Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 3
ISLENDINGUR YFIRLÆKNIR STÆRSTA HERSJÚKRAHÚSSINSISUDUR-VIETNAM Yfirmaður stærsta her sjákrahúss Bandaríkj- anna í Suður Vietnam, er íslenzkur læknir, Ey- þór Dalberg að nafni. Árni Gunnarsson frétta- maður Ríkisútvarpsins er var í Vietnam í vet- ur átti þar viðtal við Eyþór. Alþýðublaðið sneri sér í gær ti! bróður Eyþórs, Hallgríms Dalberg, stjórnarráðsfulltrúa og bað hann segja lesend- um bjaðsins lítillcga frá bróður sínum. — Eyþór er búinn að vera tæplega eitt ár í Vietnani, sag'ði Hallgiímur, og eftir því sem ég bezt veit, og liann skrifaði mér nú fyrir skömmu, þá verð- ur hann þar að öllum líkindum fram í lok febrúar, og fer þá aftur til Bandaríkjanna, en kona lians og tvær dætur eru nú í Missouri, en þar hafa þau búið undanfariö. Hersjúkrahús þetta er I Cam Rahm Bay, sem er nokkurn veg inn miðja vegu milli Saigon og landamæra norður og Suð- ur-Vietnam. Sjúkrahúsið stend ur á skaga, sem var óbyggður áður en Bandaríkjamenn reistu þar stóra herstöð. Nú er rúm fyrir eitt þúsund sjúklinga á þessu sjúkrahúsi en þar á að verða rúm fyrir fimmtán hundr uð, þegar það verður endanlega tiibúið, en enn er verið að vinna við byggingarfram- kvæmdir. Hlutverk Eyþórs þarna er auk læknisstarfanna Mfi ihafif umsjón með fram- kvæmdum og annast starf- rækslu sjúkrahússins fyrst í stað. Suklingar þama eru mest Bandaríkjamenn en einnig talsvert af Kóreumönnum, Ástralíumönnum og Ný-Sjá. lendingum, sem þarna berjast með Bandaríkjamönnum. — Eyþór er ofwrsti að tign í Bandaríkjaher, en hann gekk í herinn árið 1952, en skortur á lierlæknum var þá mjög til- finnanlegur. Hann hefur víða farið, var til dæmis sex ár í Þýzkalandi og tvö ár í Ethíópíu sem sérstakur ráðgjafi theil- brigðisyfirvalda þar. Einnig hefur hann að sjálfsögðu starf- að' mjög víða í Bandarikjunum. Hann býst við að fara til Þýzkalands á ný, að dvölinni í Vietnam lokinni. — Stdentspróf tók Eyþór frá Menntaskólanum i Reykjvaík árið 1935 og árið 1942 lauk liann embættisprófi í læknis- fræði frá Háskóia íslands. Sama ár hlaut hann námsstyrk frá Rockefeller-stofnuninni og fór vestur um haf og sérhæfði sig í lungnasjúkdómum. Hann tók próf í sérgrein sinni og kom svo ekki heim fyrr en ár- ið 1946, en þá var hann um tíma héraðslæknir í Stykkis- hólmi, en fluttist síðan út aft- ur og starfaði við ýmis sjúkra- hús í Bandaríkjunum fran7 til 1952, er hann gekk í herinn sem fyrr segir. Hingað heim kom Eyþór síðast árið 1960, en býst frekar við að koma hingaö í heiinsókn næsta ár, sagði Hall grímur. í bréfunum, sem ég hef fengið frá honum, eftir að liann var sendur til Vietnam er hann ákaflega fáorður um styrjöldina, — minnist eigin- lega ekki á hana einu orði, sagði Hallgrímur Dalberg að lokum. Eyþór Dalberg, yfirlæknir. *í Erlendur Vilhjálmsson formaður fulltrúaráðs Reykjavík, EG Á fjölmennum fundi fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík, sem haldinn var sl. þriðjudagskvöld var Erlendur Vilhjálmsson kjörinti formaður fulltrúaráðsins, en vara- formaður Örlygur Geirsson. Óskar Haligrímsson, sem undanfarin ár hefur verið formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins baðst eindregið undan endurkjöri. Óskar Hallgrímsson fráfarandi formaður fulltrúaráðsins flutti skýrslu um starfið síðastliðin tvö ár, og kom það framr að höfuð- verkefnið á þeim tíma var undir- búningur bæjarstjórnarkosning- anna í Reykjavík síðastliðið vor. Taldi Óskar hinn góða árangur Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrst og fremst árangur af góðu starfi ótalinna flokksmanna og velunn- ara Alþýuflokksins. Er Óskar hafði lokið máli sínu voru reikn- ingar fulltrúaráðsins lesnir og þeir síðan samþykktir. '-"Var síðan gengið til- stjórnar- kjörs. -Formaður fulltrúaráðsins var kjörinn Erlendur Vilhjálms- son, varaformaður Örlygur Geirs- son, aðrir í stjórn eru: Jón Á- gústsson, Jóna Guðjónsdóttir. í stjórninni eiga sæti að auki for- menn flokksfélaganna í Reykja- vík. í varastjórn eiga sæti: Jón Helgason, Guðbjörg Brynjólfs- dóttir, Ögmundur Jónsson og Ó- lafur Þorstenissön. Framhald á 15. síðu. * (t ÁRSHÁTÍÐ KVENFÉLAG Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur árshátíð næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Skemmti atriði: 1) Sýndar íslenzkar skuggamyndir. 2) Leikþáttur, Árni Tryggvason og Klemenz Jóns- son. — Sameiginleg kaffidrykkja. — Félags- konur fjölmennið og tákið með ykkur gseti. Menningarbyltingin: Ofsóknum gegn flokks- mönnum haldið áfram PEKING cg TOKIO, 19. ijan N(.T B-Reuter) — Barátta Mao Tse- tungs gegn flokksforingjum hcld- ur áfram. Rauðir varðliðar rudd- ust í dag inri í sltrifstofur komm- únistaflokksins í Peking, liengdu upp spjöld, þar sem segir að þeir fari nú nieð völdin í flokksnefnd- inni, og' fordæmdu settan borgar- stjóra í Peking, Wu Te. Að svo g búnu opnuðu þeir glugga bygg- ingarinnar, sem er á sex hæðuni, og fleygðu út flugmiðimi með gagn rýni á starfsanenn og trúnáðar- Framhald á 14. síðu. 20. janúar 1967 ALÞÝÐUBLAÐiÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.