Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 54

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 54
Rósa Traustadóttir yfirbókavörður, Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi Frá Bæjar- og héraðsbókasafninu á Selfossi Horft yfir hluta útlánssalar. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi fagnar ákaft þessa'dagana því flutningar eru afstaðn- ir og búið að opria með pompi og pragt í glæsilegum húsakynnum í miðbæ Selfoss að Austurvegi 2 eða í gamla kaupfélagshúsinu. Þetta merkilega hús hefur nú fengið annað hlutverk, og ekki lakara myndi margur segja, en það er skemmtilegt frá því að segja að þegar þetta hús var fyrst tekið í notkun í október 1945 var opnuð hér bókabúð. Með þessu nýja bókasafni rúmlega þrefaldast rými safnsins. Hönnuður verksins var Stefán Snæ- björnsson en Dögg Hringsdóttir, Þjónustumiðstöð bókasafna, aðstoðaði við skipulagningu. Við heimamenn erum mjög ánægðir hvernig til hefur tekist og mjög stoltir af hve vel bæjarstjórn okkar hefur staðið að safnamálum bæjarins. Skjalasafnið er í sömu húskynnum og kemur það vissulega til með að auka samstarf milli þessara tveggja stofnana og veita fræðimönnum, lærðum sem leikum, betri þjónustu. Við þessi umskipti var loks hægt að taka við Eiríkssafninu og sameina það bókasafninu. Þessi stærsta bókagjöf í sögu þjóðarinnar, sem gefin var þann 5. október 1984, telur um 30 þúsund bindi og tímarit. Það er mikill akkur fyrir ekki stærra sveitarfélag að hafa í byggðalagi sínu mörg af merk- ustu ritum sem gefin hafa verið út á Islandi. Bókasafnið var opnað á hundrað ára afmæli Olfusár- brúarþann 8. septembers.l. Það var virkilega gaman að sjá þennan dag allan mannfjöldann sem þyrptist að til að skoða safnið, með Forseta Islands frú Vigdísi Finnboga- dóttur í broddi fylkingar. Þeir mánuðir sem liðnir eru frá opnuna safnsins lofa mjög góðu. Utlán og notkun safnsins hafa sjaldan verið jafn mikil. Bætt vinnuaðstaða hefur gjörbreytt starfsháttum og starfsmenn þjást nú ekki leng- ur af innilokunarkennd. Það er full ljóst að staðsetning í miðbæjarkjarna hefur afar mikið að segja fyrir almenn- ingsbókasöfn og notendur þeirra. En sjón er sögu ríkari og erfitt að lýsa í orðum þessari miklu breytingu sem orðin er á högum Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. En eitt er víst að Selfossbær hefur nú sýnt og sannað í verki að menning er hátt skrifuð hjá Sunnlendingum. SUMMARY News irom the Selfoss Town and County Public Library It is announced that the Selfoss Town and County Public Library has recently moved to its new housing in the centre of the town. The archives are also located on the same premises which makes coor- dination of services easier. Increased space allows now that the big- gest private collection ever donated in Iceland is finally physically, too, incorporated in the library proper and made accessible to the public. Barnadeildin. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.