Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 18

Bókasafnið - 01.01.1974, Síða 18
ÞÓRDÍS Þ O RVALDSD ÓTT I R Málverkamiðlun í nokkrum íslenskum bókasöfnum Tilefni þessa greinarkorns er sú miðlun á málverkum, sem fram fór á bókasafni Nor- ræna hússins um þriggja mánaða skeið vet- urinn 1973—74. Verður nokkrum orðum vikið að tildrögum þessarar þjónustu. Málverkin, sem um ræðir, eru hluti nor- rænnar farandsýningar, „biblioteksut- stállning", sem nú er í umferð á Norður- löndum. í allri sýningunni eru 50 málverk eftir jafnmarga málara, valin af Norræna listbandalaginu, 10 verk frá hverju Norður- landanna. Þetta er tilraun, gerð til að kanna áhuga bókasafna og bókasafnsgesta á mál- verkalánum. Sýningin stendur samtímis á Norðurlöndunum, og listbandalagið ákveð- ur, hver málverk fara til hvaða lands. Verk- unum er skipt þannig, að verk tveggja lista- manna frá hverju landanna er í hverjum sýningarhluta, og verða verkin þannig 10 í hverju landi. Bókasöfnum er gefinn kostur á að hafa málverkin til sýnis og listamenn leyfa útlán eða öllu heldur leigu á verkun- um, og einnig má selja þau. Þar með geta bókasafnsgestír fengið heim með sér mál- verk á svipaðán hátt og bækur, hljómplötur eða annað bókasafnsefni. Á íslandi var það Félag íslenskra mynd- listarmanna, sem kannaði áhuga bókasalna á þessari þjónustu. Fimm almenningsbóka- söfn vildu frá upphafi taka þátt í tilraun- inni: í Reykjavík Borgarbókasafn og Bóka- safn Norræna hússins, Amtbókasafnið á Akureyri, Bæjarbókasafnið á ísafirði og Bæjarbókasafnið á Akranesi. Síðar bætt- ist Bókasafn Seltjarnarness við. Málverkin á að sýna í 2—3 mánuði á hverjum stað, og þessari farandsýningu skal vera lokið um áramótin 1974—75. Mun henni ljúka í Reykjavík, þar sem hún hófst. I Reykjavík var málverkunum skipt milli bókasafns Norræna hússins og Borgarbókasafns. Voru 3 málverk í Borgarbókasafni, Bústaðaúti- búi, en 7 í Norræna húsinu. Um útlán var farið eftir reglum, settum af Norræna listbandalaginu. Var útlánstími ákveðinn frá einni viku til eins mánaðar og var leigugjald ákveðið kr. 250 fyrir h'verja viku. Við sölu kom ákveðinn hluti leigu- greiðslu, ef kaupandinn hafði áður fengið verkið leigt, til frádráttar kaupverði. Kaup- 18

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.