Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 4

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 4
Guðrún Magnúsdóttir forstöðumaður, Bókasafni Norræna hússins Bókasafn Norræna hússins Starfsemi Norræna hússins s upphafi greinar um bókasafn Norræna hússins verður ekki hjá því komist að fara nokkrum orðum um starf- semi hússins almennt og tilurð þess. Þó svo að Norræna húsið hafi nú um 24 ára skeið verið snar þáttur í íslensku menningarlífi og flestir þekki til starfseminnar, eru þeir þó of margir sem næsta lítið vita. Norræna húsið er sjálfseignarstofnun, miðstöð menn- ingarsamskipta Islands og annarra Norðurlanda, sú fyrsta sinnar tegundar. Húsið er reist og rekið af öllum Norður- löndunum í sameiningu og er undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. En hvers vegna norrænt hús og hvert var upphafið? Eins og algengt er um það sem vel tekst til vilja ýmsir eigna sér hugmyndina en hún mun fyrst hafa verið rædd í lok sjötta áratugarins meðal norrænna sendikennara við Há- skóla íslands. Þeir bjuggu þar við þröngan kost og þurftu jafnvel að stunda kennslu heima hjá sér. Hugmyndin barst síðan fyrir tilstilli Norræna félagsins til Norðurlandaráðs þar sem hún var fyrst rædd óformlega árið 1960. Þróuðust málin síðan þannig að á fundi Norðurlandaráðs árið 1963 var ákveðið að reisa norræna menningarmiðstöð í Reykja- vík. Aðalmarkmiðið skyldi vera að styrkja tengslin milli íslands og annarra Norðurlanda; að flytja okkur það markverðasta í menningu frændþjóðanna og jafnframt að beina íslenskum menningarstraumum til þeirra. I húsinu átti að vera bókasafn, sem vera skyldi kjarni hússins, salur þar sem hægt væri að halda fyrirlestra, tónleika og fundi, kaffistofa, fundarherbergi og aðstaða fyrir minni sýning- ar. Auk þess áttu norrænu sendikennararnir við Háskóla íslands að hafa vinnuherbergi í húsinu og Norræna félagið skrifstofu sína. Háskólinn og Reykjavíkurborg lögðu til lóð undir húsið en í áætlunum hafði verið lögð á það áhersla að húsið yrði staðsett nálægt Háskólanum. Hinn þekkti finnski arkitekt Alvar Aalto var fenginn til þess að teikna húsið. Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1965 og húsið var vígt í ágúst 1968. Bókasafnið var opnað ári síðar, í september 1969, og 1971 voru sýningarsalir í kjallara teknir í notkun. Sjö manna stjórn leggur drög að starfsemi hússins og tekur ákvarðanir um stærri mál. Hún er skipuð þremur íslenskum fulltrúum og einum frá hverju hinna Norður- landanna. Ríkisstjórnir landanna skipa menn í stjórnina en auk þess eiga Háskóli íslands og Norræna félagið sína fulltrúa. Skipunartími stjórnarmanna er þrjú ár. Um dag- legan rekstur sér forstöðumaður sem stjórnin ræður til fjögurra ára í senn. Forstöðumenn hafa verið frá ölium Norðurlöndunum nema íslandi. Starfsemin hefur frá upphafi verið í stórum dráttum svipuð og haft hefur verið að leiðarljósi að gera veg norr- ænnar menningar sem mestan. Hún hefur fyrst og fremst miðað að því að kynna menningu hinna Norðurlanda- þjóðanna hér á landi. í húsinu fer fram mjög fjölþætt starfsemi; hingað er boðið fyrirlesurum til þess að fræða okkur um alla þætti norrænnar menningar, haldnir eru tónleikar, bókmenntakynningar, leiksýningar, kvik- myndasýningar, fundir og ráðstefnur. Þá er efnt til sýn- inga á norrænni list, listiðnaði auk ýmis konar yfirlitssýn- inga. Oft eru verkefni unnin í samvinnu við aðra aðila og má þá nefna Norræna félagið, norræna sendikennara, sendiráð Norðurlandanna og Háskóla íslands. Þó að eigin starfsemi sé viðamikil leiðir af sjálfu sér að ekki er hægt að bjóða upp á dagskrá daglega allan ársins hring. Þá fá aðrir afnot af húsinu, einstaklingar, félög og félagasamtök. Hinn þátturinn í starfsemi hússins, þ.e. kynning ís- lenskrar menningar út á við, hefur verið nokkru minni en hefur þó færst mjög í vöxt hin síðari ár er Norræna húsið hefur tekið þátt í umfangsmiklum Islandskynningum er- lendis. Einn liður í þeirri starfsemi hefur þó ætíð verið ræktur vel en það er sumardagskrá fyrir norræna ferða- menn sem hefur verið með svipuðu sniði í mörg ár. Á síðustu árum hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjung- um, m.a. hafa verið haldin námskeið í íslenskri tungu og menningu fyrir Norðurlandabúa s.l. tvö sumur. Norræna húsið nálgast nú aldarfjórðungsafmælið. Starfsemin hefur verið blómleg allt frá upphafi og telja rnargir húsið vera eitt besta dæmi urn það sem vel hefur tekist í norrænu samstarfi. Bókasafnið Þá er komið að megintilefni þessarar greinar, bókasafni Norræna hússins. Það er eins og áður er sagt kjarni húss- ins, bæði hvað varðar staðsetningu og hlutverk í starfsem- inni. Fyrirkomulag bókasafnsins er dæmigert fyrir bóka- söfn Alvars Aaltos. Safnið er á tveimur hæðum, í miðju er „gryfja“ þar sem komið er fyrir handbókakosti og lestrar- aðstöðu. Allir innanstokksmunir, hillur, húsgögn, lampar og spjaldskrárskápar, eru hannaðir af Alvar Aalto. Húsa- kynni safnsins eru mjög björt, þar er hátt til lofts og stór þakgluggi og stórir suðurgluggar sjá fyrir góðri birtu. Safnið er um 180 m2 auk 5 lítilla vinnuherbergja (alls 35 m2). Bóka- og tímaritageymslur eru í kjallara. Bókasafnið var opnað í september 1969, rúmu ári eftir að húsið var vígt. Efnt var til sýningar á norrænum bókum sem gefnar voru út árið 1968. Leitað var til útgefenda víðs vegar á Norðurlöndum og þeim boðið að senda bækur sínar á sýninguna og gefa þær sem stofn að bókasafni hússins. Utgefendur tóku þessari málaleitan vel ogúrvarð myndarleg sýning, alls um 2000 bækur. Auk þess veitti Norræni menningarmálasjóðurinn verulegt fjármagn til þess að byggja upp safnið. Safnið er almenningsbókasafn í þeim skilningi að þangað er öllum heimilt að koma og nota safnefni eða fá það lánað heim. En um leið er safnið sérfræðisafn því safnkosturinn er einskorðaður við Norð- urlöndin, þar er einungis að finna efni eftir norræna höf- unda og um mál og málefni Norðurlandanna. Lánþegar eru eðlilega flestir frá Reykjavík og nágrenni en talsvert er einnig lánað til safna, skóla og einstaklinga utan höfuð- borgarsvæðisins. Sérstök lánsskírteini gilda fyrir bóka- safnið. Safnkostur í árslok 1991 voru í safninu alls um 28.000 bindi og 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.