Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 14
Fangaóeirðir San Quentin í San Quentin Kaliforníu 19. 1. fNTB-Reuter). — Átta fangar særð ist þegar fangaverðir beittu skot ýopnum sínum í nótt tii að koma | veg fyrir óeirðir í San Quentin fangelsi í Kaliforníu. Einn fangi Særðist á höfði, hinir sjö á fæti. '• Hleypt var af skotum þar sem Siinnstu munaði að kynþáttaóeirðir rytust út meðal fanganna, sem ru 2000 talsins, þegar fangar sem ru meðlimir í samtökum öfga íjinnaðra blökkumanna, „Svörtu ^íúhameðstrúármönnum" efndu til (fhótmælaaðgerða. Liðsauki var kvaddur á vettvang og meðan hann yar á leiðinni tóku verðirnir að íkilja þeldökka fanga frá hvítum. Hilton og TWA sameinast New York 19. 1. (NTB-Reuter.) Bandaríska flugfélagið Trans World Airlines (TWA) og hótelfyr irtækið Hilton International Hotels hafa náð samkomulagi í meginatr iðum, um sameiningu fyrirtækj- anna, að því er skýrt var frá í New York í dag. Sameiningin er komin undir því, að nokkrum skil yrðum verði fullnægt t.d. varðandi Skatta. Hilton hótelin í Evrópu, Afríku Miðausturlöndum og við Karíba iiaf eiga að starfa áfram sem ein heild undir Hilton nafninu. En sameiningin verður til þess að TWA fær eigin hótel tii umráða og verður það mikið liagræði í sam bandi við hópferðir á iágu verði TWA býður nú upp á slíkar ferð ii' fyrir 70 dollara á mann (3000 kr.) og allt er innifalið. Pan American Airways er í sams konar aðstöðu, þar sem félagið á Intercontinental-hótelhringinn. S ______________ □ SEOUL: — Hermenn í strandvirki í Norður-Kóreu , sökktu í gær Suður-kóresku varðskipi og 28 menn af 79 manna áhöfn skipsins hafa sennilega drukknað. Árósum 19. 1. (NTB-RB). Gunnar Thoroddsen seniherra og Jens Ottó Krag forsætisráð herra flytja ávörp þegar þess verð ur minnzt 4. marz að 10 ár eru lið in síðan námskeið fyrir norræna blaðamenn hófust við blaðamanna skólann í Árósum. 17 nemendur taka þátt i sérstöku námskeiði, sem haldið verður af tilefni afmælis ins og hefst 4. marz. Sþróttlr Framhald af bls. 11 lengi, Tékkar jöfnuðu og náðu yfir höndinni fyrir hlé, eins og fyrr segir. Síðari hálfleikur var algerlega Tékkanna, þó að munurinn væri að eins 1 mark, eins og í fyrri hálf leik. Tækni og línuspil Tékka í síðari hálfleik var frábært . Aaðalmaðurinn í tékkneska liðinu var Vacla Duda, sem skor aði 7 mörk. Alls voru dæmd sex vítaköst í leiknum, en aðeins einu sinni var skorað úr þeim. Rúm enum voru dæmd fimm, en aðeins einu sinni tókst þeim að skora Tékkum var dæmt eitt vítakast, en mistókst að skora. Mörkin. Rúmenía: Gruia 11, Mos er og Licu 2 hvor, og Jaeob og Gunes 1 hvor. Tékkóslóvakía: Duda 7, HavliXz 4. Konecny 3 Bruna 2, Mares, Cinner og Benes 1 mark hver. Hinn góðkunni Svíi Hasse Carl son dæmdi leikinn. Austur-Þýzkaland sigraði Egypta lapd 2:1 í landsleik í knattspyrnu í fyrradag. Leikurinn var háður í Kairo. Staðan í hléi var 2:0. Aust ur-Þjóðverjar leika þrjá aukaleiki í ferðinni. Vestur-Þýzkaland sigraði Luxem burg 2:0 í Achen á þriðjudag, Þjóð verjar skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik. Leikinn sáu 30 þúsund á- horfendur og voru vonsviknir með leik silfuriiðsins á heimsmeistara keppninni. Spítaslar Framhald af 1. síðu. hækkað um 15 milljónir, sagði borgarstjóri, ýmisleg smáverk hefðu bætzt við og í þessari upp- hæð væri reiknað með 23 millj- ón króna erlendu láni vegna tækja kaupa. Þá spurði Páll hvenær ráðgert væri að hinar ýmsu deildir spítal- ans tækju til starfa, en borgar- stjóri svaraði því að verktakinn, Byggingarfélagið Brú, hefði lent í greiðsluerfiðleikum, og hefði ekkert verið unnið á vegum þess fyrirtækis við spítalann síðan í september. Jafnvel þótt vinna byrjaði strax og ekki stæði á 35 til 40 millj. króna framlagi frá ríkinu mundu líða 4—5 mánuðir unz lyflæknisdeiid 'gæti tekið til *tar<a og slysavarðstofa og að minnsta kosti 10 mánuðir þar til skurðstofa og liandlæknisdeild yrðu tilbúnar. Svo kölluð „inten- siv care“ deild yrði vart tilbúin fyrr en á næsta ári. Páll spurði ennfremur um starfs leg tengsl milli slysavarðstofu og slysadeildar og skurðdeildar, en borgarstjóri sagði, að viðræður stæðu enn yfir um þessa verk- askiptingu, og fyrirspurn Páls um hvort gert yrði ráð fyrir meðferð á slysum á miðtaugakerfi á slysa- deild eða skurðdeild, svaraði borg- arstjóri játandi og sömuleiðis því að aðstaða yi'ði fyrir endurhæf- ingu sjúklinga 'á spítalanum, og gert væri ráð fyrir endurhæfingar- deild í núverandi heilsuverndar- stöð þar sem rúm væru fyrir 30 sjúklinga. Páll kvaddi sér hljóðs er borg-! arstjóri hafði lokið máli sínu, og kvað enn margt óljóst í sambandi við það hvenær þessi spítali kæm- ist loks í gagnið og kvaðst hann vona, að þær áætlanir stæðust nú, sem borgarstjóri hefði sagt frá. Guðmndur yigfússon kvaddi sér einnig hljóðs um málið og bar fram tillögu þar sem borgarstjóra og borgarráði var falið að gera ráðstafanir til að vinna gæti haf- izt á ný sem fyrst og þar sem skor- að var á ríkisstjórnina að inna af höndum framlag ríkisins til þessa sjúkralniss. Tillöga Guðmundar var vísað til borgarráðs að tillögu borgarstjóra. Var það gert að við- lhöfðu nafnakalli þar sem átta sögðu já en sjÖ nei. Kína Eramhald af 3. síðu menn flokksins til mikils rnann- fjölda fyrir neðan. Samtímis hernia veggspjöld rauðra varðliða í Pekin'g, að kom- skemtntanalífið REYKJAVÍK, á marga ágæta mat- og skemnitistaSi. BjóSiS unnustunni, eiginkonunni effa gestum á einhvern eftirtalinna staffa, eftir því hvort tsér viijiff borffa, dansa - effa hvort tveggja. NAUST viff Vesturgötu. Bar, mat- Salur og músik. Sérstætt nmhverfi, sérstakur matur. Sími 17759. ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN víff Hverf isgötu. Veizlu og fundarsalir - Gestamóttaka - Sími 1-96-36. INGÓLFS CAFÉ viff Hverfisgötu. -- Gcmlu og nýju dansarnir. Sími 17826. KLÚBBURiNN viff Lækjarteig. Mat- ur og dans. ítalski salurinn, veiffi- kofinn og fjórir affrir skemmtisalir. Sími 35355. HÁBÆR. Kínversk restauration. Skólavörffustíg 45. Leifsbar. Opiff frá kl. 11 f.h. til 2,30 og 6 e. h. til 11.30. Borffpantanir { síma 21380. Opið alla daga. LÍDÓ. Resturation. Bar, danssalur og matur. Hljómsveit Ólafs Gauks. HÓTEL BORG viff Austurvöll. Rest j uration, bar og dans í Gyllta saln- um. Sími 11440. HÓTEL LOFTLEIÐIR: BLÓMASALUR, opinn alla daga vik- unnar. VÍKINGASALUR, alla daga nema miðvikudaga, matur, dans og skemmtikraftar eins og auglýst er hverju sinni. Borðpantanir í síma 22-3-21. CAFETERIA, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opinn alla daga. RÖÐULL viff Nóatún. Matur og dans alia daga. Sími 15237. HÓTEL SAGA. Grillið opiff alla daga. Mímis- og Astra bar opiff alla daga nema miðvikudaga. Sími 20600. þÓRSCAFÉ. Opiff á hverju kvöldi. SÍMI 23333. (3 ið liafi til blóðugra átaka milli fylgismanna og andstæðinga Maos i Harbin, Tailien, Shenjang, Chen- chow og öðrum kínverskum borg- um. Á einum stað hafi 8.000 bænd ur fylgjandi Mao og „borgaralegir afturhaldssinnar“ átzt við og hafi nokkrir fallið, margir særzt og enn fleiri týnzt. í Peking (gerðu rauðir varðlið- ar einnig harða hríð að öðrum valdamönnum kommúnistaflokks- ins. Veggspjöld herma, að þeir hafi handtekið Lih Sueh-feng, háttsettan mann í framkvæmda- stjórninni sem varð formaður flokssdeildarinnar í Peking í júní sl. ár í stað Peng Chens, en Wu Te er varamaður hans. Kunnugir í Peking telja, að flokksdeildin haldi sennilega áfram störfum, en undir eftirliti fjöldans, eins og komizt er að orði, enda hefur það gerzt víða annars staaðar. ★ LEYNIMAKK VIÐ RÚSSA Rauðir varðliðar Ihafa einnigj dreift sérútgáfu á blaði tækni- stúdenta, sem eingön'gu er helg- að frásögnum af fjöldafundum 1 Peking, þar sem Peng Chen, Lu Ting-yin fv. áróðursstjóri, Lo Jui- ching fv. herráðsforseti og Yang Kang Shun meðlimur framkvstj. eru fordæmdir fyrir að stjórna gagnbyltingu er miði að yfirráð- um í flokknum. Á myndinni sjást I þeir bera spjöld og lúta höfði, en ] rauðir varðliðar halda þeim í greip j sinni. Herráðsforinginn fyrrver- andi er með annan fótinn í gifsi, og er sagt að hann hafi reynt að fyrirfara sér. Yang Kang-shun er sakaður um að hafa útvegað samsærisbræðr- um sínum leynileg flokksplögg, falið hljóðnema til að fylgjast með samtölum Maos og haft leynilegt samband við sovézka sendiráðið. Sagt er að hann hafi átt fundi með sovézka sendiherranum og af- hent honum leynilegar upplýsing- ar. í maí 1963 sögðu kínversk blöð að Yang og Teng Hsiao-ping flokksritari hefðu rætt við S. V. Tsjervonenko fv. sendiherra Rússa í Peking. ★ HÉTJA FELLUR Peng Clien er sagður vera höf- uðpaur gagnbyltingarsamsæris, Lu Ting-yi er sakaður um að hafa komið í veg fyrir útgáfu á verk- um Maos og Lo Jui-ching er sak- aður um að berjast 'gegn Mao og Lin Piao lnadvarnaráðherra í her- aflanum og óhlýðnast fyrirmælum Maos, m.a. stungið undir stól fyr- irmælum um vopnaðar borgara- sveitir. í dag er jafnvel ráðizt á stríðs- hetjuna Chu Teh, ihinn áttræða for seta alþýðuþingsins. Önnur vegg- spjöld birta yfirlýsingu frá konu Maos Cihiang ching, sem segir að milljónir manna, sem komið hafa til Peking frá öðrum borgum verfA að snúa heim og að valdi verði beitt ef skipuninni verði ekki hlýtt. Flestir komi aðeins til að rangla á götunum og það kosti ríkið 10 krónur á dag. Byggingarfélag verkamanna, Reykjavík Tii sölu þriggja herbergja íbúð í 6. byggingarflokki. Þeir félags- menn, sem neyia vilja forkaupsréttar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu féiagsins Stórholti 16 fyrir kl 12 á hádegi Iaugardaginn 28. jan. n.k. STJÓRNIN. Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptamála- ráðuneytisins dags. 11. janúar 1967, sem birt- ist í 7. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967, fer fyrsta úthlutun gjaldeyris- og/eða inn- flutningsleyfa árið 1967 fyrir þeim innflutn- ingskvótum sem taldir eru í auglýsingunni, fram í febrúar 1967. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvgesbanka Islands fyrir 10. febrúar næstkomandi. LANDSBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS. M 20. janúar 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.