævilangt nám. Örfá almenningsbóka-
söfn á íslandi eru svo vel úr garði gerð, að
þau gætu sinnt þessu verkefni, svo að veru-
legu gagni kæmi. Til þessarar staðreyndar
má vafalaust rekja þá ráðstöfun fræðsluyf-
irvalda, að þegar skipuð var nefnd til að
undirbúa og gera tillögur um fræðslu full-
orðinna, var jrar enginn fulltrúi, sem hafði
sérþekkingu á bókasafnsstarfsemi. Sennilega
hefði þetta hvergi getað gerst nema hér á
landi, og er það allgóður vitnisburður um
Jrann skilning á uppbyggingu og starfsemi
almenningsbókasafns, sem ríkt hefur hér
fi'am til þessa. Stjórnvöld og almenningur
hafa ekki litið á bókasafnið sem alhliða
menningarstofnun, heldur miklu fi'emur
sem takmarkaða útlánastöð bóka. Þessi
skoðun verður að breytast, ef þjóðfélag þétt-
býlis, nýrra vinnubragða og lífsviðhorfa á
að vera fært um að veita þeguunum ]>á
nauðsynlegu mannbót og Jrað menningar-
framlag, sem felst í hugtakinu ævilangt nám.
Auknar frístundir hrópa á betra bókasafn.
Félagsheimili og bókasafn
Hvergi kemur betur í ljós hinn takmark-
aði skilningur yfirvalda á hlutverki al-
menningsbókasafna í nútímaþjóðfélagi en
í skipulagningu og uppbyggingu hinna svo-
kölluðu félagsheimila. Á undanförnum ára-
tugum hefur hundruðum og aftur hundr-
uðum milljóna verið varið til byggingar
glæsilegra félagsheimila úti um allt land.
Ætla hefði mátt, að bókasafn sveftarfélags-
ins eða héraðsins hefði yfirleitt fengið gott
rými og aðstöðu í þessum stóru og dýru
félagsheimilum. Lestrarfélagið eða bóka-
safnið var þó alla jafna ein elsta menning-
arviðleitnin í sveitinni eða héraðinu og átti
sums staðar ríkan þátt í að efla félagsþroska
fólks og menningarframsókn. En með ör-
fáum undantekningum hefur Jressu verið
öfugt farið. Venjulegast er bókasafninu hol-
að niður í kjallarakompu eða afkima til
hliðar í hinum glæsilegu félagsheimilum,
5