Bókasafnið - 01.01.1974, Qupperneq 28

Bókasafnið - 01.01.1974, Qupperneq 28
Aðalfundur Bókavarðafélagsins Aðalfundur Bókavarðafélags íslands var haldinn í Norræna húsinu í Rvík fimmtu- daginn 6. júní 1974. Formaður, Ólafur Pálmason, flutti skýrslu stjórnar og rakti ýtarlega þau mál, sem stjórnin fjallaði um á síðasta kjörtímabili. Hann gat m. a. um ný félagslög, sem afgreidd voru á framhalds- aðalfundi 21. okt. 1973, rakti aðdragandann að útgáfu Bókasafnsins og undirbúning undir landsfund bókavarða. Þá gerði for- maður grein fyrir afskiptum stjórnar af hinu nýja frumvarpi til laga um almenn- ingsbókasöfn og frumvarpi til laga um námsgagnastofnun ríkisins, en þessi frum- vörp bafa bæði verið lögð fram á alþingi. Landsbókavörður, Finnbogi Guðmunds- son, sagði frá starfsemi Deildar rannsókhar- bókavarða. Minntist hann m. a. á hring- borðsfund norrænna rannsóknarbókavarða, sem haldinn var á vegum deildarinnar s.l. haust. Enn fremur gerði hann grein fyrir nýju frumvarpi að lögum um afhendingu prentskilaeintaka, sem lagt hefur verið fyrir alþingi. Páll Skúlason gerði fundarmönn- um grein fyrir útgáfu Bókasafnsins og Ein- ar Sigurðsson sagði frá undirbúningi undir landsfund bókavarða í september. Kosin var stjórn félagsins, en hana skipa eftirtaldir félagar: Þórdís Þorvaldsdóttir formaður, Eiríkur Hreinn Finnbogason varaformaður, Nanna Bjarnadóttir gjald- keri, Þórir Ragnarsson ritari og Hrafn A. Harðarson meðstjórnandi. Varamenn voru kosnir Stefanía Eiríksdóttir og Einar Sig- urðsson. Björn Sigfússon og Grímur M. Helgason voru kjörnir endurskoðendur og Páll Jónsson til vara. A fundinum kom fram tillaga frá fráfar- andi stjóm Jæss efnis, að aðalfundur fé- lagsins skyldi haldinn í sept. ár hvert, en ekki í júní, svo sem félagslög mæla fyrir um. Akveðið var að vísa þessari tillögu til fram- lialdsaðalfundar, sem haldinn yrði í tengsl- um við landsfund bókavarða. Þ. R. MÁL O G MENNING — HEIMSKRINGLA NÝJAR BÆKUR 1973 — 1 974 Björn Th. Bjömsson: Aldateikn Brynjólfur Bjarnason: Með storminn í fangið I—II Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn III Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn IV Helgi Hálfdanarson: Kínversk ljóð frá liðnum öldum Hjörleifur Guttormsson: Vistkreppa eða náttúruvernd Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn Þórbergur Þórðarson: Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn V Jóhannes úr Kötlum: Ljóðasafn VI Þorleifur Einarsson: Gosið á Heimaey Bréf til Láru (íslenzk, ensk, norsk og þýzk útgáfa) Bókaskrá Máls og menningar — Heimskringlu kemur út í byrjun hvers árs

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.