Bókasafnið - 01.01.1974, Qupperneq 13

Bókasafnið - 01.01.1974, Qupperneq 13
EINAR SIGURÐSSON Umræðufundur norrænna rannsóknarbóka- varða í Reykjavík 8.-13.október 1973 Norrænir bókaverðir hafa lengi haft með sér margvíslegt samstarf, og væri of langt mál að skýra frá því til hlítar. Þátttaka ís- lenskra bókavarða í þessu samstarfi á sér hins vegar vart lengri sögu en sem nemur einum áratug. Árið 1964 var haldið í Gautaborg eitt liinna stóru norrænu þinga, þar sem þátttaka skiptir hundruðum. Af Islands hálfu sótti þetta þing m. a. dr. Finn- bogi Guðmundsson, sem þá var í þann veg- inn að taka við embætti landsbókavarðar. Þar munu fyrst hafa verið hafðar uppi ráða- gerðir um þátttöku okkar í Sambandi nor- rœnna rannsóknarbókavarða — Nordisk Videnskabeligt Bibliotekarforbund (NVBF). Vorið 1966 var stofnuð hér Deild bóka- varða í rannsóknarbókasöfnum, og gerðist hún þá um sumarið aðili að NVBF. Samband norrænna rannsóknarbókavarða var stofnað 1947. Það heldur þing með al- mennri þátttöku frá öllum aðildarlöndun- um á fjögurra ára fresti. Einn fulltrúi héð- an sótti slíkt þing í Finnlandi sumarið 1966 og í Svíþjóð 1970, en fimm í Þrándheimi í júní sl. En sambandið hefur frá öndverðu leitast við að halda jafnframt svo sem einu sinni á ári umræðufundi —svokallaða hring- borðsfundi>— þar sem þátttaka er bundin við fjóra til fimm fulltrúa frá hverju landi og venjulega er tekið fyrir tiltölulega afmark- að efni til rækilegrar meðferðar. Bókaverð- ir héðan hafa á undanförnum árum sótt nokkra slíka fundi, en það var ekki fyrr en sl. haust, nánar tiltekið dagana 8.—13. októ- ber, að fundur af þessu tagi var haldinn hér, og sá Deild bókavarða í rannsóknarbóka- söfnun um framkvæmd hans. Þeim, sem stóðu að fundarhaldinu af hálfu íslands, þótti mikið við liggja, að öll skipulagning tækist vel. Loftleiðir sáu um flutning og gistingu þátttakenda, og á hóteli þeirra var fundurinn einnig hald- inn. Aðbúð þar og aðstaða til fundarhalds- ins var mjög góð. Erlendu þátttakendurnir, sem voru 17 talsins, komu allir með sömu flugvél síð: degis mánudaginn 8. okt. Um kvöldið bauð formaður íslensku deildarinnar, dr. Finn- bogi Guðmundsson og kona hans, þátttak- endum öllum heim til sín til kvöldverðar, og var það erlendu þátttakendunum óvænt ánægja að hefja dvöl sína hér með heim- sókn á einkaheimili. Morguninn eftir hófst mótið með ávarpi menntamálaráðherra, Magnúsar Torfa Ólafssonar, en síðan flutti dr. Björn Sigfússon erindi, sem hann nefndi Tilveru íslenskra rannsókna og stöðu ís- lands sem norræns ríkis. Að erindinu loknu óskuðu erlendu gestirnir eftir enn frekari fræðslu um aðstæður hér á landi og fram- tíðarhorfur, og svöruðu dr. Björn og ís- lensku þátttakendumir ýmsum spuming- um þar að lútandi. Eftir hádegi hófust svo hin eiginlegu fundarstörf, og var þeim fram haldið þann dag allan og daginn eftir, mið- vikudag, en þá um kvöldið bauð íslenska deildin erlendu gestunum til kvöldverðar i Norræna húsinu, með almennri þátttöku deildarfélaga. Sýnd var landkynningarkvik- mynd, er Loftleiðir léðu, og einn erlendu 13

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.