Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 58

Bókasafnið - 01.04.1992, Blaðsíða 58
um garð genginn var hún enn á lífi en svo grafin í bækur að hún mátti sig ekki hreyfa. „Kramin undir bókmenntunum,“ hugsaði ungfrúin þarna undir hrúgunni. „Tilhlýðilegur dauðdagi fyrir bókavörð." Hún var þó ekki sérlega ánægð með þetta en það var ekkert sem hún gat gert til að bjarga sjálfri sér. En þá heyrði hún heróp! „Heiðbjört, Heiðbjört Gullregn!" Hún heyrði rödd kalla. Einhver týndi bækurnar ofan af henni. Það var enginn annar en Ræningjahöfðinginn. „Bjargmundur er réttnefni fyrir þig,“ sagði ungfrúin veiklulega. Hann lyfti henni nærgætnislega á fætur og dustaði af henni rykið. „Ég kom eins fljótt og ég gat,“ sagði hann. „Ó, ungfrú Heiðbjört, þetta er ekki besti tíminn til að spyrja þig — en þar sem ég gef nú upp mitt glæpalíf og gerist heiðvirður maður — viltu þá giftast mér? Þú þarft að hafa einhvern sem getur borið bækurnar fyrir þig og bjargað þér við og við. Það gerir hlutina miklu einfaldari ef þú vilt giftast mér.“ „Auðvitað vil ég það,“ sagði ungfrú Heiðbjört án um- hugsunar. „Þegar allt kemur til alls þá tók ég þig út á bókasafnskírteinið mitt. Ég hlýt að hafa dáðst að þér á laun í langan tíma.“ I aðalsal bókasafnsins var mikið um að vera. Ræningjar og bæjarstjórnarmenn unnu hlið við hlið sem bræður, sortéruðu stimpla, röðuðu spjöldum og settu bækur í hillur. Lögregluþjónninn hengdi upp myndir. Allirhróp- uðu húrra þegar Ræningjahöfðinginn birtist með ungfrú Heiðbjörtu, bláa og marða en fallega sem fyrr. „Humm,“ sagði Ræningjahöfðinginn. „Ég er ham- ingjusamastur allra. Ungfrú Heiðbjört hefur lofað að gift- ast mér.“ Allir viðstaddir lustu upp miklu fagnaðarópi. „Með einu skilyrði," sagði ungfrú Heiðbjört. „Að allir ræningjarnir hætti að vera ræningjar og verði bókaverðir í staðinn. Þið voruð ekki mjög góðir ræningjar en ég er viss um að þið verð- ið frábærir bókaverðir. Ég er mjög stolt af ykkur öllum.“ Ræningjarnir stóðu á öndinni. Aldrei hafði þá dreymt um slíkt hrós á meðan þeir voru duglitlir ræningjar í skóginum. Þeir voru djúpt snortnir og sóru að þeir skyldu hætta að vera óþokkar og verða bókaverðir í stað- inn. Þetta var allt mjög spennandi. Jafn- vel lögregluþjónninn viknaði af gleði. Svo þegar allt kom til alls var þetta bókasafn einstaklega vel rekið. Með alla þessa auka-bókaverði gat sveitar- stjórnin opnað barnadeild með sögu- stund og ævintýraleikjum á hverjum degi. Ræningja-bókaverðirnir voru sérlega góðir í þessum hlutum eftir all- ar sögurnar í kringum eldinn í skógin- um. Ungfrú Heiðbjörtu, eða frú eins og hún var nú orðin, grunaði að barna- safnið í bænum þeirra væri — kannski — svolítið háværara og skemmtilegra en mörg önnur fín bókasöfn sem hún hafði heimsótt en henni stóð á sama. Henni var sama þótt ræningja-bókaverðirnir héldu sínu svarta úfna skeggi og henni var líka sama þótt þeir tækju niður stóru skiltin sem á stóð ÞÖGN eða TALIÐ EKKI SAMAN í BÓKASAFNINU. Hver veit nema hún hafi verið meiri ræningi í hjarta sínu en nokkurn grunaði ... nema að sjálfsögðu RÆN- INGJAHÖFÐINGJA-OG-FYRSTA-AÐSTOÐAR- BÓKAVÖRÐ, Bjargmund Ástbjartsson sjálfan, og hann var ekki líklegur til að kjafta frá. Sigrún Klara Hannesdóttir þýddi Frá þýðanda Margaret Mahy, höfundur sögunnar um Bókavörðinn og ræningjana, fæddist á Nýja Sjálandi árið 1936. Hún er talin einn af bestu barnabókahöfundum heims og hefur fengið barnabókaverðlaun bæði í heimalandi sínu og í Bretlandi. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur fyrir börn og unglinga og er sögð snillingur að segja sögur eins og sést vel af þessari sögu. Þá á hún það jafnvel til að bregða sér í gervi einhvers dýrsins sem hún er að túlka og töfra börn með óvanalegum frásagnarhæfileikum. Margaret er bókasafnsfræðingur og getur því með góðri samvisku leyft sér að gera góðlátlegt grín að stéttinni. Sagan um Heiðbjörtu Gullregn (eða Serena Laburnum eins og hún heitir í sögunni) kom út árið 1978 og er önnur af tveim smásögum í bókinni The Great Piratical Rumbustifica- tion. Myndirnar eru eftir Quentin Blake og falla vel að ýkjustíl höfundar. Eftir að hafa lesið bókina skrifaði ég Margaret og bað um leyfi til að þýða hana fyrir íslenska bókaverði. Hún brást mjög vel við og lét jafnvel í það skína að hún vildi koma til Islands og heimsækja okkur. Hver veit nema þessi hugmyndaríka kona eigi eftir að heiðra okkur með nærveru sinni og kenna okkur að segja sögur af fljúgandi frásagnargleði. Bókavarðáhjónin Heiðbjört Gullregn og Bjargmundur Ástbjartsson, ræningja- höfðingi-og-fyrsti aðstoðarbókavörður. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.