Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 10
SKIPST Á SKOÐUNUM Elfa-Björk Gunnarsdóttir, borgarbókavörður svarar I 2. tölublaði ,,Bókasafnsins“ 1982 gerir Jóhannes Helgi rithöfundur að umtalsefni kaup bókasafna á bók hans Húsi málarans, endurminningum Jóns Engilberts. en hún var endurútgefin árið 1982. Rithöfundurinn er ekki ánægður með innkaup bókasafnanna á bókinni. Af þessu tilefni vil ég geta þess, að 19 eintök voru ti! af umræddri bók í Borg- arbókasafni, en þau voru keypt 1973 og 1981. Þar af leiðandi var ekki þörf fyrir fleiri eintök og var bókin því ekki keypt í endurútgáfu 1982. Jóhannes Helgi nefnir einnig heim- sendingu á bókum frá bókasöfnum. Hann segir: „Maður. sem getur fengið bækur heintsendar að vild sér að kostn- aðarlausu. Iiann kaupir ekki bækur svo nokkru nemi, hann fer heldur í tvær sólarlandaferðir á ári.“ Hér kemur ekki fram að verið sé að tala um eitt einstakt safn, en mig langar að gera grein fyrir, hvernig þessum málum er hagað í Borgarbókasafni. Innan safnsins er starfandi deild. sem kölluð er „Bókin heim“ og hófst starfsemi hennar vorið 1974. Starfsmenn deildarinnar senda bækur heim til sjúkra, fatlaðra og aldr- aðra, sem ekki komast í safnið. Heil- brigðum lánþegum. sem ekkert er að vanbúnaði að komast allra sinna ferða innan lands sem utan, eru ekki sendar heim bækur. Rithöfundurinn spyr um viðhorf bókavarða, og þá einkurn bókavarða Borgarbókasafns, til rithöfunda og bókaútgefenda. Rithöfundar, þýðendur, bókaverðir. kennarar og fleiri vinna að því hver á sínu sviði að skapa bók- menntir, bæði skáldverk og fræðirit, og dreifa þeim. Þeir eiga því sameiginlegt markmið: að örva lesturgóðra bóka. Að ntínu viti á þetta fólk að vinna saman að því að styrkja stöðu bókarinnar, ekki síst nú, þegar bóklestur á í harðri samkeppni við mikið framboð af mismunandi vönduðu efni annarra miðla, því öll erum við sammála um, að lestur góðra bókmennta er eitt af því, sem þroskar manninn og gerir hann hæfari til að lifa lífinu sérog öðrum til farsældar. Kristín H. Pétursdóttir, bókafulltrúi ríkisins Það er dapurlegt að íslenskur rithöf- undur skuli taka þannig til orða, að það sé alveg á mörkunum að hann vilji sjá af klukkutíma í umfjöllun um viðhorf rit- höfunda til almenningsbókasafna og bókavarða, en það kemur jafnframt fram í máli hans, að hann skipti ekki við almenningsbókasöfn, og er þar e.t.v. skýringarinnar að leita. Rétt er að koma hér með leiðréttingu við atriði í grein Jóhannesar Helga þar sem hann segir að sú furðuskepna sem heiti ríkisvald reki m.a. almennings- bókasöfnin. Samkvæmt opinberri ákvörðun um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, er rekstur almennings- bókasafna nú í höndum sveitarfélagá. Ríkið greiðir hins vegar kostnað af skrifstofu bókafulltrúa ríkisins og þeim verkefnum sem þar eru unnin í þágu almenningsbókasafna og skólasafna. Ríkið greiðir ennfremur rithöfundum fyrir afnot bóka þeirra í almennings- bókasöfnum. Á landinu eru nú um 240 almenn- ingsbókasöfn. Bókakostur þeirra er allt frá 300.000 niður í 150 bindi. Mjög mis- jafnlega er að söfnunum búið, en þar sem þjónusta þeirra er fjölbreytt og lif- andi, leyfi ég mér að fullyrða, að hún harfi örvandi áhrif á sölu og útgáfu ís- lenskra bóka á sama hátt og gerist með frændþjóðum okkar. Of lítil samvinna hefur verið með bókavörðum, rithöfundum og bókaút- gefendum, en þetta eru allt stéttir, sem vilja hlut íslenskrar bókaútgáfu sem mestan og bestan. Það er mitt álit, að hagsmunir þessara hópa séu samtvinn- aðir: sé bókavörðum og bókasöfnum gert hærra undir höfði, þá hafi rithöf- undar öruggari starfsgrundvöll og um leið standi útgáfa fastari fótum. Því er það mikil nauðsyn að þessir aðilar treysti samstarf sitt og leitist við að skilja þarfir og óskir hvers annars. hiauptui BÓKASAFNIO Sigurður r Jón Olafsson, bókavörður, aðalsafni Borgarbókasafns I yfirlýsingu Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (Un- esco) um almenningsbókasöfn segir m.a.: „Hlutverk almenningsbókasafna er að veita leitandi mannshug fullnægju með því að láta í té bækur til ánægju og skemmtunar, með því að vera hjálpar- tæki þess, sem vill læra, og með því að láta í té nýjustu fræðslu og upplýsingar á sviði tækni, vísinda og samfélagsfræði. Almenningsbókasafn ætti að styðjast við skýr ákvæði laga, sem gerðu ráð fyrir og tryggðu þjónustu bókasafna, sem næðu til allrar þjóðarinnar .. . Kostnaö œtti að greiða algerlega af almannafé og allir ætlu að eiga þess kost að notfœra sér þjónustu bókasafna sér að kostnaðar- lausu.“(Leturbr. mín). Yfirlýsing Unesco erótvíræð og glögg og ég hygg, að það sé engin skreytni þó ég fullyrði, að allflestir bókaverðir taki eindregið undir þessa yfirlýsingu. Allar aðgerðir sem miða að því að draga úr þjónustu almenningsbókasafna, draga á langinn eðlilega uppbyggingu þeirra í 10

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.