Bókasafnið - 01.01.1974, Page 14

Bókasafnið - 01.01.1974, Page 14
þátttakendanna, Esko Hakli frá Helsing- fors, hélt ræðu. Fimmtudaginn 11. okt. var gert hlé á fundarhöldunum, og var Lands- bókasafn heimsótt um morguninn, en síð- an þágu þátttakendur hádegisverð í boði menntamálaráðherra. Að því búnu var Há- skólabókasafn heimsótt og síðan Arnastofn- un. Þá tók við fundur í Norræna liúsinu með stjórn Bóksalafélags íslands, en nokkr- ir þátttakenda höfðu látið í ljós óskir um að hitta forsvarsmenn bókaútgefenda með til- liti til öflunar íslenskra bóka. Loks var þennan dag síðdegisboð hjá sendiherra Svía. Á föstudag var þingað daglangt, og loka- fundur mótsins var haldinn fyrir hádegi á laugardag. Síðdegis þann dag tóku sumir þátttakenda sér far til Vestmannaeyja, aðrir skoðuðu sig um í Reykjavík og nágrenni. Fyrir fundinn höfðu heimamenn kviðið því nokkuð, að íslensk haustveðrátta kynni að gera gestum okkar lífið leitt. Sá ótti hafði þó til þessa reynst ástæðulaus. En nú reið á miklu, því að sunnudaginn 14. okt., síðasta dvalardag gestanna hér, var ætlunin, að þeir færu hina sígildu hringferð um Suð- urland og viðkomustaðir yrðu Þing'vellir, Skálholt, Geysir, Gullfoss og Hveragerði. En heppnin var enn þá með í för, veður liélst þann dag svo bjart og fagurt sem framast má verða á íslenskum haustdegi. Til við- bótar fundargestum slógust í ferðina nokkr- ir íslenskir bókaverðir, og gáfust hér enn tækifæri til frekari kynna og viðræðna. Gest- irnir áttu að halda utan í býtið á mánu- dagsmorguninn, og kvöddu þeir því heima- menn með virktum við komuna til Loft- leiðahótelsins að enduðu ferðalaginu. Varð ekki annað séð en þeir væru harðánægðir með dvöl sína liér, þótt þeir að vísu fengju ekki að reyna íslenska haustveðráttu í öll- um sínum fjölbreytileika! Nú má ætla, að háttvirtum lesendum þyki tími til kominn, að eitthvað sé sagt frá fundarhaldinu sjálfu og umræðum þar. Fundarmenn á tröppum Landsbókasafnsins. 14

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.