Bókasafnið - 01.01.1974, Qupperneq 22

Bókasafnið - 01.01.1974, Qupperneq 22
sem gefa gott yfirlit yfir það besta, sem aðrar þjóðir framleiða fyrir börn. En Barnabókastofnunin hefur fleira en barnabækur. Þar er einnig að finna bók- menntasögu og upplýsingarit um barnabæk- ur allra þjóða, sem eitthvað láta málin til sín taka. Handbækur er þar að finna um sænskar jafnt sem erlendar barnabókmennt- ir, myndskreytingar, lestrarvenjur barna, ævisögur og upplýsingar um höfunda, tíma- rit og blöð, sem fjalla um málefni barna, bæklinga, sérprent og allt það efni sem kemur inn á svið barnabókmennta. Um- sögnum um barnabækur, innlendar og erlendar, er safnað og alls er stofnunin áskrifandi að nær 70 tímaritum, sem öll fjalla um börn og bækur á ýmsum tungu- málum og frá ýmsum löndum. Barnabæk- urnar eru nú um 18.000 og handbókakost- urinn, sem er sá stærsti í Svíþjóð á þessu sviði, telur nú um 2.500 bindi. Ýmislegt er á döfinni hjá Barnabóka- stofnuninni, og mörg þau verkefni sem hún hefur beitt sér fyrir, t. d. er ætlunin að koma upp safni af myndum af öllum barna- bókahöfundum og teiknurum, svo og sýn- ishomum af leturgerðum, sem barnabæk- ur hafa verið prentaðar með gegnum ald- irnar, svo örfá atriði séu nefnd. Sænska barnabókastofnunin er til húsa í „Slátrarabænum“ (Slaktargárden), sem vit- að er að til var þegar árið 1711. Þetta hús var í eigu tveggja slátrara frá 1765—1924 að Stokkhólmsborg keypti húsið og er það nú eitt af sögulegum minjum borgarinnar. Á neðri hæð hússins er stór les- og fundar- stofa, tvö herbergi fyrir uppsláttar- og hand- bækurnar, eitt skrifstofuherbergi og eitt vinnuherbergi fyrir bókamóttöku og „pakk- hús“. Efri hæðin, sem er undir súð, hefur einnig verið innréttuð í þágu safnsins og er þar skrifstofa yfirbókavarðarins og smáeld- hús. Áföst hlaða var tengd aðalsafninu með gangi og er þar rúm fyrir um 10.000 bama- bækur. Enn er háaloftið ótalið, sem er óinn- réttað, en eins og sjá má býr safnið þegar Slátrarabærinn. 22

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.