Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 9
Óskar Guðjónsson forstöðumaður, Almenningsbókasafninu á Keflavíkurflugvelli Almenningsbókasafnið (Naval Air Station Library) á Keflavíkurflugvelli Margir lesendur vita e.t.v. ekki að eitt af stærri al- menningsbókasöfnum hér á landi er staðsett á Keflavíkurflugvelli. Eftir lestur þessa greinarkorns ættu þeir að vera nokkru fróðari um safnið, starfsemi þess og þjónustu. U.S. Naval Air Station Library (NASL) á NATO stöðinni í Keflavík er eitt af fjölmörgum bóka- söfnum sem rekið er á vegum bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. I hverri flotastöð og um borð í hverju herskipi er boðið upp á bókasafnsþjónustu. Sögu slíkrar þjónustu má rekja til ársins 1828. Starfsemi flotasafnsins á Keflavíkur- flugvelli hófst upp úr 1950. Notendahópur Helstu viðskiptavinir NASL eru annars vegar varnar- liðsmenn og fjölskyldur þeirra og hins vegar borgaralegir starfsmenn varnarliðsins, íslenskir og erlendir. Notenda- hópurinn er sérstakur að því leyti að hann endurnýjast reglulega og ekki er unt hefðbundna samsetningu notenda almenningsbókasafns að ræða. Þannig er þjónusta við t.d. eldri borgara, sjúklinga og fanga hverfandi. Safnkostur og aðföng Þegar þetta er ritað er safnkostur NASL um 21.700 einingar. Safnkosturinn er allur á ensku (utan tíu íslenskra léttlestrarbóka). Nýsigögn eru 457; myndbönd, hljóð- snældur og tölvudiskar. Safnið er með um 120 tímarit og dagblöð í áskrift. Sömuleiðis er safnið áskrifandi að kaup- leigu-samningum (book-leasing-plans) á nýju unglinga- efni og nýjum fullorðinsbókum. Nýjar handbækur og margt annað efni berst frá miðstöð bandarískra flotasafna. Nokkuð efni berst einnig að gjöf frá fólki sem er að fara frá Islandi. Skiptibókamarkaður er einnig vinsæll. Ymis fé- lagasamtök á staðnum hafa verið örlát á fé til safnsins, t.d. hefur Kiwanisklúbburinn Brú staðið myndarlega að baki Islandsdeildar safnsins. Safnnotkun NASL er opið allan ársins hring, alla daga vikunnar. Aðeins er lokað á jóla- og nýársdag. Opnunartími er frá kl. 10-20 virka daga. Um helgar og á bandarískum frídögum er opið frá kl. 12-17. Aðsókn hefur vaxið mikið undanfarin ár og útlánaaukning fylgt í kjölfarið. Síðastliðin fimm ár hefur aðsókn aukist um 60% og útlán um 40% (sjá súlurit 1). Árið 1991 heimsóttu tæplega 63.000 viðskiptavinir safnið og lán til þeirra námu 59.469 einingum. Um 70% íbúanna hafa aðgang að lánþegaskírteini. Af þeim rúmlega 1.200 gestum sem komu að jafnaði í safnið vikulega voru 17% börn og er lán á barnaefni um 30% (20%) af heildar- útlánum. Lán á skáldsögum nema 12% (22%), fræðiritum um 28% (46%), tímaritum 6%, nýsigögnum um 15% (2%) og kiljum um 9% (10%). Tölur í svigum eru % safnkosts (sbr. súlurit 2). Útlán á íbúa eru 10.24 einingar og hvert gagn er að jafnaði lánað um 2.84 sinnum á ári (turnover rate). Starfslið Við safnið starfar einn bókasafnsfræðingur, tveir „bókasafnstæknar" (library technicians) og tveir ófag- lærðir aðstoðarmenn (library aids), auk fjölda sjálfboða- liða. Til skamms tíma voru forstöðumenn safnsins banda- rískir borgarar en vegna erfiðleika við að fá fagfólk með tilskilda menntun (Master of Library and Information Science) til starfans var árið 1984 leitað á íslenskan mark- að. Síðan þá hefur greinarhöfundur veitt safninu forstöðu. Barnastarf Ein mest notaða deild safnsins er barnadeildin. Mark- visst barnastarf ýtir hér undir. Sögustundir eru tvisvar í viku og er leik- og forskólabörnum þá gjarnan boðið. Sérstakar stundir eru skipulagðar í kringum Hrekkja- vöku, Þakkargjörðardaginn, barnabókaviku, páska og jól. Síðastliðið ár komu um 150 börn í jólasögustund. Bóka- safnið stendur árlega fyrir sérstakri 7-8 vikna sumar- lestrardagskrá (summer reading program) fyrir 3-9 ára börn. Reynt er að sameina lestur og leik með það að aðalmarkmiði að gera börnunum kleift að halda lestrar- Margs konar viðburðir eru í safninu í tengslum við Hrekkjavöku, Þakkargjörðardag, jól og páska. Hér er verið að „slá til riddara “ ötulan safngest. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.