Alþýðublaðið - 20.01.1967, Side 2

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Side 2
Verkföll og átök í Aden A tn 19.1. (NTB-Reuter). Alvarlegar óeirðir brutust út í dag á brezka verndarsvæðinu Aden Berzkir hermenn stóðu vörð við mikilvæga staði og þyrlur sveim tiðu yfir bænum meðan óeirðar seggir vörpuðu handsprengjum og kveiktu í bifreiðum á götunum. Sjö arabískir lögreglumenn og einn ar abískur borgari særðust af hand sprengju, sem var varpað á lög- reglubifreið. Þessar alvarlegu óeirðir brut ust út eftir að samtökin „Þjóðfylk ingin til frelsunar hins hernumda Suður - Jemen’" (NL>F), sem yfir völd Breta bönnuðu 1965 á þeirri forsendu að þau væru hryðjuverka samtök, höfðu hvatt til sólarhrings verkfalls til að minnast þess að 128 ár eru liðin síðan Bretar hernámu Suður-Arabíu. Önnur samtök ,sem eru andvíg NLF, „Frelsisfylking hins lier- numda Suður-Jemen“ (Flosy)- skor uðu jafnframt á stuðningsmenn sína að gera afmælið að hefndar stund til minningar um fórnarlömb brezkrar árásar. Óeirðarseggirnir gerðu árás á lögregluna og leystu marga hand tekna úr haldi. Lögreglan beitti táragassprengjum í Little Aden, sem er um 35 km. vestan við sjálfa Adenborg. í Grater Town beitti lögreglan einnig táragasi til að dreifa um 150 mönnum, sem báru NLF-spjöld. Tveimur skotum var hleypt af, en engan sakaði. Lög reglan leitaði að vopnum í bifreið um, sem leið áttu til furstadæmis ins í grenndinni. Kveikt var í fjór um stjórnarbílum og skotið var á bifreið frá útvarpinu. Verkfallið hafði áhrif og telja Framhald á 15. síðu. Bifreiðaiðnaður Þorramatur á boBstólum í Nausti tíunda árið í röð álfunnur í hættu BrUssel 19. 1. (NTB), Bílaiðnaður Evrópu er í alvar legri hættu og kann að stöðvast ef á Isafirði Alþýðuflokkurinn á ísafirði i'heldur skemmtikvöld í veitinga 'Jsal Alþýðuhússins á ísafirði,|. Jilaugardaginn 21. janúar nk. ogf (ihefst skemmtunin kl. 21. ' 1 * Birgir Finnsson fiytur ræðu, sameiginleg kaffidrykkja skemmtiþættir verða fluttir i> og að lokum stiginn dans. Alir stuðningsmenn Alþýðu- f flokksins velkomnir. nokkrum amerískum öryggisregl um verður framfylgt, sagði hátt settur embættismaður Efnahags- bandalagsins í Brussel í dag, er hann gerði grein fyrir Kennedy um ferð viðræðnanna um alþjóðiegar tollalækkanir. Hann kvaðst telja, að bandarísku öryggisreglurnar mundu valda erf iðleikum í viðræðunum, sem nú eru að komast á lokastig. Hér er um að ræða 23 ný ákvæði sem miða að auknu öryggi í bandarískum bifreiðum. Bandaríska þingið hef ur samþykkt ákvæðin ,en þó kunna að verða gerðar á þeim breyting ar áður en þau koma til fram kvæmda eftir rúma sex mánuði. Hann lét einkum í ljós áhyggj ur vegna útflutnings bifreiða til Framhald á 15. síðu. Reykjavík — EG Eigendur og forráðamenn veit ingahússins Nausts buðu frétta- mönnum síðastliðinn miðvikudag að bragða á þorramatnum, sem nú verður til reiðu í Nausti frá og með deginum í dag, en í dag byrj- ar Þorri. Geir Zoega yngri, sem orð hafði fyrir Naustmönnum kvað þetta vera tíunda árið í röð, sem þessi háttur væri hafður á. Kynnti hann fyrir fréttamönnum yfirmatreiðslu mann Nausts, Ib Wessman, sem veg og vanda hefur af matargerð allri. Á borðum voru hraukfull trog af þorramat íslenzkum eins og hann beztur gerist, en áður en til var tekið við trogin, gafst mönn um kostur á að bragða gómsætar steikur, sem Ib Wessman hafði tilreitt. Það þótti talsverð nýjung á sín Framhald á 15. síðu. Stálvík eykur húsnæði sitt Gefur nú smíðað 3 350 lesta skip á ári Skipasmíðastöðin - Stál vík sýndi blaðamönnum í gær nýtt húsnæði, sem fyrirtækið hefur tek ið í notkun með fullkomnum lyfti tækjum, sem gerir því mögulegt að smíða samtímis þrjú fiskiskip af stærstu gerð sem notuð eru hér til síldveiða. í smíðum hjá Stálvik eru nú þrjú ! fiskiskip, eitt 200 rúmlesta skip fyr j ir Braga hf. á Breiðdalsvík og er ismíði þess að verða lokið, og tvö ' um 350 rúmlesta fiskiskip, annað fyrir Þórð Óskarsson hf., Akra nessi, hitt fyrir Eldingu hf. í Kefla vík. smíði þeirra skipa á að verða lokið samkvæmt áætlun í septem ber nk. en verður sennilega lokið mánuði fyrr, þar sem smíði þeirra hefur gengið mjög vel. Tvö síðar nefndu skipin eru nú í smíðum í nýja húspæðinu sem er 10.700 rúmmetrar, byggt úr strengja steypu frá Steinstólpum hf. Suð urendi þess er 13,6 metra hár, en norður endinn, sem snýr að sjón um, er rúmlega 15 metra hár. Með þessu aukna húsnæði skap ast möguleiki til þess aö auka mjög afköst stöðvarinnar og er áætlað að skipasmíðastöðin geti nú smíðað 3 skip 350 lesta á ári, þar sem starf semin er nú ekki háð misjafnrl veðráttu. Framhald á 15. síðu. Varðbergsfund- ur um Vietnam Á morgun laugardag, halda Varð ' berg og Samtök um Vestræna sam vinnu hádegisfund um Vietnam, Ræðumaður fundarins verður Árni Gunnarsson, fréttamaður, sem ferð aðist um Vietnam nokkru fyrir síð astliðin áramót. Fundurinn verður haldinn í Þjóð leikhússkjallaranum og hefst kl. 12,10. Auk þess að flytja erindi um Vietnam-málið, mun Árni Gunnarsson sýna kvikmynd og lit skuggamyndir. 2 20. janúar 1967 3 • ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.