Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 1
Föstudafcur 20. janúar 1967 •• 49. árg. 16. thl. -VERÐ 7 Kfl. íslenzkt sjónvarp | Áður en Weymouth flotaforingri fór af landi burt h iíraffi hann sérstaklega þrjá menn sem tekið hafa sameiginlega þátt í björgunaraðgerðum með varnar iðsmönnum. Afhenti flotaforinginn þeim skildi sem á er ietrað: í viðurkenningar- og þakklætisskyni fyr r frábært framlag til sameiginlegs björgunarstarfs á tímabilinu jam 1965 til jan 1967. Þeir sem han heiffraði eru Henry Hálfdánarson forseti Slysa- . varnafelags íslands. Pétur Sigurðsson forstjóri Lan Ihelgisgæzlunnar og Sigurður Þorsteinsson formað- ur Flugbjörgunarsveitarinnar. kkert unnið við spítal- anna síðan í september! Reykjavík, EG. Það kom fram á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur í gærkveldi í svari borgarstjóra viö fyrirspurn frá Páli ^igurðssyni, að af hálfu aðalverktakans við Borgarsjúkra- : sunnudagskvöld ÞEIR, sem tóku þátt í ferffa- lagi Aiþýðuflokksfélags Reykjavíkur á sl. sxunri til Skotlands og Danmerkur eru hvattir til að mæta næstkomandi sunnudags- kvöld að Ilótel Sögu (Bláa salnum) kl. 20,30 og hafa með sér myndir, sem þeir tóku í ferðalaginu. Farar- stjórinn, Guðni Þórðarson, mun tala um ferðalagiff og sýna myndir. Síðan kaffi- drykkja og dans. Þeir sem eiga kvikmyndir eða lit- skuggamyndir úr ferðalag- inu hafi samband viff Þórð Þorsteinsson á Sæbóli í síma 40980. • hús Rcykjavíkur hefur ekkert ver- | ið unnið' síðan í september og er ; enn ekki vitað hvenær vinna hefst ' á vegimi þessa fyrirtækis, og er ; því allsendis óvíst hvenær hægt verður að taka slysavarðstofu og aðrar deildir í hinu nýja sjúkra- húsi í notkun. Eins og menn minn- ast var Borgarsjúkrahúsið „vígt“ fyrir kosningar í fyrra. Páll Sigurðsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins bar fram fyrir- spum í fimm liðum til borgar- stjóra um borgarsjúkrahúsið og gang mála þar. Fyrsti liður fyrir- spurnarinnar var svohljóðandi: Hvaða framkvæmdir ársins 1966 við spítalann fóru svo fram úr á- ætlun, sem raun ber vitni sbr. framkvæmda- og fjáröflunaráætl- un? — Borgarstjóri svaraðl því til að samkvæmt framkvæmdaá- ætlun 1966—89 hefði vantað 100 milljónir króna til að fullgera þann hluta spítalans sem nú er verið að vinna við, en samkvæmt síðustu framkvæmdaáætlun þyrfti 150 milljónir til að ljúka verk- inu. Byggingarkostnaður hefði Framhald á bls 14. NOKKUR BLADASKRIF hafa orðið um Keflavíkursjónvarp- ið og takmörkun þess við flugvöllinn eftir að íslenzkt sjón- varp er tekið til starfa. Út af því vill Alþýðublaðið rifja upp, hvað gerzt hefur til þessa í því máli: í septembermánuði síðastliðnum skrifaði yfirmaður varn- arliðsins utanríkisráðherra og tilkynnti honum, að erí- iðleikar væru á rekstri Keflavíkursjónvarpsins eftir að íslenzk stöð væri tekin til starfa. Þess vegna heföi haim ákveffið að takmarka sendingar viff KeflavíkurfiugvöII. Mundi það gert þegar ríkisstjórnin teldi rétt. 2) Emil Jónsson utanríkisráðherra svaraði bréfi aðmíráls- ins og samþykkti þessi áform. Kvaðst hann telja rétt að samhæfa lokun Keflavíkurstöðvarinnar og starfs mi ís- Ienzka sjónvarpsins. 3) í öllum undirbúningi íslenzks sjónvarps var fyrst reiknað með sjö daga, en síðan í fyrrasumar með sex daga út- sendingu í viku hverri. Hefur allur undirbúningur sjón- varpsdeildar verið við það miðaður. Þegar fyrsta sjón- varpssendingin var gerð, var enn búizt við, að hægt yrði að lengja dagskrána í eðlilegt horf, sex daga, eftir fáar vikur 4) Reynsla hefur sýnt, að starfsemi íslenzka sjónvarpsins er erfiðari og umfangsmeiri en ætlað hafði verið, og á það sér ýmsar skýringar Kom á daginn við útsendingar fyrstu vikurnar, að ekki mundi verða unnt að auka dag- skrána í sex daga strax. 5) Ríkisútvarpið hefur unnið að athugunum á því, hve hratt sé með góðu móti hægt að auka útsendingar. Hefur ver- ið valin sú leið að lengja dagskrána þrep fyrir þrep en ekki í einu stökki. Niðurstöður af þessum athugunum urðu þær, að dagskráin verður fjórir dagar frá 1. febrú- ar (en styttri hvern dag), fimm dagar 15. maí og sex dagar 1. september. 6) Þessi niðurstaða var samþykkt á fundi útvarpsráðs í síð- astliðinni viku Fulltrúar Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks samþykktu þessa áætlun sjónvarpsdeildar. Einn fulltrúi Framsóknarflokks sat hjá, annar greiddi atkvæði á móti með fulltrúa Alþýðubandalags. Andstaðan byggð- ist á því, að aukning í sex daga gerðist of seint. 7) Rikisútvarpið hefur tilkynnt menntamálaráðuneytinu þessa niðurstöðu eins og því ber. Það ráðuneyti tilkynnir vænt- anlega utanríkisráðuneytinu. Ný aðferð til að NORÐMENN hafa fundið að þíða fisk frá 25 gráðu UPP nýja aðferð til að þíða [rosti á tveim klukkustund frystan fisk, og telja norsk blöð, að hún muni vekja heimsathygli. Með því að nota sérstakan vökva við þíðinguna á að vera imnt um, en hefur hingað til tekið 18—20 tíma og spillt gæðum fiskjarins að auki. Arbeiderbladet í Oslo hefur frétt þessa eftir Sunnmöre Arbeideravis. Segir þar, að Knut Hars- vik, frystistjóri, starfsmað ur hjá fyrirtækinu Gerh. urmæri hafi gert þesca merku uppfinningu. Sóit hefur verið um einkaleyfi á hinni nýju aðíerð, sem Norðmenn segja að sé Voldnes í Fosnavág á Suö- | b tki cs_i raunhæf og ódýr. ( 4 ’ i5 n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.