Alþýðublaðið - 14.01.1967, Síða 3

Alþýðublaðið - 14.01.1967, Síða 3
tórbruni í lew York NEW YORK, 13. jan. (NTB.Reut.) Um eitt búsund slökkviliðsmenn reyndu í allan dag að ráða niður- lögum eldhafs í einni útborg New York. Þetta er mesti eldsvoði, sem orðið hefur í New York á síðari tímum. Eldurinn kom upp í útborginni Quenns snemma í morgun og hafði enn ekki verið slökktur í Sjálfvirk símstöð á Ólafsfirði í gær um klukkan 17 var opnuð sjálfvirk símstöð á Ólafsfirði. Er slöðin gerð fyrir 300 númer en fjöldi símnotenda er í dag 175 og eru þar með taldir 38 nýir sím- notendur. Símanúmer þessara notenda eru frá 62100 til 62399 en svæðisnúm- erið er 96, eða hið sama og fyrir Akureyri. kvöld. Enn liafa ekki borizt frétt ir um, að nokkur hafi farizt í eldsvoðanum, og segir lögreglan að það gangi kraftaverki næst. Hundruð manna urðu að yfir gefa heimili sín í miklum flýti í morgun, margir í náttfötum. Um tíu búðarhús höfðu orðið eldinum að bráð í kvöld og meiri eða minni skemmdir urðu á 20 öðr um. Gífurlegar sprengingar urðu þeg ar eldurinn læsti sig í gasleiðslur í hverfinu. Lögreglumenn voru sendir til hverfa, sem voru í hættu, til að fá fólk til að yfir- gefa heimili sín. Hitinn var svo rnikill, að marg ir slökkviliðsmenn urðu að leggja frá sér brunaslöngurnar, koma þeim fyrir á grindum og liörfa í hæfilega fjarlægð. Tugir bifreiða eyðilögðust og hlutir úr málmi bráðnuðu. Sumum tókst að klæða sig í Framhald á 15. síðu. ,90 föndurverkefni' Nýlega er komin út bókin „90 föndurverkefni“ eftir Þóri Sigurðs son kennara. Útgefandi er Skóla- vörubúðin. Bókin fjallar aðallega um verk- efni, sem heppileg igeta verið í tómstundavinnu barna og ung- linga, bæði á heimilum og í skóla. í henni eru um 400 teikningar eft- ir höfundinn til skýringar efninu. licynt hefur verið að velja verk- efnin svo, að sem flestir hafi gam- an af að spreyta sig á þoim og að hafa orðaskýringar þannig, að þær< verði auðskildar hverju barni. Einnig hefur verið hyllzt til að velja verkefni, sem auðleyst eru með ódýrum tækjum og auð- fengnu efni. í bókinni er fjallað um allmörg verkefni, til að mynda leirmótun, ýmiss konar pappírsföndur, gerð muna úr eldspýtnastokkum, kork- töppum, tvinnakeflum, pípuhreins urum, leir og. basti. Prentun £\nnaðist offsetprenlt- smiðjan Litbrá hf. i Hin nýju glæsilegu húsakynni, Ingólfskaffi. j Bridgespilarar f Spilum bridge í dag, (laugardag), í hinum nýju 1/úsakynnum Ingólfskaffi. Hefst kl 2 e. li. stundvíslega. f Stjórnandi Guðmundur Kr. Sigurðsson. Öllu bridgeáhugafólki á lieimil þátttaka. j AlþyðuflokksfélagReykjavíkur. Atriði úr Henrik IV, Fleiri en styttri sjónvarpskvöld Shakespeare og Danger Man koma á mánudagskvöldum í febrúar Ríkisútvarpið hefur í hyggju að auka sjónvai*psdagskrána upp í sex daga á þessu ári. Munu hefjast útsendingar 4 daga vikunnar þegar í febrúar fimmta deginum verður vænt anlega bætt við í maí og hinum sjötta 1. september. Dagskrárn ar verða að ijafnaði styttri hvern dag, sjaldan yfir 2 Ké tíma, en liafa undanfarið komizt allt upp í 4Vi> tíma eins og síðastlið inn miðvikudag, er kvikmyndin Canaris var sýnd og stóð langt fram yfir miðnætti. Sennilega bætast mánudagskvöld við út- sendingar í næsta mánuði. Það hefur alla tíð verið á- form Ríkisútvarpsins, að sjón varpið færi eins fljótt og unnt er upp í sex daga útsendingu. .40 vísu hefur það verið almenn skoðun, síðan útsendingar hóf- ust, að tveir eða þrír dagar væru nóg. Reynslan sýnir þó ótvírætt, að fólk hættir fljót lega að sitja við sjónvarpstæki sín og horfa á allt, en tekur að velja úr efni. Þegar svo er komið, mun reynast hentugra að hafa meira efni úr að velja dreiftyfir fleiri daga. Þá er rétt að geta þess, að með styttri og dreil'ðari dagskrá hefur sjón varpið miklu minni áhrif á fé lagslíf og aðra menningarstarf- semi en nú. Þrátt fyrir lengingu dagskrár innar mun íslenzkt efni, sem starfslið sjónvarpsins framleið ir, ekki aukast. Það hefur frá upphafi verið eins mikið og starfsmannafjöldi, tæki og húsa kostur leyfir — og raunar meira, því eftirvinna hefur ver ið mjög mikil. Verður þetta nú að komast í eðlilegt horf eins og aðstæður leyfa. Hins vegar mun úrval af er lendu efni aukast. í febrúar er til dæmis áformað að hefja út Framhald á 14. síðu. 14. janúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐI0 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.