Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 52

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 52
Gísli Sverrir Árnason forstöðumaður, Sýslusafni Austur-Skaftafellssýslu Nýtt safn opnað á Höfn s rið 1990 var tekin ákvörðun í sýslunefnd Austur- Skaftafellssýslu um að sameina rekstur allra safna í sýslunni að svo miklu leyti sem unnt væri. Þá voru starf- andi béraðsbókasafn á Höfn í hlutverki miðsafns fyrir sýsluna samkvæmt reglugerð um almenningsbókasöfn, bókasöfn eða lestrarfélög í hverju hinna fimm sveitarfé- laga í sýslunni, héraðsskjalasafn á Höfn er starfaði fyrir alla sýsluna og byggðasafn, einnig á Höfn, fyrir alla sýsl- una. A héraðsskjalasafninu var sérstök Ijósmyndadeild og á byggðasafninu náttúrufrœðistofa og vísir að listasafni. Rekstur byggðasafns og héraðsskjalasafns var kostaður af sveitarfélögunum í sýslunni sameiginlega, þ.e.a.s. þau voru rekin af sýslunefndinni. Bókasöfnin voru hins vegar rekin af hverju sveitarfélagi fyrir sig. Þarna þurfti því talsverðra breytinga við en þegar yfir lauk náðist samstaða um að reka héraðsbókasafnið á Höfn af sýslunefndinni en „litlu“ bókasöfnin enn um sinn á kostnað sinna sveitarfé- laga. Eðlilegast hefði verið að stíga skrefið til fulls og færa rekstur „litlu“ safnanna undir sýslunefndina einnig en það bíður betri tíma. Til þess að auðveldara væri að ná markmiðum samein- ingar, þ.e. að hagræða rekstri eins og unnt væri, var sett á stofn ný stofnun, Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu. Ráð- inn var forstöðumaður að henni og annað starfsfólk ráðið eða endurráðið að stofnuninni í heild en ekki að einstök- um safndeildum. Gömlu safnheitunum, byggðasafni, hér- aðsbókasafni og héraðsskjalasafni er þó haldið. Gildandi leigusamningum fyrir húsnæði héraðsskjalasafns og hér- aðsbókasafns var sagt upp og nýtt húsnæði leigt fyrir þessi söfn sameiginlega í staðinn. Þegar nýtt leiguhúsnæði hafði verið fundið voru teikningar af því sendar Þjónustumið- stöð bókasafna í þeim tilgangi að fá þaðan tillögu að skipulagi safnanna. Þjónustum- iðstöðin tekur að sér að gera eða útvega skipulagshugmyndir fyrir bókasöfn, þeim að kostnaðar- lausu, og er sjálfsagt að notfæra sér þjónustu fagfólks. 1 maí 1991 var flutt inn í þetta nýja húsnæði og því er reynslan af sambúðinni ekki löng. Byggðasafn verður áfram í sínum húsakynnum þrátt fyrir sameininguna. Að flytja í nýtt safn er lær- dómsríkt fyrir margra hluta sakir. Starfsfólk leggur allt í sölurnar í þeim tilgangi að skapa aðlaðandi og aðgengilegt safn og bíður í taugaspennu eftir viðbrögðum fyrstu gesta og notenda. Vikurnar og mánuðirnir á undan hafa verið tímar erfiðisvinnu og skipulag- ningar. Ekki síst hefur þó verið tímafrekt að ná endum saman í fjárfestingum oginnkaupum. Svo fór hjá okkur að fé sem safnið fékk til stofnbúnaðar í tilefni flutninganna dugði til að hólfa af eldtrausta geymslu fyrir skjalasafnið og til þess að kaupa um það bil þriðjung hillubúnaðar fyrir bókasafnið. Auk þess voru keypt húsgögn fyrir gesti safnsins. Notaðar voru sömu hillur í skjalasafnið og verið höfðu í eldra húsnæði safnsins (um 5 ára gamlar) en gert er ráð fyrir að nýta megi skjalageymsluna, sem er um 15 m2 að stærð, mun betur með hjólaskápum. Annað rými sem skjalasafnið hefur sérstaklega til umráða er ekkert. I safn- inu er hinsvegar sameiginleg aðstaða safnanna tveggja, þ.e. afgreiðsla og upplýsingadeild, lestrar- og handbóka- deild, vinnuaðstaða starfsfólks, geymsla fyrir umbúðir, bækur o.fl., kaffistofa, snyrting, ræsting o.fl. Skjalasafnið átti lítinn bókakost fyrir og því er sam- vinna við bókasafnið mikilvæg. Við opnun Sýslusafnsins í vor var því afhent bókasafn Páls Þorsteinssonar fyrrum alþingismanns að gjöf og myndar það safn ramma utan um vinnuaðstöðu þeirra er vinna að viðameiri verkefnum og rannsóknum á safninu. Starfsfólk Sýslusafnsins telur fjórar manneskjur í þremur heilum störfum. Viðurkennd stöðugildi eru þó aðeins tvö. Af þessum þremur störfum er um hálft helgað skjalasafninu og útgáfu héraðssögurits- ins Skaftfellings, eitt og hálft bókasafninu og eitt byggða- safninu. Auk þess hefur manneskja unnið í tímavinnu við að skrá ljósmyndir og áhugamenn um náttúrufræði hafa sinnt náttúrufræðisafninu í sjálfboðavinnu með starfs- manni byggðasafnsins. I framhaldi af bættri aðstöðu bókasafnsins með tilkomu nýs og rúmbetra húsnæðis var unnt að bæta þjónustu safnsins. Opnunartíminn var lengdur til muna og er safnið nú opið daglega kl. 13-19 á veturna og kl. 13-17 á sumrin. Auk þess er opið á laugardögum kl. 13-15 á veturna og til 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.