Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 16
slctan Meirihlutinn skal ráöa Baksíðunni 'liefur borizt eftir- farandi bréf: Baksíða naín góð! Af 'því ég veit þig úrræðabezta sí öllum málum langar mig til að segja þér frá dálitlu vanda- análi. Eins og þú sjálfsagt veizt <var ég kosinn í hreppsnefnd íFagrafjarðar á síðasta vori. Ég •toauð mig fram til að stríða hrepp istjóranum og oddvitanum, sem ihöfðu stýrt öllu í hreppnum und- anfarin ár eins og samvaxnir tví- ■'burar. Hins vegar langaði mig clokert í hreppsnefndina, og til jþess að tryggja að ég lenti þar elcki fékk ég skóarann okkar 'á ilistann með mér, og ég var meira að segja svo • lítillátur að bjóða fiiönum efsta sætið, en var sjálf- ur númer tvö á listanum. t kosningunum kom hins veg- ar í Ijós, að ég var ekki eini tóekkjalómnrinn í plássinu, því 'að við fengum svo mörg atkvæði að undrun sætti. Oddvitalistinn •var liæstur að atkvæðatölu eins ■og við var að búast, en hann tap- aði talsverðu og féklc ekki nema tvo hreppsnefndarmenn, oddvit- ann sjáifan og lækninn. Okkar ölisti kom næstur og fékk líka tvo menn, en hreppstjórinn varð að •iáta sér nægja að róa einsamall. Strax eftir kosnir.garnar fórum við hreppsnefndarmennirnir að '•væða saman um myndun meiri- ♦Ciiuta. Það gekk dálítið hægt í ‘fyrstu því að bæði oddvitinn og dlireppstjórinn voru móðgaðir við ■wnig fyrir að hafa verið að sletta «*uér fram í hreppsmálin og vildu ekkert við mig tala, en það varð ,-mér til liðs, að þeir voru enn ^tnóðgaðri hvor við annan. Ég var dáálítinn tíma að velta því fyrir •vmér, við hvorn ég ætti heldur að ifiemja, en við nánari athugun rfannst mér réttast að halla mér að oddvitanum, enda fleiri at- kvæði á bak við hann en hrepp- stjóraræfilinn. Samningarnir við oddvitann tóku að sjálfsögðu dálítinn tírna. Hann er gamall bragðarrefur, sem lætur ekki auðveldlega snúa á sig, en hann varð nú samt að bíta í það súra eplið að missa oddvita- embættið. Ég tók ekki í m'ál að ganga til samstarfs við 'hann, nema ég fengi að verða oddviti, og því varð hann að ganga að, þótt honum þætti það hart. Lækn irinn og skóarinn tóku auðvitað þá afstöðu í þessu máli eins og öðrum, sem við sögðum þeim að taka. Þótt ég hefði kannski ekki trú- að því áður, þá hefur samvinnan milli mín og gamla oddvitans ver- i ið með ágætum. Við erurn yfir- leitt sammála um alla hluti,' og sérstaklega erum við sammála um að haida hreppstjóranum utan við allt saman og láta hann ekki kom ast upp með neinn moðreyk. En hreppstjórinn er okkar mesta mein. Hann er útsmoginn með það, bölvaður, að bera fram alls konar tillögur á hreppsnefnd arfundum til þess eins að hrella okkur. Þetta eru ágætar tillögur út af fyrir sig og sumar þeirra ætlum við í meirihlutanum að bera fram sjálfir áður en langt um líður, en við getum ekki ver- ið að samþykkja tillögur frá minnihlutamanni. Þótt ég sé kannski ekki mikill fyrir mér i hreppsnefndamálunum, þá veit ég bó, að slíkt er ekki ihægt að gera. Það er meirihlutinn, sem ræður. Hins vegar kemur hreppstjór- inn okkur oft í dálítil vandræði með þessum tillö*guflutningi. Ef við fellum tillögurnar hans er hann vís til að breiða það út um allt okkur til áfellis og jafnvel að hlaupa með það í blöðin fyj'- ■ 9 'l V Boðið til einvígis Víkingablóðið rennur oss enn í æðum og ekki skortir kjark eða þor, það hefur margoft sýnt sig á sjómannaböllum og sannast á Jóhanni prófessor. En hann hefur boðið til einvígis Andrési sjálfum sem óvini grallara og kristindóms vors. Og sjálfsagt verður Savannatríóið viðstatt og sveinar hins vígreifa próféssors. Búast nú lijálmi og brynju hvárir tveggja og báðir taka fram vopn síri í senn og girða sig Andans og Orðsins heilaga sverði. Og enginri leit fræknlegri hólmgöngumenn. ír sunnan. Það kærum vio okkur auðvitað ekkert um, gamli odd- vitinn og ég, en hvað skal gera? Við ræddum þetta mjög ítarlega í meirihlutanum, og eftir nokkr- ar vangaveltur kom okkur saman um, að líklega væri bezt að kom- , ast hjá að fella tillögurnar hans. Gamli oddvitinn sagði að það væri miklu betra að vísa þeim frá, og hann sagðist ei'ga bók heima hjá sér, þar sem mætti sjá, hvernig ætti að semja tillögur um þannig frávísun. Hann kom með bókina j og sýndi mér, og síðan samdi hann nokkrar frávísunartillögur upp úr bókinni. Mér þótti þær dálítið skrítilega orðaðar fyrst og jafnvel óljósar, en gamli oddvit- inn sagði að einmitt þannig ættu ályktanir að vera; í ályktunum mætti aldrei segja neitt berum orðum, heldur yrði að vera svig- rúm til að túlka þær eins og mað- ur sjálfur vildi. Þetta fannst mér dálítið klókt hjá honum. Á næsta hreppsnefndarfundi i kom hreppstjórinn með talsvert slangur af tillögum, en við vís- uðum þeim frá jafnóðum með löngum og snúnum greinargerð- um. Sama gerðist á þar næsta fundi og þar næsta. En þá var okkur farið að leiðast þetta, enda satt að segja dálítið erfitt að þurfa sífellt að vera að semja nýjar og nýjar frávísunartillögur, en þó var erfiðast að þurfa alltaf að hafa þær óskiljanlegar eða því sem næst. En gamli oddvitinn heimtaði að tillögurnar væru þannig og bar fyrir sig bókina 'góðu. Við lögðum nú höfuðin í bleyti, gamli oddvtinn og ég, og reyndum að finna ráð til að losna við þenn- an sífellda tillöguflutning hrepp- stjórans. Eftir langa mæðu datt mér ágætt ráð í hug. Við gæt- um samþykkt eins allsherjar frá- vísunartillögu, sem næði yfir all- ar tillögur hreppstjórans, fluttar sem ófluttar. Þetta þótti gamla oddvitanum hið mesta snjallræði, og síðan sömdum við í samein- ingu svohljóðandi tillögu: „Með tilvísun til fyrri af- greiðslna á tillögum hreppstjór- ans og að fengri illri reynslu af tillögum hans, samþykkir hrepps- nefndin, að, þar til öðru vísi verður ákveðið, vegna þess hve óraunhæfar tillögurnar eru og fjarri raunveruleikanum í þessu sveitarfélagi, skuli tillögum hans vísað á bug og frá atkvæða- greiðslu, enda telur hreppsnefnd- in, að hún hafi nóg við tíma sinn að gera, þótt hún eyði ekki tíma sínum í afgreiðslur á slíkum til- lögum serii þ.eim, er hreppstjór- inn hefur verið vanur að flytja. Við bárum þessa tillögu fram á næsta hreppsnefndarfundi, en þá ætlaði hreppstjórinn alveg vit- laus að verða. Hann sagði að við ættum ekkert með þetta og þetta væri ekkert lýðræði, en ég benti honum á það að lýðræði væri það að meirihlutinn réði, og nú vær- um við meirihlutinn, gamli odd- vitinn og ég, og ef okkur kæmi saman um að taka ekkei't mark á tillögum hans, þá væri það okk- ar mál. Hann sagði að við ætt- um ekkert með þetta samt og ætl- aði aldrei að fást til að hætta að fjasa um þetta. Og síðan hefur hann mokað inn tillögum á hvern einasta hreppsnefndarfund og er nú hálfu verri en áður. Við í meirihlutanum þurfum stöðugt að vera að vísa tillögum hans frá atkvæðagreiðslu með sérstökum bókunum og tilvísunum í frávís- unartillöguna stóru, en það er engu minna verk og sízt léttara að semja allar þessar greinargerð ir heldur en það var að semja frávísunartillögurnar 'áður fyrr. Og nú er ég kominn að því, sem ég ætlaði að bei'a upp við þig, Baksíða mín 'góð. Er ekki hægt að leysa málið á þann liátt, að við í meirihlutanum sam- þykkjum einfaldlega, að eftirleið- is skuli hreppstjórinn ekki flytja neinar tillögur? Það er hvort eð er alveg tilgangslaust hjá honum að vera að því, því að aldrei sam- þykkjum við í meirihlutanum neinar tillögur, sem frá honum eru komnar. Og getum við ekki hreinlega gert hann brOttrækan úr hreppsnefndinni, ef hann vill ekki gegna þessu? Gamli oddvit- inn er ekki alveg viss um að við 'getum þetta, en ég held að það hljóti bara að vera. Er það ekki rétt að meirihlutinn eigi alltaf að ráða? Og við erum meiri hlut- inn, gamli oddvitinn og ég, og þess vegna hlýtur það að gilda, sem við komum okkur saman um, hvort sem ihreppstjóranum líkar það betur eða verr. Vilji meirihlut ans hlýtur alltaf að ráða úrslit- um, eða hvað, Baksiða mín góð? Virðingarfyllst, Jón Jónsson, hreppsnefndar- oddviti. Fagrafirði. Norðmenn hafa þegar verið jarðsettir, Svíar kistulagðir < ; ég mundi segja að Danlr vær a á aftökupallinum. íþróttafrctt í Vísi Hin fullkomna kona er ekki til nema í hugarheinxi kvenfólks- ins. Nú liggur illa á kallinum, ekki nema tíu dagar eftir til að svíkja undan skatti. Gat nú skeð að þessir Danir gætu ekki tekið kvikmynd hér lá landi án þess að !áta stelpu- trippið berhátta fyrir framan alla karlmennina og það norð- ur í landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.