Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 8

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 8
MERKISAFMÆLI — Nei, ég fer með mömmu. En svo fer ég stundum alein þegar ég er hjá ömmu. — Lestu niikið? — Soldið. Svona eina eða tværbækur á viku. — Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? — Mér finnast allar bækur skemmti- legar. — En myndasögur, eru þær ekki skemmtilegri en aðrar bækur? — Nei, nei, ég les þær bara líka með. — En máttu nokkuð vera að því að lesa skólabækurnar líka? — Já, já. Svo fæ ég stundum lánaðar bækur í skólanum. — Fara margir krakkar sem þú þekkir í bókabílinn? — Já, það eru margir sem fara í bíl- inn eða niðrá safn. — Finnst þér ekki vanta safn hér upp frá? — Jú það er svo óþægilegt af því að safnið er alltaf að færast til og frá. Og svo lét Halla Björg mynda út bækurnar sem hún var búin að velja sér og fáum mínútum seinna var Höfðing- inn farinn af planinu við Fellaskólann og lagður af stað yfir í Seljahverfið. Einar Ólafsson, bókavörður, Bústaðaútibúi Borgarbókasafns. Hér er komið stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem skráð hefur verið. Þessi fjögur fyrstu bindi eru kringum 1600 hlaðsíður. Óskar Halldórsson dósent bjó þjóðsögurnar til prentunarog skrifaði formála. WÚÐSflfift ÞINGHOLTSSTRÆTI27 - SIM11 Sigfús Sigfússon íslenskar þjóðsögur .......... ogsagnir Hafi framleiðsla hins prentaða máls um stundar sákir orðið að ofvexti, verður að líta á hana sem eina af vorleysingum menningarinnar, sem skilur að vísu eftir allmikið af skriðum og leirburði, en er samt fyrirheit um gróður sumarsins. Því fleiri einstaklingar sem ná þroska, að þeir í senn kunni sér andlegt magamál og hafi greind til þess að vinna það úr, sem þeim er hollt, því meir von er um slíkan gróður. Það er bættur smekkur almennings, sem lagt getur á prentverkið þær einu hömlur, sem eru óskaðvænar. Með skynsamlegri stefnu í uppeldi og fræðslumálum má smám saman vinna á móti hverjum þeim háska, sem af bólgu prentmálsinsstafareða getur stafað. En eftir verður öll sú blessun, sem í því er fólgin að eiga greiðan aðgang að fjölgresi mannlegrar þekkingar og hugsunar. Dr. Sigurður Nordal 1940. 3510 8

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.