Bókasafnið - 01.01.1974, Side 8

Bókasafnið - 01.01.1974, Side 8
GUÐRÚN KARLSDÓTTIR Bókasöfn í Færeyjum Tvö stærstu bókasöfn í Færeyjum, Borgar- bókasafnið í Þórshöfn (Býarbókasavnið) og Landsbókasafnið (F0roya Landsbókasavn) eru staðsett í Þórshöfn á Straumey. Frá Landsbókasafninu eru starfrækt útibú bæði í sjálfri Þórshöfn og annars staðar á eyjun- um. Hér verður einkum fjallað um Lands- bókasafnið, en það er stærst færeysku safn- anna og jafnframt elsta bókasafn í Færeyj- um. Önnur söfn verður aðeins lítillega drepið á. Landsbókasafn Færeyja var stofnað árið 1828 eða áratug síðar en Landsbókasafn ís- lands. Nefndist safnið þá Fproya Amts Bókasavn. Sú þjóðernisvakning, sem fór um Norðurálfuna um þessar mundir og hafði mikil áhrif hér á íslandi sem annars staðar, barst einnig til Færeyja og Færeyingar tóku að leggja aukna rækt við menningarlega arf- leifð sína. Þar, eins og hér á íslandi, komu menningarfrömuðirnir Carl Christian Rafn og Rasmus Rask mjög við sögu og áttu drjúgan þátt í stofnun Landsbókasafns. Jens Davidsen, landsbókavörður, hafði einnig verið einn aðalhvatamaðurinn að stofnun Landsbókasafns. Framan af 19. öld fékkst lítið fræðirita í Færeyjum. Þær bækur, sem helst voru fáan- legar í dönsku kóngsverslununum, voru danskar lestrar- og sálmabækur. Þeir, sem vildu eða þurftu að lesa annað, urðu að skrifa til Kaupmannahafnar eftir bókum. Embættismenn hljóta að hafa átt einhvem kost fræðirita. Um slík einkasöfn er þó lítið vitað og ekki virðast þau almennt hafa geng- ið til Landsbókasafnsins. Stofnbókakostur Landsbókasafnsins er samt sem áður einmitt einkabókasafn. Það einkasafn var í eigu lögfræðings að nafni Hammershaimb. Hammershaimb lést 1828 og voru bækur hans seldar á uppboði 31. júlí 1828. Keypti Landsbókasafnið 217 bindi. í safni Hamm- ershaimbs voru aðallega lagabækur og land- búnaðarrit en einnig sagnfræðirit og fagur- bókmenntir. Árið 1830 fluttist safnið í eigið húsnæði. Landsbókasafnið var útlánasafn frá upphafi og er enn. Síðar var lögð ríkari áhersla á varðveisluskyldu safnsins og það gert að eiginlegu þjóðbókasafni. Útlán safnsins jukust árvisst framan af en síðan tók að draga úr útlánum aftur og gekk svo fram til ársins 1860. Eftir að Jens David- sen landsbókavörður deyr árið 1878, lendir safnið í öldudal aftur og er það þá lokað um tíma. Árið 1918 verður mikil vakning í bóka- safnsmálum í Færeyjum. Þá kemur fram tillaga í Danmörku um að gera Landsbóka- safnið að nokkurs konar miðsafni fyrir Fær- eyjar og árið 1919 fór þáverandi landsbóka- vörður, M. A. Jacobsen, til Danmerkur að kynna sér bókasafnsskipan þar í landi. Sneri hann aftur til Færeyja árið 1920. Þá var hafist handa um endurskipulagningu bóka- safnsins og jafnframt byrjað að flokka í samræmi við danska útgáfu Dewey-kerfis- ins. Var það mikið verk og unnið við það næstu áratugi. Eftir að M. A. Jacobsen kemur aftur 8

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.