Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.06.1983, Blaðsíða 16
um). Að jafnaði voru 3,3 beiðnir úr hverju tímariti a sviði vísinda og tækni og sama hlutfall úr hverju tímariti á sviði félags- og hugvísinda. Ennfremur leiddi rannsóknin í ljós að úr 29 tímaritanna var beðið um fimm eða fleiri greinar á umræddu ári. 27 þeirra voru á sviði raunvísinda og tækni en aðeins tvö á sviði félags- og hugvís- inda. Úr einu og sama tímaritinu var oft- ast beðið um 24 greinar. I könnuninni var ekki fjallað um hvar tímaritin voru gefin út eða á hvaða tungumáli greinarnar voru skrifaðar. Greining erlendra milli- safnalána Háskólabókasafns Upplýsingar í eftirfarandi töflum eru fengnar af útfylltum eyðublöðum sem send eru til safna erlendis. Umfang könnunarinnar var tak- markað við tímaritsgreinar fengnar er- lendis frá árinu 1980. Voru þær 2.091 að tölu. Að bókum meðtöldum voru lánin alls 2.665. Við könnunina var notað handahófs- úrtak sem tók til 15% af heildinni eða 314 eyðublaða. Eftirfarandi atriði voru tekin til at- hugunarum hverja tímaritsgrein: 1) Efnisflokkur samkvæmt Dewey flokkunarkerfi 2) Tungumál 3) Útgáfustaður 4) Útgáfuár 5) Hvaðan greinin er fengin að láni 6) Tími, þ.e. hve langan tíina það tók að svara beiðni 7) Lánþegi Tafla 4 sýnir dreifingu efnisflokka. Helstu niðurstöður eru að miklu meiri eftirspurn er eftir greinum á sviði raun- vísinda og tækni (65,6%), en á sviði félags- og hugvísinda (33,1%). Þetta stafar að hluta til af því að upplýsingaþörf á sviði raunvísinda og tækni er bundin við nýj- ustu upplýsingar og það sem er efst á baugi hverju sinni. Önnur hugsanleg skýring er að grein- ar á sviði raun vísinda og tækni við Háskóla íslands eru nú sem stendur í örum vexti. Almennt séð er íslenska þjóðfélagið um þessar mundir að ganga í gegnum skeið iðnvæðingar og framþróunar. TAFLA 5: Tungumál Tungumál % Danska 0,6 Norska 1.6 Sænska 13 Finnska — Enska 863 Þýska 8,0 Franska 1,6 Spænska — Rússneska 03 Austurlensk tungumál — önnur tungumál 03 Samtals 100,0 Tafla 5 sýnir á hvaða tungumáli tímaritsgreinarnar eru skrifaðar. Lang- flestar þeirra eru skrifaðar á ensku eða 86,3%. 8% eru skrifaðar á þýsku og aðeins 3,5% á norðurlandamálum. Hugsanleg skýring er að íslensk bókasöfn hafi að geyma það efni frá hinum Norðurlöndunum sem eftirsókn- arvert er fyrir fslendinga. Sennilegri skýring á hve mikið af efni er á ensku er hve enskan er ríkjandi tungumál í tíma- ritum á sviði raunvísinda og tækni, en í töflu 4 kemur fram að flestar tímarits- greinar eru á sviði raunvísinda og tækni. TAFLA 4: Skipting eftir efnisflokkum DDC Markatala Efnisflokkur % % 000 Rit almenns efnis 7,0 020 Bókasafnsfræði 4,8 100 Heimspeki og skyldar greinar 83 150 Sálarfræði 6,4 200 T rúarbrögð 03 300 Samfélagsmálefni 11,1 400 Tungumál 43 500 Raunvísindi 313 510 Stærðfræði 3,8 570—590 Lífsvísindi 17,8 600 Tækni og hagnýtt vísindi 34,1 610 Læknisfræði og skyldar greinar 19,7 620 Verkfræði og skyldar greinar 4,1 630 Landbtinaður og fiskveiðar 3,5 700 Listir Skcmmtanir íþróttir 1,0 800 Bókmenntir 0,6 900 Sagnfræði Landafræði Ævisögur 03 Upplýsingar ekki fyrir hendi 13 Samtals 100,0 NORRÆNA HÚSIÐ POHJOLAN TALO NORDENSHUS REYKJAViK S 17030 Bókasafn Norræna hússins opið mánudaga—laugardaga kl. 9—19 (útlán 13—19) og sunnudaga kl. 14—17. Norrænar fag- og fagurbókmenntir og tímarit. Millisafnslán. Listlánadeild með norrænni grafík, teikningum og Ijósmynum. Hljómlistardeild með norrænum hljómplötum og nótum. Norræn dagblöð liggja frammi til lestrar. Kaffistofa hússins, opin mánudaga—laugardaga kl. 9—19, sunnudaga kl. 12—19. Verið velkomin í Norræna húsið 16

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.