Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 17
Sólveig Þorsteinsdóttir forstöðumaður, Bókasafni Landspítalans Upplýsingaöflun í heilbrigðisfræðum Saga upplýsingaleita í læknisfræði er lýsandi dæmi um þá hröðu þróun sem hefur átt sér stað á þessari öld í upplýsingaöflun. Þessi þróun er gott dæmi um hinar markvissu tilraunir til að beisla hið síaukna ritaflóð lækn- isfræðinnar. I þessu yfirliti verður farið yfir þróunina bæði erlendis og sérstaklega hér á landi undanfarin fimm- tán ár eða frá því við fórum að nýta okkur beinlínuleitir. Læknisfræðitímarit hófu göngu sína fyrir um 300 árum í Frakklandi og Englandi. Þeini fjölgaði brátt og ekki leið á löngu þar til erfitt var að finna greinar sem komið höfðu út á prenti. Bandarískur læknir, John Shaw Billings, gaf út árið 1879 skrá um tímaritsgreinar. Aður höfðu evrópskir læknar tekið saman skrár yfir ritað mál í læknisfræði en þeim var ekki haldið við. Þær eru ómetanlegar heimildir fyrir sögu læknisfræðinnar og skrá ritað mál í læknisfræði frá upphafi prentsins. Skrá John Shaw Billings var hins- vegar upphafið að Index Medicus sem er einn helsti lykill að tímaritsgreinum í læknisfræði og sú skrá sem var fyrst tölvuvædd á þessu sviði. Tugþúsundir tímarita um tækni og vísindi eru nú gefin út. National Library of Medicine í Washington er áskrif- andi að um 22.000 tímaritum í læknisfræði hvaðanæva að úr heiminum. National Library of Medicine sem gefur út Index Medicus var ein af þeim stofnunum sem áttu frum- kvæði að tölvuvæðingu á sviði upplýsinga um læknis- fræði. Var farið að vinna Index Medicus í tölvu upp úr 1960. Upphaflega átti þetta að vera eingöngu notað til að prenta Index Medicus en þar sem allt efnið var komið í tölvu opnaðist sá möguleiki að leita að upplýsingunum með tölvu. Arið 1966 var byrjað að nota upplýsingakerfið sem heitir Medical Literature Analysis and Retrieval Syst- em, skammstafað MeDLARS. Ekki var hægt að tengjast MeDLARS í beinlínuleit fyrr en um 1970. Fram að þeim tíma voru leitir framkvæmdar hjá National Library of Medicine samkvæmt beiðni og var síðan útkoman send til notenda. Urn 1970 var hægt að fjartengjast MeDLARS og hét það þá MeDLARS on-line eða MeDLINE. Stærstu söfnin í Bandaríkjunum tengdust MeDLINE svo og nokkrar miðstöðvar í fáeinum löndum. Medicinska In- formations Centralen (MIC) við Karolinska Institutet, Stokkhólmi, Svíþjóð var eitt af fyrstu stöðunum utan Bandaríkjanna til að tengjast MeDLINE. MIC varð mið- stöð á Norðurlöndunum fyrir MeDLINE. Upphaflega bauð National Library of Medicine upp á sex mánaða þjálfun fyrir fólk sem vildi kynna sér bein- NLM/Elhil Bandaríkin Aidsdrugs Clinprot Toxline 65 Aidsline Dirline Toxlit Aidstrials Dentalproj Toxlit 65 Avline Health Bioethics Histline Catline Name auth file Chernid Popline Chemline Toxline Mynd 1. Gagnagrunnar hjá National Library of Medicine. línuleitir. Námskeiðin voru síðar stytt í þrjár vikur en í dag stendur grunnnámskeið fyrir bókasafnsfræðinga í eina viku. Einnig eru styttri námskeið fyrir notendur safnanna. National Library of Medicine býður einnig upp á fleiri gagnagrunna (mynd 1). Medline MIC Svíþjóð Cats Nordser Alconline Cisilo Riskline Arbline Drugline Serline Cancerlit MBline Spriline Nioshtic Swemed Mynd 2. Gagnagrunnar hjá MIC í Svíþjóð. MIC býður upp á færri gagnagrunna en NLM og eru sumir þeir sömu og í NLM en auk þess eru sérstakir norrænir gagnagrunnar (mynd 2). Enn fremur er mögu- leiki að fara í beint samband við NLM í gegnum MIC og leita þar í þeim gagnagrunnum sem eru ekki til hjá MIC. Mörg önnur fyrirtæki hafa yfir að ráða gagnagrunnum á sviði læknisfræði og skyldra greina (mynd 3). Biosis Pascal Scisearch Toxline Sport Aidsline Ernbase Smoking and Health International Pharmaceutical CINAHL Abstracts Federal Research Progress Mynd 3. Ýmsir gagnagrunnar á sviði læknisfræði og skyldra greina. í mars 1974 heimsótti dr. Gunvor-Svartz Malmberg, læknir, Island en hún starfaði þá við MIC. Tilgangur með heimsókninni var að kynna tölvunotkun við heimildaleit í læknisfræði og skyldum greinum. Frumkvæði að heim- sókninni átti Félag bókasafnsfræðinga, fræðslunefnd læknafélaganna og Norræna húsið og fór kynningin fram í húsnæði þess. I ljós kom að tæknilega var mögulegt að koma á beinlínusambandi við MIC í Stokkhólmi en sam- bandið var slæmt og kostnaður var of hár vegna talsíma- gjalda. Hins vegar opnaðist sá möguleiki fyrir læknis- fræðibókasöfn og heilbrigðisstéttir að komast bréflega eða símleiðis í samband við MIC til að gera heimildaleitir. Frá þeim tíma var þessi þjónusta mikið notuð af læknis- fræðibókasöfnunum og þá sérstaklega læknisfræðibóka- safni Borgarspítalans. Frá 1973, eða þar til læknisfræði- bókasöfnin kornu á beinlínusambandi árið 1981, var notað telex. Beinar upplýsingaleitir í erlendum gagnagrunnum hófust hér á landi hjá upplýsingaþjónustu Rannsóknaráðs árið 1979. Bókasafn Landspítalans kom á sambandi við gagnagrunnin MeDLINE og gagnasafnið DIALOG árið 1981. Bókasafn Landspítalans tók að sér beinlínuleitir fyrir önnur læknisfræðibókasöfn þar til þau komu á sam- bandiárið 1986. íslenski notendahópurinnhjíMeDLINE 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.