Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.01.1974, Blaðsíða 19
andi skuldbatt sig til að leyfa, að málverkið færi á sýningu á bókasöfnum þeim, sem enn var eftir að sýna þau í. Undirtektir bókasafnsgesta Norræna liúss- ins voru mjög jákvæðar, og af þeim sjö mál- verkum, sem þar voru, voru sex lánuð út. Þrjú verkanna seldust, en samkvæmt fyrir- mælurn listbandalagsins verða þau látin lialda áfram til annaiæa bókasafna. í Borg- arbókasafni gekk þetta tregar, og lítil breyf- ing var á þeim verkum, sem voru þar. Af þessu má draga ýmsar ályktanir, en mér þykir alllíklegt, að bæði fæð verkanna í því safni og svo lítið veggrými til að sýna þau á, eigi einna mesta þáttinn í þeirri tregðu, sem þar varð vart. Á íslenskum bókasöfnum hefur ekki enn verið komið up|) listaverkadeildum, þar sem listaverk eru til útlána. Erlenda heitið á slíkum deildum er artotek, myndað til samræmis t. d. við bibliotek eða diskotek. Mætti ef til vill kalla artotek listlánadeild. í listlánadeild á einungis að vera frumlista- verk (original), en ekki eftirgerð. Ekki eru listlánadeildir við bókasöfn ýkja gömul fyrirbæri. Mun mega rekja þær til ársins 1946 og þá til Bandaríkjanna, en þar eru þessar deildir nú mjög algengar orðnar. Um útlánin þar er bafður á svipaður háttur og er hafður um þá norrænu farandsýningu, sem nú er um að ræða hér, þ. e. hluti leigu- upphæðarinnar rennur til eigenda lista- verkanna — í okkar tilviki sjálfra lista- mannanna. Á Norðurlöndum liófu bókasöfn ekki út- lán listaverka fyrr en eftir 1950, og þar reið Svíþjóð á vaðið. Bókasafnið í Bettna liafði samvinnu við listafélag staðarins um sýn- ingu á svartlist (grafík), bæði í aðalsafni og eins í útibúum. Voru verkin í römmum og gafst bókasafnsnotendum kostur á að fá þau lánuð heim á sama hátt og bækur, sem sé sér að kostnaðarlausu. Listaverkin, sem bókasöfnin miðluðu, voru í fyrstunni ekki eign safnanna, heldur voru þau fengin að láni frá ýmsum aðilum, sbr. bókasafnið í Bettna. Starfsemi sem þessi varð vinsæl meðal bókasafnsgesta og var þá farið að hugsa til þess, hvort bóka- söfn gætu ekki sjálf átt listaverk til útlána á sama hátt og bókakostinn og annað safn- efni. Eftir að bókasöfn fóru að leggja fram fé til kaupa á listaverkum til útlána, varð fljótlega ljóst, að mest áhersla yrði lögð á að kaupa grafisk blöð, þar eð þau hentuðu best til útlána. En málverk og önnur lista- verk eru þó allvíða í eigu bókasafna og þá lánuð út á sama hátt og grafísku blöðin. Veggspjöld, „plaköt“, eru sums staðar til útlána, t. d. frá listbbókasafninu, Kunst biblioteket, í Lyngby í Danmörku. Víða eru einnig til litskyggnur af listaverkum, og eru þær lánaðar út svo sem önnur nýsigögn (AV — audio-visuals). Ástæðurnar til þess, að grafísku blöðin eru víðast aðalhluti listaverkanna í listlánadeildunum eru ýms- ar. Áður var getið um, að þau væru hent- ugust til útlána og er það bæði vegna til- tölulega hagstæðs kaupverðs í upphafi og hentugrar stærðar og þau eru yfirleitt römmuð inn undir gler, þannig að sjálfu listaverkinu er vel hlíft. Málverk eru hins vegar erfiðari í allri meðferð, oft fyrirferð- armikil og illverjanleg fyrir hnjaski í flutn- ingi til og frá bókasafni. Norræna farandsýningin, sem hér er nú, er flutt milli safnanna í sérsmíðuðum köss- um, en slíkir kassar eru mjög dýrir og taka geysimikið geymslurými. Ýmis háttur er hafður á um það, hvernig bókasafnsgestir geti fengið yfirsýn yfir þan verk, sem hægt er að fá lánuð. Sum bóka- söfn hafa það gott veggrými, að jiar er hægt að ætla listaverkunum sérstakan stað, og get- ur þá hluti þeirra hangið til sýnis. í öðrum söfnum má velja verkin eftir litskyggnum af þeirn, sem geymdar eru á ýmsan hátt, Karl Bolay, bókavörður, sent hefur skrifað um listaverkaútlán á bókasöfnum, mælir mjög 19

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.