Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 16
prentun], skulu þegar ráða bót á því. Nauð- synlegt er að gera sér þess grein, að jafn- framt því sem margs konar efni er nú á dögum fjölfaldað til takmarkaðra einka- nota, eru á hinn bóginn einnig ýmis mikils háttar verk gerð með offsetfjölritun og öðr- um ámóta aðferðum. Ákvörðun um, hvaða efni skuli vera skilaskylt má ekki vera und- ir því komin, hverjum aðferðum beitt er við fjölföldun þess. Um nýsigögrr (hljómplötur, bönd, filmur o. s. frv.) hagar svo til, að unnið er að mót- un ákvæða um skylduskil þeirra í sumum landanna, og ber einnig að taka þau mál upp til ákvörðunar í öðrum. Einkum er brýnt, að þjóðbókasöfn fái efni af þessu tagi, þegar um er að ræða frumútgáfu bók- menntatexta eða þvíumlíks (blindraletur, talbækur o. s. frv.) eða það er fast fylgiefni með slíkum texta honum til skýringar. Ritaskipti I umræðunum voru dregnar fram bæði hinar jákvæðu og neikvæðu hliðar rita- skipta. Til hinna jákvæðu má telja — að ritaskipti eru í sumum tilvikum eina hagkvæma — og í mörgum tilvik- um eina færa — leiðin til að afla vís- indarita frá drjúgum hluta heimsins — að ritaskipti eru í mörgum tilvikum fjárhagslega hagkvæm, miðað við það, sem söfnin þurfa til þeirra að kosta — að ritaskipti gegna mikilvægu hlut- verki með tilliti til dreifingar vísinda- rita víðs vegar um veröldina — að með vinnunni við ritaskiptin fæst oft yfirsýn og mikilsverð tengsl skap- ast, sem styrkja og örva aðra þætti safnstarfseminnar. En nokkur hætta getur einnig verið á því, að ritaskiptin íþyngi fremur en létti undir safnreksturinn. Þannig getur það borið við, að deildir þær, er annast ritaskipt- in, hyggi ekki nægilega að því, hvað af því, sem í skiptum býðst, raunverulega nýtist safninu. Getur þá svo farið, að safnið sitji uppi með efni, sem tekur mikið hillurými, en lítil eftirspurn er eftir. Þetta kann enn fremur að verða til þess, að mörg rannsókn- arbókasöfn á Norðurlöndum varðveiti sömu lítt notuðu ritin. Nú á dögum gerist æ tíðara, að bókasöfn- unum standi ekki til boða til notkunar í ritaskiptum þau rit, sem hafa hvað mest fræðilegt gildi. Þetta veldur röskun og ör- yggisleysi í skiptastarfseminni. Þegar metnir eru kostir og ókostir skipta- starfsemi, verður niðurstaðan sú, að hún hljóti að teljast óhjákvæmilegur þáttur í bókaöflun safnanna. Við umræðumar var lögð rík áhersla á eflingu samvinnu hinna norrænu rannsókn- arbókasafna, svo að tryggja mætti sem hag- kvæmasta meðferð skiptirita. í umræðunum var komið sérstaklega að þeim vanda, sem lýtur að hlut íslands í skiptastarfseminni. Þar er um að ræða að tryggja norrænum rannsóknarbókasöfnum hæfilegt úrval þeirra rita, sem árlega koma út á íslandi. Þegar kostir Landsbókasafns þrengjast, til að sjá öðrum norrænum söfnum fyrir ís- lenskum ritum með skiptasendingum, þarí að reyna nýjar leiðir — m. a. með því að notfæra sér skrá þá um útgáfurit íslenskra bókaforlaga, sem í framtíðinni er ráðgert að gefa út á vegum Landsbókasafns. Öflun rita eftir þeirri leið, er hins vegar eingöngu komin undir áhuga og getu hvers safns um sig.* * Til skýringar skal þess getið, að Landsbókasafn hef- ur um langt árabil fengið í sinn hlut svo ríflegan fjölda skyldueintaka, að það liefur getað notað liluta þeirra til ritaskipta. Á sl. ári var hins vegar í undir- búningi frumvarp til laga um skylduskil til safna, og er það nú til meðferðar á Alþingi. — Eins og kunnugt er, hefur Bóksalafélag íslands árlega staðið fyrir út- gáfu skrár um sölubækur liðins árs. Nú er í ráði, að Landsbókasafn taki við gerð skrárinnar og henni verði m. a. breytt í það horf, að hún geti komið út oftar en einu sinni á ári. 16

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.