Alþýðublaðið - 20.01.1967, Síða 13

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Síða 13
þín. Ég fer hálf tólf. — Gilly.” Leðurblakan Spáný dönsk litkvikmynd. tburð armesta danska kvikmyndin í • mörg ór. Listdansaramir Jón Valgeir og Margrét Brandsdótt ir koma fram í myndinni. LIIY SROBERG POUL REiCHHARDT GHIIA N0RBY HDLGER JUUL HANSEN GRETHE MOGENSEN DARIO CAMPEOTTO BIRGfT SAODLIN POULHAGEN KARLSTEGGER OVE SPROGOE - Inslruktion: Annelise Meineche Sýnd kl_ 7 og 9. Blaðaummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að mæla með. Mbl. Ó. Sigurðsson. Dr.Mabuse’s B0DSFKLOEJ ’lf. / LEX BARKER KARIN DOR WERNER PETERSÍ KRIMINALGVSERX ITOPKLASSE I FVLDTMED g DJÆVELSK 5 UHVGGE. g ,F.F.B. z Ákaflega spennandi og hroll- vekjandi ný rnynd. Bönnuð börnum innan 1G ára. Sýnd kl. 7 ogr 9. Lesið AlþýðubiaBið Auglýsið í á!þýðublaðinu SHEILA MURRAY HANDAN KLAUSTURSINS kuldalegu en gáfulegu augum og sagði honum aldrei um hvað hún var að hugsa. Hún var ekki lík Gilly. Litlu saklausu Gilly. sem minnti hann á blóm. . . litlu, ynd islegu Gilly með gullnu röddina. Gilly, sem ljómaði af hamingju, hrifningu og ást. Gilly. . . Nú var hún komin til Londoa og orðin söngkona með hljóm sveit Duncans. 8. kafli . — Syngdu þetta aftur Gilly. Duncan Hurst lyfti tónsprotan um og beið augnablik áður en hann endurtók lagið, sem þau ætl uðu að hef ja með skemmtunana í næturklúbbnum „Blái drekinn“, sem var vinsælasti næturklúbbur inn í London. Duncan Hurst hafði sjálfur samið lagið og textann, en liann hugsaði ekki um lagið, sem liann þó vissi að myndi komast hátt á vinsældalistanum. Hann stóð og horfði á Gilly, sem söng þarna lagið með rödd, sem hitti fólk beint í hjartastað. — Hún er töfrandi, hugsaði Duncan Hurst þegar síðustu tón arnir dóu út. Lagið lientar henni líka einstaklega vel. Hún á eftir að vekja mikla hrifningu. Samt var hún óhamingjusöm — livers- vegna? — Þetta gekk vel, Gilly, sagði hann. Nú skaltu leggja þig fyrir kvöldið. Reyndu að sofna, við verðum lengi fram eftir. Bless á meðan. Hann var alltaf kurteis og blátt áfram við hana meðan hljómsveit in heyrði til en þegar Gilly gekk til hans mættust augu þeirra og Duncan brosti til hennar. Með brosinu gerbreyttist andlit hans. — Þú söngst eins og engill, sagði hann svo lágt að hún ein gat greint orðin meðan hljóm sveitin bjó sig undir að leika næsta lag. — Það gleður mig að þér fannst það. . . . Hún var svo þreytt og óróleg. Henni fannst hún hlyti að gefast alveg upp næst þegar Duncan Hurst segði annað eins og þetta við hana. Hvað ef hún segði: — Ég er eng inn engill.. . ég er. . . . Hvað átti hún að segja? — Ég er stúlkan, sem áleit að hún væri eiginkona bróður þíns .... þess, sem giftist til fjár! Ég á von á barni! Barni hans! Ég get ekki einu sinni haldið áfram að syngja hér með hljómsveitinni, þó ég vilji ekk- ert fremur! Ég veit líka, að þú munt hata mig, þegar þú fréttir sannleikann — það gerir út af við mig, ef þú hatar mig! Ó, þú mátt ekki horfa svona á mig — þú mátt það ekki! Hvað ef hún segði nú þetta? En auðvitað gat hún ekki sagt það. Hún myndi aðeins ganga hljóðlega fram hjá honum að venju og fara út — heim á her- bergið sitt. Þar leggðist hún niður og reyndi að sofna — eins og hann hafCÍi1 'ífiyfririagt. En svefninn myndi ekki koma. Hún lægi aðeins vakandi eins og svo oft fyrr og hugsaði — lægi kyrr og hugsaði! Hún yrði að tala við Russell, þegar hann kæmi heim! Þegar Gilly fór aftur á fæt- ur, fór hún í bað og í einn af fallegu óbrotnu kjólunum, sem Duncan Hurst hafði keypt handa henni. Hún neyddist til að borða þó það væri alltaf jafn erfitt. Svo rann upp stundin sem hún átti að setjast inn í leigubílinn, sem Duncan Hurst sendi eftir henni og fara í næturklúbbinn „Bláa Drekann.” Allir gluggar voru opnir sak- ir hitans og inn í klúbbinn heyrðust umferðarhljóðin og raddir stórborgarinnar. Þessi hljóð bárust einnig inn í snyrtiherbergið þar sem Gilly lagði síðustu hönd á snyrtingu sína og skömmu síðar var bar- ið að dyrum. — Eruð þér tilbúnar, ungfrú Anscombe? Þér eruð næstar. Duncan hafði samið smáfor- leik sem liljómsveitin lék meðan hún gekk inn og hljómlistin um- vafði hana blíðlega þangað til hún kom á sinn stað og ljósköst- urunum var beint að henni. Einhver klappaði, en klappið dó út og Gilly sá ekki neitt nema myrkrið og heyrði ekkert nema óminn af samræðum gestanna. — En hvað hún er falleg, Russ- ell, hvíslaði Eve Hurst að manni sínum og tók um hönd hans. Honum var ískalt og hann starði fram fyrir sig — á stúlk- una uppi á sviðinu. Hann vissi ekki sjálfur að hann greip svo fast um hönd konu sinnar að við lá að hún veinaði af sársauka en svo leit hún aftur upp á svið- ið og á Gilly, sem hóf að syngja. Frændi Eve sat við borð þeirra og um leið og lagið var búið sagði hann við Russell. — Hann bróðir þinn kann svei mér að finna söngkonur. Stúlkan hef- ur alltof góða rödd fyrir dægur- lög — ég er viss um að hún er efni í stórkostlega óperusöng- konu. — Heldurðu það, Henry frændi? flýtti Eve sér að segja, því Russell svaraði engu, hann starði aðeins á Gilly. Hann átti hana! Hann hafði fundið hana! En hve hann liafði verið heimskur að halda ekki fast við upprunaleg áform sín og taka hana með sér til Lond- on og taka sjálfur afleiðingun- um af fyrri gerðum sínum — í stað þess að hlaupast á brott og giftast kaldri og skrýtinni konu eins og Eve. Hann átti stúlkuna þarna uppi. Hann gat kæft bróður sinn fyrir að hann hafði gert það, sem hann vildi sjálfur gera — láta hana birtast einmitt svona í hvítum, léttum kjól, sem gerði hana sambland af engli og barni. Meðan Gilly stóð og hneigði sig var kveikt í salnum og þá leit hún óvart beint á Russell Hurst, sem reis á fætur og sett- ist svo aftur þegar hann sá að hún hafði tekið eftir honum. Furðulegt að tilfinningarnar skyldu ekki bera hana ofurliði. Hún fann ekkert annað en þetta undarlega magnleysi, sem gerði fætur hennar líkasta hlaupi, svo hún skalf um leið og hún gekk fí blindni að búliingsherbergi sínu. Russell var hér! Svo báru til- finningarnar hana ofurliði og hún faldi andlitið í höndum sér. Ef hann vissi .... En hvað átti hún að gera? Það var barið að dyrum. — Hver er þar? spurði hún þreytulega og leit upp. — Það er bréf til yðar, ung- frú Anscombe, var svarið. Það er frá einhverjum í klúbbnum og ég kem eftir augnablik að sækja svar. Hann stakk bréfi undir dyrnar og fór flautandi á brott. Gilly reis á fætur og þrýsti bréfinu að sér. Síðan opnaði hún það og las orðin, sem Russell hafði skrifað. ( „Ég ver'ö aS tala við þig. Ég get lítskýrt allt. Láttu strákinn fá svarið. Segðu mér hvar og hve- nær é.g get hitt þig. Ég verð að hitia þig, Gilly. — Russell.” Skriftin var ójöfn og skjálf- andi og Gilly sá að hendur Russ- ells höfðu titrað meðan hann skrifaði bréfið. Hún fann líka ástríðuþungann að baka orðanna. Hann varð að tala við hana. Hún ■ varð líka að tala við hann! Hún skalí og titraði eins og lauf fyrir vindi meðan hún skrifaði: „Ég á frí cftir næstu tvö lög, en þá fer ég beint heim. Það bíður alltaf bíll eftir mér fyrir utan. Ég sezt inn í hann og bíð Nú kom drengurinn aftur flautandi og þegar hann barði að dyrum, opnaði hún og rétti hon- um bréfið. — Veiztu hver á að fá það? spurði hún og drengurinn kink- aði kolli. Hann tók við bréfinu og fór og Gilly settist svo ó- endanlega þreytt. Samt varð hún að skipta um föt, því hún átti eftir að koma fram skömmu síðar. Hún hafði ekki viljað aðstoðarstúlku, því hún sagðist ekki þarfnast henn- ar, en í kvöld hefði hún svo gjarnan vilja hafa einhvern til að aðstoða sig við skiptin. Þar sem hún stóð með úfið hár og í slopp var hún líkari barninu, sem kom úr klaustrinu, en nokkru sinni fyrr. Um leið varð henni litið til dyra, því einhver tók um húninn. Dyrnar voru opnaðar og kona kom inn. Gilly þekkti hana. Þetta var konan, sem hafði setið við sama borð og Russell Hurst. Hún var vel búin og það glampaði á gim- steina í eyrum hennar, á brjósti hennar og um fingur hennar. — Þetta var kona Russels. —- Ég —- ég tautaði Gilly — held ekki að ég — — — Þér haldið ekki að þér þekkið mig? sagði Eve Hurst og brosti undarlegu, feimnislegu brosi, en augu hennar voru kuldaleg, þegar hún virti Gilly fyrir sér. — En þér vitlð víst hver ég er? Gilly svaraði engu. — Ég var að enda við að lesa bréf yðar til mannsins míns, sagði Eve Hurst létt í máli og kæruleysisleg eins og þetta skipti hann engu máli, en Gilly sá hvernig velsnyrt hönd hennar með rauðum nöglum greip krampakennt um kvöldtöskuna. Ég sá hann afhenda bréfið sem hann sendi yður og svo fór ég fram til að púðra mig — og greiddi drengnum fimm pund til að sýna mér það án þess að Russell vissi. — Ég verð að flýta mér aftur fram, svo hann gruni ekkert. Gilly stóð mállaus fyrir fram- an hana. Hún gat ekkert sagt. Hún vissi, að Russell elskaði hana. Hún hafði ekki vitað það fyrr en hún vissi það nú og svo undarlegt sem það nú var, fann hún til innilegrar meðaumkunar með þessari konu með óham- ingjusömu augun og titrandi mál- aðar varir. Það varð skammvinn þögn, svo sagði Eve Hurst hásum rómi: — Hvernig þekkið þér manninn minn? Hver eruð þér? Hvað er á milli ykkar? Aftur ríkti þögnin ein. Ég ætti að hata hana! hugsaði Gilly ringluð, en ég geri það ekki! Hún er óhamingjusöm, .. eins óhamingjusöm og ég! Gilly snéri sér við, en hin konan greip um handlegg henn- ar og neyddi hana til að líta á sig. — Þér verðið að svara mér? sagði hún. — Nei, sagði Gilly lágt. Þér yrðuð aðeins sár. — Sár, ég; hin konan skellti upp úr; — Verið ekki svona heimskar, ekkert getur sært mig meira en þegar hefur verið gert. 20. janúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.