Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.01.1967, Blaðsíða 10
TVEIR ÍSLENZKIR EIN- ÞÁTTUNGAR HJÁ GRÍMU Itvík, SJÓ. Annað kvöld mun leikfélagið Gríma frumsýna tvo innlenda ein- Ml^'.ung-a íi' Tjarnarbæ efliir þá Birgi Engrilberts og Magnús Jóns- son. Einþáttungur Birgis nefnist Lífsneisti og annast Erlingur Gísla son leikstjórnina. Aðeins ein per- -sóna kemur fyrir í þessu -leikriti, en leikendur eru hins vegar tveir, Bríet Héðinsdóttir og Nína Sveins áóttir. Ég er afi minn, heitir ein- þáttungur Magnúsar Jónssonar, en leikstjóri þar er Brynja Benedikts dóttir. í þeim einþáttungi eru leik endur alls 8: Arnar Jónsson, Jón Júlíusson, Sigurður Karlsson, Björg Davíðsdóttir, Kjartan Ragn- arsson, Oktavía Stefánsdóttir, Þór þildur Þorleifsdóttir og Jóhanna Norðfjörð. Leikmyndir að báðum éinþáttungunum hefur gert Sigur- j;ón Jóhannsson og er þetta frum- raun hans sem slíks. Óvíst er að fleiri sýningar geti orðið á þess- I um einþáttungum, þar eð leikend- j ur eru mjög tímabundnir. i Birgir Engilberts sagði aðspurð- I úr, að það væri í rauninni lítið um sinn einþáttung að segja, nema hann væri að mestu leyti byggð- úr á eintali einnar persónu, sem tvær leikkonur léku. Aðallega er þetta tilraun með texta, vissa teg- und af texta, sagði Birgir. En hvort það kemst til skila á sóma- samlegan hátt, veit ég ekki. Hann kvaðst vera mjög 'ánægður með þær móttökur, sem Loftbólur -hefðu fengið. Þá sýndi Mennta- skóli Reykjavíkur einþáttung eft- ir Birgi á jólagleði sinni. Hét sá upphaflega Sæðissatíran, en var breytt í Ævintýrin gerast enn, sem Birgir sagði aðspurður að hefði verið gert að tilhlutan rektors. Einþáttungur Magnúsar Jóns- sonar er öllu viðameiri í flutn- ingi, en þar er fjallað um óstjórn legt dekur - við fávita og mætti skoða leikritið sem ádeilu á valda- mennina og -hvernig þeir fá vald- ið svo til upp í hendurnar og 'hvernig þeir beita því með hörmu legum afleiðingum. Gríma hefur áður sýnt eftir Magnús leikritið Ævintýrið um frjálst framtak | Steinars Ólafssonar í veröldinni. j Sagðist Magnús vera mjög ánægð j ur með þær móttökur, sem það leikrit fékk. Magnús ihefur lært kvikmyndagerð í Moskvu, en sagði, að hugðarefni sín væru fremur bundin við leikhúsið. Úr einþáttungi Birgis, Lífsneisti. Nína Sveinsdótti / og Bríet Héðinsdóttir. Gríma var stofnuð árið 1961 og^_ hefur lagt 'áherzlu á að kynna verk íslenzkra höfunda og þann- ig orðið fyrst til að færa upp leik- rit eftir Erling E. Halldórsson, Halldór Þorsteinsson, Magnús Jónsson og Odd Björnsson. Gríma hefur í vetur skipulagt æfinga- tíma fyrir félaga sína í ballett, skylmingum og látbragðsleik, en leikfélagið er sífellt á hrakhól- um með húsnæði og háir það ekki -hvað sízt þessum nýja þætti í starf inu, en áherzla er nú lögð á að leysa þennan vanda. Stjórn Grímu skipa; Brynja Benediktsdóttir for- maður, Jón Júlíusson ritari, Þór- hildur Þorleifsdóttir gjaldkeri, Jóhanna Norðfjörð og Oddur Björnsson meðstjórnendur. Aflabrögð á Vest- fjörðum í desember Bviðsmynd úr Eg er afi minn. Frá vinstri: Kjartan Ragnarsson, |Arnar Jónsson og Jólianna Norðfjörð. Stöðugar ógæftir héldust allan j desembermánuð, Má því með sanni segja, að öll haustvertíðin j hafi einkennzt af stöðugum ógæft um, svo að menn muna vart ann- j að eins. Aftur á móti fékkst að jafnaði góður afli, þegar gaf á sjó. Vestfjarðabátar stunduðu nú allir veiðar með línu, að undan- teknum einum bát, sem réri með net í Djúpið. Heildarafli 36 báta, sem stund- uðu veiðar í fjórðungnum, varð 1738 lestir í 302 róðrum. eða um 5,8 lestir að meðaltali í róðri. í fyrra stundaði sami bátafjöldi róðra, og varð aflinn í desember 2017 lestir í 404 róðrum, eða um 5,0 lestir að meðaltali í róðri. Aflahæsti báturinn í mánuðin- um var Einar Hálfdáns frá Bol- ungavík með 115,3 lestir í 13 róðr um. Sami bátur var einnig afla- hæstur í desember í fyrra, en aflaðí þá 144,7 lestir í 20 róðr- um. Aflahæsti báturinn á haust- vertíðinni er Guðný frá ísafirði með 301 lest í 46 róðrum, en á haustvertíðinni í fyrra var Dofri frá Patreksfirði aflahæstur með 585 lestir í 74 róðrum. Aflinn í einstökum verstöðv- um: Patreksfjörður: Jón Þórðarson, 70,7 lestir í 11 róðrum. Dofri 40,1 lestir í 7 róðrum. Tálknafjörður: Sæfari, 56,1 lest- ir í 10 róðrum. Bíldudalur: Andri, 52,1 lestir í 9 róðrum. Þórður Ólafsson, 19,9 lestir í 5 róðrum. Þingeyri: Fjölnir, 58,0 lestir í 8 róðrum. Þorgrímur, 35,0 lestir í 7 róðrum. Flateyri: Hinrik Guðmundsson, 58,5 lestir í 10 róðrum. Þorsteinn, 32,2 lestir í 6 róðrum. Ásgeir Torfason, 17,0 lestir í 3 róðrum. Suðureyri: Sif 73,5 lestir í 10 róðrum. Friðbert Guðmundsson, 35,1 lestir í 6 róðrum. Stefnir, 28,1 lestir í 6 róðrum. Barði 22,1 lest- ir í 6 róðrum. Páll Jónsson, 19,3 lestir í 4 róðrum. Vilborg, 12,4 lestir í 4 róðrum. Gyllir 10,8 lest- ir i 3 róðrum. Bolungavík: Einar Hálfdáns Framhald á 15. síðu. Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja Albýðubl aðsins Röskur sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Þarf að hafa reiðhjól. Alþýðublaðið, afgreiðslan. Sími 14900. 10 20- ianúar 1967 alþýðublaðið í i Uí

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.