Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 23
ekkert smámæltur lengur. Móðir hans var furðu lostin. Henni fannst sonurinn hafa sýnt undraverðan þroska og dugnað. Hún hafði aldrei áttað sig á að auðvitað hafði Ari mátt þola stríðni og hrekki vegna smámælisins í öll þessi ár sem hún lést ekki taka eftir því. Hann hafði bara ekki viljað hryggja mömmu sína með því að kvarta. En hvernig hafði Ara tekist að vinna bug á vanda sínum? „Eg mundi eftir Drem“ sagði hann, „hann var fatlaður eins og ég“. Drem hafði að lokum tekist að slátra úlfi og komast í tölu fullorðinna og Ari hafði ákveðið að slátra sínum líka.“ Það kannast margir örugglega við eitthvað þessu líkt úr eigin „lestrarsögu“, eitthvert atvik þar sem allt í einu laukst upp fyrir þeim skilningur og samkennd með öðrum og skilningur á sjálfum sér og eigin möguleikum. Bókaval Það getur verið erfitt að ákveða hvaða bækur eru góðar barnabækur. Ég hef tekið sarnan nokkur atriði um bóka- val. Sum eru höfð eftir öðrum en önnur byggð á eigin reynslu. Góð barnabók þarf að vera: Skemmtileg Eyða fordómum, t.d. kynferðis- og kynþáttafordóm- um, og vekja til umhugsunar um ranglæti í ýmsum myndum Skrifuð á lipru máli og sæmilega stíluð Vönduð að frágangi þ.e. prófarkalestur, pappír, letur, bókband o.s.frv. Efla skilning á kjörurn annarra, t.d. með því að segja frá börnum/fólki sem lifir við aðrar aðstæður en við, aðra menningu, á öðrum tímum, börnum í stríðs- hrjáðum löndurn, vangefnum eða fötluðum börnum, börnum sem deyja, missa ástvini, lenda í skilnaði foreldra eða sjúkrahúsvist, börnum einstæðra for- eldra o.s.frv. Örva hugmyndaflugið t.d. þjóðsögur og ævintýri, dýrasögur, „fantasi“ og „nonsens“ bókmenntir Enda vel eða allavega þannig að hún skilji ekki við börnin í algjöru vonleysi Góð bók þarf að hafa til að bera fyrsta kostinn og tvo til þrjá aðra. Það skaðar heldur ekki að höfundur hafi listræn tök á efninu. Nokkur atriði sem hafa má til hliðsjónar við mat á mynd- efni: Samræmi mynda og texta (t.d. háralitur) Er mynd á réttum stað í texta? Hvaða atriði texta eru dregin fram í mynd? (Hasar, fegurð, tilfinningar) Bæta myndir einhverju við texta? Eru myndirnar lifandi? Hæfa þær sérstaklega einhverjum tíma (t.d. gamla tím- anum) eða hughrifum? Eru myndirnar listrænar, „fallegar", raunsæjar o.s.frv,- Barnabókaútgáfan Útgáfan í heild virðist fara batnandi. Mikill fjöldi vand- aðra bóka fyrir litlu börnin er á markaði nú. Einnig virðist yngri hluti læsra barna fá margt gott við sitt hæfi. En málið versnar heldur er kemur að stálpuðum börnum og ung- lingum. Að vísu eru auðvitað ýmsar unglingabækur góðar en allt of margar eru ómerkilegar, illa þýddar, á vondu máli og fullar af fordómum. Auk þess kemur það fyrir að bækur eru kynntar þannig með titli, baksíðutexta og í auglýsingum að um hreina blekkingu er að ræða. Ég ætla að nefna eitt dæmi en þau eru því rniður fleiri. Bókin Kossar eftir J. Caseley kom út 1990. Hún var kynntsem ástarsaga fyrir ungu stúlkuna, í flokknum Ung dst, en er í raun og veru fremur alvarleg saga um erfiðleika unglings- áranna og kossarnir tengjast frernur ágengni karlmanna en ást. Svona svik við lesendur auka hvorki sölu bókar né ánægju viðskiptavina. Endurútgáfur virðast vera að færast í það horf að fyrst og fremst sé þar um að ræða góðar og vinsælar bækur og er það vel. Ég nefni eitt dæmi. Bláskjdr, með eftirmála Vilborgar Dagbjartsdóttur um höfund og þýðanda, er til stakrar fyrirmyndar. Ljóð Heldur meira er um ljóð og rímaða texta fyrir börn í bókaútgáfunni nú en var fyrir fáeinum árum. 1990 og 1991 komu út eftirtaldar bækur: Ljóðsprotar ásamt söngvahefti og snældu Jóhanna Steingrímsdóttir: Barnagælur Ljóðabóka barnanna. Ljóð eftir börn fyrir börn og full- orðna Steinunn Eyjólfsdóttir: Silfurskottur Vísnabók Iðunnar tekin saman af Þórgunni Skúladótt- ur Þórarinn Eldjárn: Óðfluga Einnig komu út fáeinar bækur með barnalögum (nótur og textar) og fáeinar þýddar smábarnabækur í bundnu 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.